Þjóðlíf - 01.06.1988, Síða 5
Leonard Cohen í Laugardalshöll.......39
Með Sykurmolunum á hljómleikum í
Bretlandi............................40
Hvítasunnusöngur aldraðra ...........43
íslenskur tónlistarmaður í V - Þýska-
landi. „Að vera tónlistinni trúr“, viðtal
við Gunnstein Ólafsson tónlistarmann
úr Kópavogi .........................44
Meira til söngs. Ný söng og kvæðabók
Jónasar Árnasonar....................47
UMHVERFI
Suðurskautslandið
„Tilveran lítur öðruvísi út eftir dvöl á
Suðurskautslandinu". Ólafur Ingólfsson
heimskautafari ómyrkur í máli um
umhverfisverndarmál og reynslu sína af
Suðurskautslandinu....................49
Vantar hreinsibúnað á bflana. íslensk
umferð með blýlausu bensíni...........54
Innbrot í loðkápuverslun. Meðal þeirra
sem handteknir hafa verið fyrir
aðgerðir gegn loðdýraiðnaðinum í Kanada
voru þeir Coronado og Howitt, mennirnir
sem sökktu hvalbátunum í
Reykjavíkurhöfn ....................56
VIÐSKIPTI
Fundur hinna sjö stóru í Kanada. Leið-
togar stærstu iðnríkja heims á fundi .... 57
íslendingar breyta um ferðamáta .......62
Smáfréttir úr viðskiptaheiminum........65
UPPELDI
Öldurót unglingsáranna. Bergþóra
Gísladóttir fjallar um hin ýmsu stig
unglingsáranna, „unglingavandamálið“
svokallaða..............................67
Barnalíf
Fjórar síður af barnaefni, efni eftir
krakkana í máli og myndum...............69
ÝMISLEGT
Bflar.
Ásgeir Sigurgestsson skrifar um
BMW520I ..........................73
Til áskrifenda Þjóðlífs............60
Krossgáta .........................78
Leiðari
Sameiginlegt framboð
Enginn þarf aö fara í launkofana meö hvernig Reykjavíkurborg er stjórnaö.
Greinilegur munur er á pólitískri stefnu Sjálfstæðisflokksins annars vegar og
Alþýöuflokks, Alþýðubandalags, Framsóknarflokks og Kvennalista hins
vegar.
Valdhafandi flokkur, Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á miklar fram-
kvæmdir, byggingar, vegi og minni sameiginlega þjónustu og almennt meiri
einkahyggju. Og sterka stjórnun. Hinir flokkarnir leggja aðrar áherslur; þeir
vilja nota fjármagnið í meiri þjónustu og uppbyggingu fyrir börn, aldraða og
almennt meiri samneyslu. Þeir vilja efla almenningssamgöngur og bókasöfn
meðan Sjálfstæðisflokkurinn vill halda í við þær stofnanir. Og þannig mætti
lengi telja upp atriði sem vísa til sitt hvorrar áttar; einkahyggja gegn félags-
hyggju.
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík er stefnu sinni nokkuð trúr og hann getur
boðið upp á sterkan borgarstjóra og sterka stjórnun. í skoðanakönnun sem
birt er í Þjóðlífi að þessu sinni kemur glöggt fram að Sjálfstæðisflokkurinn
heldur hinni hefðbundnu gífurlega sterku stöðu sinni í Reykjavík þó dregið
hafi stórlega úr persónupólitískum vinsældum borgarstjórans á þeim tveimur
árum sem liðin eru frá borgarstjórnarkosningunum. Þó Davíð Oddsson hafi
tapað fjórðungi þess fylgis sem skoðanakannanir mældu fyrir síðustu kosn-
ingar — þá er hann eftir sem áður lang sterkasti og vinsælasti kanditat sem
Sjálfstæðisflokkurinn gæti boðið fram í næstu kosningum. En hnignandi
vinsældir hans eru engu að síður skilaboð bæði til Sjálfstæðisflokks og hinna
flokkanna í borgarstjórn.
Alþýðuflokkurinn, Alþýðubandalagið, Framsóknarflokkurinn og Kvenna-
listinn reka auðvitað ekki nákvæmlega sömu pólitíkina. Á þessum flokkum er
blæbrigðamunur. En þegar kemur að hinum stóru línum eru þessir flokkar á
einu máli í meginatriðum. Samstarf þeirra að undanförnu sýnir þetta glögg-
lega. Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Þjóðlíf undirstrikar að
þessir flokkar eiga mun frekar möguleika á að eiga í fullu tré við Sjálfstæðis-
flokkinn ef þeir sameinuðust um framboð við næstu borgarstjórnarkosning-
ar. Annars er hætta á því að atkvæði þeirra sem eru á öndverðum meiði við
borgarstjórn Sjálfstæðisflokksins vegi minna en atkvæði valdhafanna. Ef
flokkarnir ætla sér eitthvert annað hlutverk en fórnarlambshlutverkið gagn-
vart Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík eru þeir neyddir til að ganga til sam-
starfs um sameiginlegt framboð og sameiginlegt borgarstjóraefni.
Óskar Guðmundsson
Útgefandi: Félagsútgáfan h.f. Vesturgötu 10, box 1752,121 Reykjavík, sími 621880. Stjórn Félagsútgáf-
unnar: Svanur Kristjánsson, Björn Jónasson, Ásgeir Sigurgestsson, Jóhann Antonsson, Pétur Reimar-
sson. Varamenn: Árni Sigurjónsson, Brynjar Guðmundsson. Framkvæmdastjóri: Ólafur Sigurðsson.
Ritstjóri Þjóðlífs: Óskar Guðmundsson. Erlendir frcttaritarar: Arthúr Björgvin Bollason (Munchen),
Ásgeir Friðgeirsson (London), Einar Karl Haraldsson (Stokkhólmi), Guðrún Helga Sigurðardóttir
(Finnland), Ingólfur V. Gíslason (Lundi), Jón Ásgeir Sigurðsson (New Haven), Ragnar Baldursson
(Tokyo). Innlendirfréttaritarar: JóhannesSigurjónsson (Húsavík), Páll Ásgeirsson (ísafjörður), Smári
Geirsson (Neskaupstaður), Sveinn Helgason (Selfoss). Setn. og fl. María Sigurðardóttir. Ljósmyndir:
Marissa Arason. Auglýsingastjóri: Hrannar B. Arnarsson. Auglýsingar: Héðinn Kjartansson. Skrífstof-
ustjóri: Eiríkur Stephensen. Setning, umbrot, filmuvinna, prentun og bókband: Prentstofa G. Bene-
diktssonar Kópavogi. Áskriftasími: 621880. Auglýsingasímar: 26450 og 28149. Dreifing: Ævar Guð-
mundsson, sími 38838 og bflasími 985-23334.
5