Þjóðlíf - 01.06.1988, Page 6

Þjóðlíf - 01.06.1988, Page 6
BRÉFFRÁLESENDUM Nýjungar „Sífellt fleiri rannsóknir á efn- um til varnar sjúkdómum benda til þess aö nokkur næringarefni dragi úr tiöni krabbameins í þekjuvef lík- amans. Meöal þeirra eru A, C og E vítamín, /3-karótín (for- veri A vítamíns) og selen". Hennekens C.H., M.J. Stampfer & W. Willett: Channing Laboratory, Department of Medicine, Harvard Medical School and Brigham and Women's Hospital, and the Department of Epidemiology, Harvard School of Public Health, Boston, MA Cancer Detection and Prevention 1984 7,147. ísland í Evrópu- bandalagi Það er dálítið merkilegt hve mikið Þjóðlíf hefur fjallað um Evrópubandalagið og engu líkara en þið viljið troða okkur strax inn í það bandalag. Vissulega finnst mér það koma til álita en það má ekki gleyma því að Evrópu- bandalagið er mikið bákn og hægara í að fara en úr að komast. Samt hef ég gaman að því hvernig þið lítið á efnahagsmál út frá evrópsku samhengi og allt í la§i að reifa hug- myndir um erlenda banka á Islandi eins og þið hafið oft gert. Hins vegar vildum við Austfirðingar og fleiri landsbyggðarmenn, sem lifa í nálægð við undirstöðuna, að fjallað yrði um frjálsa gjaldeyrismarkaði og ég vil benda ykkur á að fjalla um gjaldeyrismálin í þessu sambandi. Héðinn Tímamót í upp- eldismálum Grein Eyjólfs Kjalars um viðhorf til barna var ágæt og til marks um þá viðhorfsbreyt- ingu sem er að verða sem betur fer. Börnin og uppeldismál hafa alltof lengi verið horn- reka eða bara litið á málið út frá peningum. Það eru núna ákveðin tímamót í uppeldis- málum og nauðsynlegt að fjalla ítarlega um þau. Margrét Allir í sömu súpu Um leið og ég þakka fyrir úttektina á Granda langar mig til að benda á að vel flest fyrirtæki í sjávarútvegi eiga við hliðstæðan vanda að etja. Ástæðurnar eru þær, að sjávarútvegur hefur aldrei verið þannig viðurkenndur í efnahagslífi okkar sem sú stærð sem hann er. Öll afkoma okkar byggist á sjávarútvegi en samt er hann látinn danka meira og minna á hausnum. Allir í sjávarútvegi sitja í sömu súpunni. Konráð Einhvers staðar í meirihluta Það var ágætt í síðasta Þjóðlífi að fjalla um margvísleg jafnréttismál. Ég verð samt að segja, að mér fannst alger óþarfi hjá ykkur að hneykslast á því að sex konur og bara einn karl sitja í Jafnréttisráði. Einhvers staðar megum við vera í meirihluta og það fer vel á því að það skuli vera í Jafnréttisráði, sem fjallar um mál okkar kvenna sem búið hafa við aldalanga kúgun karla. Kona Hollar Omega-3 fitusýrur fyrir hjarta og æðakerfi. Ekk- ert annaö lýsisþykkni á Is- landi er auðugra af omega-3 fitusýrum, þ.e. 50% innihald af EPA og DHA. Hylkin inni- halda ekki A- og D-vítamín. Jf/i TÓRÓ HF Siöumúla 32. I08 Reykjavik a 686964 Líklega sá besti!

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.