Þjóðlíf - 01.06.1988, Side 7

Þjóðlíf - 01.06.1988, Side 7
INNLENT Reykjavík Flokkurinn sterkur — Davíð á niðurleið Sjálfstæðisflokkurinn heldur sterkri stöðu sinni í Reykjavík og gott betur samkvæmt skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Islands framkvæmdi fyrir Þjóðlíf í mánaðarbyrjun. Hins vegar hefur mjög dregið úr persónuvinsældum Davíðs Oddssonar, sem naut stuðnings 64.7% Reykvíkinga samkvæmt skoðanakönnun Félags- vísindastofnunar fyrir kosningarnar 1986 en nýtur nú stuðnings 49.2% samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Skoðanakönnun Félagsvísinda- stofnunar sýnir nýjustu hrœringar í höfuðborginni Nú er kjörtímabil borgarstjórnar einmitt hálfnað. Á þeim tímamótum er eðlilegt að líta yfir farinn veg og skoða stöðu bæði meiri- hluta og minnihluta borgarstjórnar. Davíð Oddsson og Sjálfstæðisflokkurinn í Reykja- vík unnu mikinn kosningasigur og fengu 52.7 % atkvæðanna í borgarstjórnarkosningun- um í maí 1986. I skoðanakönnunum síðustu mánuði fyrir kosningarnar hafði flokkurinn farið jafnvel enn hærra, oft yfir 60% og a.m.k. einu sinni yfir 70%. Persónuvinsældir Davíðs Oddsonar voru enn meiri og í skoðanakönnun Félagsvís- indastofnunar í maí 1986, viku fyrir kosning- ar, kom í ljós að 64.7% kjósenda vildu Davíð áfram sem borgarstjóra þrátt fyrir að stórt hlutfall þessara hafi ætlað sér að kjósa aðra flokka en Sjálfstæðisflokkinn. Þegar kjós- endur voru spurðir sömu spurningar í júní- byrjun 1988 hafði afstaðan breyst og nú vildu einungis 49.2% Davíð áfram sem borgar- stjóra. Hann hefur því persónulega misst 15.5% fylgi á þessu hálfa kjörtímabili eða fjórðung þess fylgis sem hann hafði. Fyrir tveimur árum vildu 29% einhvern annan sem borgarstjóra en núna vildu 44.4% þeirra sem afstöðu tóku einhvern annan sem borgarstjóra. 6.4% tóku ekki afstöðu til 7

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.