Þjóðlíf - 01.02.1988, Síða 21

Þjóðlíf - 01.02.1988, Síða 21
Michael Douglas, harðvítugur spákaupmaður í Wall Street Olivers Stone. Kvikmyndir. Þrjátíu myndir slást um toppsœtin MENNING Bandarísku kvikmyndarisarnir sendu frá sér um 30 kvikmyndir í lok síðasta árs, sem allar áttu að taka jólamarkaðinn vestra með trompi. Stjórnarmenn Walt Disney áttuðu sig fljótt á að þetta metframboð nýrra afurða Holly- wood ylli harðvítugri samkeppni um hylli kvikmyndhúsagesta og flýttu frumsýningu myndarinnar Three Men and a Baby fram í nóvember. Skjót viðbrögð og skjótfenginn gróði; myndin náði toppvinsældum og halaði inn 14 miljónir dollara á tveim vikum. Framleiðslu- og auglýsingakostnaður Þriggja karla og ungbarns nam 23 miljónum og því má segja að Walt Disneymenn hafi tryggt sér nægilegt forskot í harðvítugri sam- keppni milli óvenjumargra afþreyingar- mynda af dýrustu gerð. Svo djarft teflir marsipangengi Wolly- woodiðnaðarins núna að algengt viðkvæði er þetta: „Ef mynd nær ekki að vera meðal fimm vinsælustu myndanna í vetur þýðir það hrun fyrir viðkomandi mynd." Stærstu vonirnar voru bundnar við mynd Olivers Stone, Wall Street, (Twentieth Century-Fox), og Empire of the Sun, nýj- ustu mynd Stevens Spielbergs, (Warner Brothers). í Wall Street er Oliver Stone enn upp- tekinn við reynsluheim sinn og sinna (sbr.Salvador og Platoon). Faðir hans var verðbréfamiðlari í fimmtíu ár og honum til- einkar Stone myndina. Til að nálgast raun- verulegt líf kauphéðna og braskara fékk hann virtan mann úr fjármálaheimi New York borgar, Kenneth Lipper, til að endur- vinna handritið og gefa ráðleggingar við vinnslu myndarinnar, sem er að miklu leyti tekin í kauphöllinni og á skrifstofum fjárfest- ingarbanka. Upphaflega átti myndin að heita Græðgi og fjalla um spákaupmenn og miðlara á Wall Street af miskunnarleysi. Lipper neitaði þá allri samvinnu og tókst að mýkja ímynd fjármálaheimsins við gerð 21

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.