Þjóðlíf - 01.06.1988, Qupperneq 8

Þjóðlíf - 01.06.1988, Qupperneq 8
INNLENT þessa máls hvorki fyrir tveimur árum né í skoðanakönnuninni nú.( Sjá töflur 3 og 4). Þrátt fyrir hnignandi vinsældir Davíðs borgarstjóra heldur Sjálfstæðisflokkurinn gífurlega sterkri stöðu í Reykjavík og mæld- ist með 53.3% atkvæðanna eða svipað kjör- fylgi og hann var með í kosningunum 1986 eða 52.7% atkvæðanna. Auk Davíðs eru borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins þau Magnús L. Sveinsson, Katrín Fjelsted, Páll Gíslason, Vihjálmur Vilhjáimsson, Júlíus Hafstein, Árni Sigfússon, Hilmar Guðlaugs- son og Jóna Gróa Sigurðardóttir. Allir tapa nema Kvennó Minnihlutinn í borgarstjórn kom þannig út í kosningunum 1986 að Alþýðubandalagið var með 20.3%, Kvennalistinn 8.1 %, Alþýðu- flokkurinn var með 10% og Framsóknar- flokkurinn var með 7%. Frá því í kosningunum 1986 hefur það m.a. breyst að nýr flokkur, Borgaraflokkurinn liéfur komið til skjalanna. Ekki breytir það neinu um yfirburðastöðu Sjálfstæðisflokks- ins í höfuðborginni, því Borgaraflokkurinn mælist einungis með 2.1% í skoðanakönnun- inni nú, Kvennalistinn með 21.3%, Alþýðu- bandalagið 10.5%, Alþýðuflokkur með 5.9% og Framsóknarflokkur sömuleiðis með 5.9. (Sjá töflu 1). Samkvæmt þessu tapa allir flokkar, nema Sjálfstæðisflokkur til Kvennalistans — og þó Alþýðubandalagið sýnu mest tæplega 10% um helming fylgisins frá 1986. Hlutföll milli Kvennalista og Alþýðubandalags hafa alveg snúist við frá því í kosningunum. Samt er fylgi Kvennalista mun minna þegar spurt er um afstöðuna til borgarstjórnar en þegar spurt er um afstöðu þátttakenda í skoðana- könnunum til þingkosninga. Alþýðubanda- lagið sem löngum hefur haft forystu í stjórn- arandstöðu borgarstjórnar hefur samkvæmt þessu glatað forystunni yfir til Kvennalista. Þannig virðist Alþýðubandalagið hvarvetna heillum horfið. Fylgi þess er engu að síður meira til borgarstjórnar en til þings sam- kvæmt könnuninni. Breytist Kvennó? I núverandi borgarstjórn hefur Kvenna- listi einn fulltrúa, Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur, en hún er nú að láta af störfum sam- kvæmt endurnýjunarákvæðum samtakanna í júlímánuði er kjörtímabilið er hálfnað og við tekur varaborgarfulltrúinn Elín G. Ólafs- dóttir. Margir telja að Ingibjörg Sólrún sé einn aðsópsmesti stjórnmálamaðurinn í borgarstjórn og Kvennalistinn komi til með að tapa fylgi á mannaskiptunum. Það er at- hyglivert að fylgi Kvennalistans skuli vera mun minna í borgarstjórn en til þingsins sam- kvæmt skoðanakönnun. I núverandi borgar- stjórn sitja fyrir Alþýðuflokkinn Bjarni P. Magnússon, Framsóknarflokkinn Sigrún Magnúsdóttir og Alþýðubandalagið Sigur- jón Pétursson, Kristín Á. Ólafsdóttir og Guð- rún Ágústsdóttir. Sameiginlegt fylgi stjórnarandstöðu við Sjálfstæðisflokk í borgarstjórn er um 47% og svo virðist sem sameiginlegt framboð þurfi til ef stjórnarandstöðuflokkarnir eigi að eiga minnstu möguleika á að fella meirihluta Sjálfstæðisflokksins. Flokksbönd bresta Þegar svör þeirra Reykvíkinga sem gáfu upp afstöðu sína til flokka ef kosið væri til þings, eru borin saman við svörin um afstöð- una til borgarstjórnar, kemur margt athygli- vert í ljós. Þannig reynast 44% þeirra sem geta hugsað sér að kjósa Alþýðuflokkinn í þingkosningum, vilja kjósa Sjálfstæðisflokk- inn í borgarstjórnarkosningunum. Og 39% þeirra sem myndu kjósa Framsóknarflokk- inn í þingkosningum vilja kjósa Sjálfstæðis- flokkinn í borgarstjórn. Einungis Sjálfstæð- isflokkurinn(97%) og Alþýðubandalagið (100%) virðast halda í fylgi milli þings og borgar. (Sjá töflu 2). Sjálfstæðisflokknum í borgarstjórn og Davíð Oddssyni hefur tekist ævintýralega vel að aðgreina flokkinn í borginni frá flokknum á landvísu. Það hefur flokknum reyndar tekist ævinlega og því sögulegur bakgrunnur að meira fylgi flokksins til borgarstjórnar en þings. Það er og í samræmi við þá viðteknu skoðun margra sjálfstæðis- manna, að mun mikilvægara sé að halda meirihlutanum í borgarstjórn heldur en jafn- vel að sitja í ríkisstjórn. Frá þingi til borgar En flótti frá þinghugleiðingum til borgar á ekki einungis við um Framsóknarflokk og „Tilbúinn í samstarf" „Ég er tilbúinn í sameiginlegt framboð, ef samstaða næst um stefnuskrá slíks framboðs og ég er ekki í nokkrum vafa um að við fulltrúar minnihlutans getum það“, sagði Bjarni P. Magnússon borgar- fulltrúi Alþýðuflokksins. „En hvort fólk- ið okkar, fólkið í minnihlutaflokkunum sem við erum umbjóðendur fyrir sam- þykkir þetta veit ég ekki. Þú verður eigin- lega að spyrja það.“ „ Annars sýnir samstarf þessara flokka að við getum starfað mjög vel saman og höf- um þor og kjark til að stjórna. Sameigin- legt framboð okkar yrði skýr valkostur sem legði áherslu á félagsleg mál einsog dagvistun, en ræki ekki neina minnis- varða pólitík." Borgarstjórnarkosningar í Reykjavík í þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar voru Reykvíkingar spurðir: Ef borg- arstjórnarkosningar yrðu haldnar á morgun, hvað flokk eða lista heldurðu að þú myndir kjósa? Þeir sem sögðu „veit ekki“ við spurningunni voru spurðir áfram: En hvaða flokk eða lista heldurðu að líkiegast sé að þú myndir kjósa? Jafnframt voru menn spurðir hvað þeir hefðu kosið í síðustu borgarstjórnarkosningum. Niðurstöð- ur þeirrar spurningar voru notaðar til þess að vega svörin í könnuninni, þannig að kjósendahópur hvers flokks 1986 vegi hlutfallslega jafn mikið og í kosningunum sjálfum. Tafla 1: Hvað myndirðu kjósa í borgarstjórnarkosningum? Fjöldi Aliir Kjósa flokk Úrslit 1986 Alþýðuflokkur 18 4.4% 5.9% 10.0% Framsóknarflokkur 18 4.4% 5.9% 7.0% Sjálfstæðisflokkur 163 39.8% 53.3% 52.7% Alþýðubandalag 32 7.8% 10.5% 20.3% Kvennalisti 65 15.9% 21.3% 8.1% Bandalag jafnaðarmanna 1 0.2% 0.3% — Flokkur mannsins 1 0.2% 0.3% 2.0% Borgaraflokkur 6 1.5% 2.1% — Aðrir 1 0.2% 0.3% — Myndi ekki kjósa 14 3.4% Myndi skila auðu/ógildu 5 1.2% Neitar að svara 23 5.6% Veit ekki 63 15.4% Samtals 410 100% 100% 100% 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.