Þjóðlíf - 01.06.1988, Side 8
INNLENT
þessa máls hvorki fyrir tveimur árum né í
skoðanakönnuninni nú.( Sjá töflur 3 og 4).
Þrátt fyrir hnignandi vinsældir Davíðs
borgarstjóra heldur Sjálfstæðisflokkurinn
gífurlega sterkri stöðu í Reykjavík og mæld-
ist með 53.3% atkvæðanna eða svipað kjör-
fylgi og hann var með í kosningunum 1986
eða 52.7% atkvæðanna. Auk Davíðs eru
borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins þau
Magnús L. Sveinsson, Katrín Fjelsted, Páll
Gíslason, Vihjálmur Vilhjáimsson, Júlíus
Hafstein, Árni Sigfússon, Hilmar Guðlaugs-
son og Jóna Gróa Sigurðardóttir.
Allir tapa nema Kvennó
Minnihlutinn í borgarstjórn kom þannig út
í kosningunum 1986 að Alþýðubandalagið var
með 20.3%, Kvennalistinn 8.1 %, Alþýðu-
flokkurinn var með 10% og Framsóknar-
flokkurinn var með 7%.
Frá því í kosningunum 1986 hefur það m.a.
breyst að nýr flokkur, Borgaraflokkurinn
liéfur komið til skjalanna. Ekki breytir það
neinu um yfirburðastöðu Sjálfstæðisflokks-
ins í höfuðborginni, því Borgaraflokkurinn
mælist einungis með 2.1% í skoðanakönnun-
inni nú, Kvennalistinn með 21.3%, Alþýðu-
bandalagið 10.5%, Alþýðuflokkur með
5.9% og Framsóknarflokkur sömuleiðis
með 5.9. (Sjá töflu 1).
Samkvæmt þessu tapa allir flokkar, nema
Sjálfstæðisflokkur til Kvennalistans — og þó
Alþýðubandalagið sýnu mest tæplega 10%
um helming fylgisins frá 1986. Hlutföll milli
Kvennalista og Alþýðubandalags hafa alveg
snúist við frá því í kosningunum. Samt er
fylgi Kvennalista mun minna þegar spurt er
um afstöðuna til borgarstjórnar en þegar
spurt er um afstöðu þátttakenda í skoðana-
könnunum til þingkosninga. Alþýðubanda-
lagið sem löngum hefur haft forystu í stjórn-
arandstöðu borgarstjórnar hefur samkvæmt
þessu glatað forystunni yfir til Kvennalista.
Þannig virðist Alþýðubandalagið hvarvetna
heillum horfið. Fylgi þess er engu að síður
meira til borgarstjórnar en til þings sam-
kvæmt könnuninni.
Breytist Kvennó?
I núverandi borgarstjórn hefur Kvenna-
listi einn fulltrúa, Ingibjörgu Sólrúnu Gísla-
dóttur, en hún er nú að láta af störfum sam-
kvæmt endurnýjunarákvæðum samtakanna í
júlímánuði er kjörtímabilið er hálfnað og við
tekur varaborgarfulltrúinn Elín G. Ólafs-
dóttir. Margir telja að Ingibjörg Sólrún sé
einn aðsópsmesti stjórnmálamaðurinn í
borgarstjórn og Kvennalistinn komi til með
að tapa fylgi á mannaskiptunum. Það er at-
hyglivert að fylgi Kvennalistans skuli vera
mun minna í borgarstjórn en til þingsins sam-
kvæmt skoðanakönnun. I núverandi borgar-
stjórn sitja fyrir Alþýðuflokkinn Bjarni P.
Magnússon, Framsóknarflokkinn Sigrún
Magnúsdóttir og Alþýðubandalagið Sigur-
jón Pétursson, Kristín Á. Ólafsdóttir og Guð-
rún Ágústsdóttir.
Sameiginlegt fylgi stjórnarandstöðu við
Sjálfstæðisflokk í borgarstjórn er um 47% og
svo virðist sem sameiginlegt framboð þurfi
til ef stjórnarandstöðuflokkarnir eigi að eiga
minnstu möguleika á að fella meirihluta
Sjálfstæðisflokksins.
Flokksbönd bresta
Þegar svör þeirra Reykvíkinga sem gáfu
upp afstöðu sína til flokka ef kosið væri til
þings, eru borin saman við svörin um afstöð-
una til borgarstjórnar, kemur margt athygli-
vert í ljós. Þannig reynast 44% þeirra sem
geta hugsað sér að kjósa Alþýðuflokkinn í
þingkosningum, vilja kjósa Sjálfstæðisflokk-
inn í borgarstjórnarkosningunum. Og 39%
þeirra sem myndu kjósa Framsóknarflokk-
inn í þingkosningum vilja kjósa Sjálfstæðis-
flokkinn í borgarstjórn. Einungis Sjálfstæð-
isflokkurinn(97%) og Alþýðubandalagið
(100%) virðast halda í fylgi milli þings og
borgar. (Sjá töflu 2).
Sjálfstæðisflokknum í borgarstjórn og
Davíð Oddssyni hefur tekist ævintýralega
vel að aðgreina flokkinn í borginni frá
flokknum á landvísu. Það hefur flokknum
reyndar tekist ævinlega og því sögulegur
bakgrunnur að meira fylgi flokksins til
borgarstjórnar en þings. Það er og í samræmi
við þá viðteknu skoðun margra sjálfstæðis-
manna, að mun mikilvægara sé að halda
meirihlutanum í borgarstjórn heldur en jafn-
vel að sitja í ríkisstjórn.
Frá þingi til borgar
En flótti frá þinghugleiðingum til borgar á
ekki einungis við um Framsóknarflokk og
„Tilbúinn í samstarf"
„Ég er tilbúinn í sameiginlegt framboð,
ef samstaða næst um stefnuskrá slíks
framboðs og ég er ekki í nokkrum vafa
um að við fulltrúar minnihlutans getum
það“, sagði Bjarni P. Magnússon borgar-
fulltrúi Alþýðuflokksins. „En hvort fólk-
ið okkar, fólkið í minnihlutaflokkunum
sem við erum umbjóðendur fyrir sam-
þykkir þetta veit ég ekki. Þú verður eigin-
lega að spyrja það.“
„ Annars sýnir samstarf þessara flokka að
við getum starfað mjög vel saman og höf-
um þor og kjark til að stjórna. Sameigin-
legt framboð okkar yrði skýr valkostur
sem legði áherslu á félagsleg mál einsog
dagvistun, en ræki ekki neina minnis-
varða pólitík."
Borgarstjórnarkosningar í Reykjavík
í þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar voru Reykvíkingar spurðir: Ef borg-
arstjórnarkosningar yrðu haldnar á morgun, hvað flokk eða lista heldurðu að þú
myndir kjósa? Þeir sem sögðu „veit ekki“ við spurningunni voru spurðir áfram: En
hvaða flokk eða lista heldurðu að líkiegast sé að þú myndir kjósa? Jafnframt voru
menn spurðir hvað þeir hefðu kosið í síðustu borgarstjórnarkosningum. Niðurstöð-
ur þeirrar spurningar voru notaðar til þess að vega svörin í könnuninni, þannig að
kjósendahópur hvers flokks 1986 vegi hlutfallslega jafn mikið og í kosningunum
sjálfum.
Tafla 1:
Hvað myndirðu kjósa í borgarstjórnarkosningum?
Fjöldi Aliir Kjósa flokk Úrslit
1986
Alþýðuflokkur 18 4.4% 5.9% 10.0%
Framsóknarflokkur 18 4.4% 5.9% 7.0%
Sjálfstæðisflokkur 163 39.8% 53.3% 52.7%
Alþýðubandalag 32 7.8% 10.5% 20.3%
Kvennalisti 65 15.9% 21.3% 8.1%
Bandalag jafnaðarmanna 1 0.2% 0.3% —
Flokkur mannsins 1 0.2% 0.3% 2.0%
Borgaraflokkur 6 1.5% 2.1% —
Aðrir 1 0.2% 0.3% —
Myndi ekki kjósa 14 3.4%
Myndi skila auðu/ógildu 5 1.2%
Neitar að svara 23 5.6%
Veit ekki 63 15.4%
Samtals 410 100% 100% 100%
8