Þjóðlíf - 01.06.1988, Qupperneq 12

Þjóðlíf - 01.06.1988, Qupperneq 12
INNLENT Fylgi Davíðs fyrr og nú í þjóðmálakönnuninni voru Reykvíkingar spurðir: Ef Davíð Oddsson gefur kost á sér, telur þú þá æskilegt að hann verði áfram borgarstjóri, eða vildirðu heldur að það yrði einhver annar? Niðurstöðurnar eru í Töflu 3. Tafla 3: Davíð áfram borgarstjóri. Könnun 1988. Fjöldi Hlutföll Taka afstöðu Davíð áfram 190 46.0% 49.2% Einhver annar 171 41.4% 44.4% Skiptir engu máli 25 6.1% 6.4% Neitar að svara 12 2.9% Veit ekki 15 3.6% Samtals 413 100% 100% Rétt fyrir borgarstjórnarkosningarnar 1986 var sams konar spurning lögð fyrir Reykvíkinga í könnun Félagsvísindastofnunar. Pá var spurt: Telurðu það æskilegt að Davíð Oddsson verði áfram borgarstjóri, eða viidirðu heldur að það yrði einhver annar? Niðurstöðurnar frá 1986 eru í Töflu 4. Tafla 4: Davíð áfram borgarstjóri. Könnun 1986. Fjöldi Hlutföll Taka afstöðu Davíð áfram 364 59.2% 64.7% Einhver annar 163 26.5% 29.0% Skiptir engu máli 36 5.9% 6.4% Neitar að svara 15 2.4% Veit ekki 37 6.0% Samtal 615 100% 100% Árið 1986 sögðu 94% af öllum þeim sem ætluðu að kjósa Sjálfstæðisflokkinn til borgarstjórnar að þeir vildu Davíð áfram sem borgarstjóra, en 1988 var sambærileg tala 87%. Vegna fámennis kjósendahópa minni flokkanna verður að hafa mikla fyrirvara á tölum um stuðning þeirra við Davíð, en þó má nefna að í öllum tilvikum hefur stuðningurinn við hann minnkað frá 1986 til 1988. í báðum könnununum er stuðningur við Davíð líka mun meiri meðal kjósenda Alþýðuflokks og Framsókn- arflokks, en meðal kjósenda Alþýðubandalags og Kvennalista. Þannig vill fjórð- ungur þeirra sem myndi kjósa Álþýðuflokk og Framsóknarflokk (af 36 manns í úrtaki) til borgarstjórnar að Davíð verði áfram borgarstjóri, en 1986 voru 54% kjósenda Alþýðuflokksins (af 54) og 32% kjósenda Framsóknarflokksins (af 25) sömu skoðunar. 1986 ætluðu 70 manns í úrtaki að kjósa Alþýðubandalag og 16% þeirra vildi Davíð áfram sem borgarstjóra. Þá hugðust 20 manns kjósa Kvennalista og 10% þeirra vildu Davíð áfram. í könnuninni 1988 ætluðu 97 svarendur að kjósa þessa tvo flokka og einungis tæp 9% þeirra vildu að Davíð verði áfram borgarstjóri. hefur kynt elda tortryggninnar vegna af- stöðu sinnar í mörgum „mjúkum málurn" eins og dagvistarmálum. Hann er sakaður um að ofnota gífurlegt vald sitt og áhrif. Harðvítugustu gagnrýnendur líkja honum við einræðisherra sem og segja Reykjavík -„borg óttans“. Sá voldugasti Davíð Oddsson hefur um langa hríð verið „sterki maðurinn" innan Sjálfstæðisflokks- ins. Skoðanakönnunin gefur hins vegar vís- bendingu um að jafnvel sjálfstæðismenn séu að hverfa til andstöðu við hann. Sumir segja að miklu skipti að gamlar eðalíhaldsættir í Reykjavík hafi ekki kunnað að meta fram- göngu hans t.d. í ráðhúsmálinu. Dæmi um andstöðu af þessum toga eru nefnd til sög- unnar af fjölda Thorsara og annarra af- sprengja genginna leiðtoga Sjálfstæðis- flokksins við Davíð! Margir sjálfstæðismenn hafa séð í Davíð leiðtogaefni fyrir flokkinn á landsvísu og meira að segja fyrir rúmu ári voru sterkar raddir uppi innan flokksins um að gera hann að formanni. Að hluta til helgaðist þetta við- horf á því mati manna, að forysta flokksins væri ekki nógu sterk. En ekki síður á yfir- burðastöðu Davíðs Oddssonar í Reykjavík- urborg. Pó skoðanakönnunin gefi vissulega vísbendingu um að staða Davíðs sé ekki eins sterk og hún var þegar hann síðast vann kosningasigur í borgarstjórnarkosningum verður að draga til efs, að nokkur annar einstaklingur í Sjálfstæðisflokknum hafi jafn sterka pólitíska stöðu í samfélaginu og Davíð Oddsson. Það er jafnframt ljóst að Davíð er ákveðin sterk táknmynd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem tæpast verður svarað öðru- vísi en hinir aðiljarnir sameinist um borgar- stjóraefni. Á hún möguleika? Margir telja að tvístruð stjórnarandstaða við Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík eigi enga möguleika gegn hinum sterka Sjálfstæðis- flokki. Oftsinnis á þessari öld hafa komið upp hugmyndir um að efna til sameinaðs framboðs þessara flokka á miðjunni og til vinstri í Reykjavík og meir að segja verið formlegar viðræður þar um. Hugmyndin virðist hins vegar hafa strandað á flokkakerf- inu fram til þessa. En þar sem það er sannan- lega í upplausn nú virðist vera lag fyrir þessa flokka að gera eitthvað í málinu, annars eta þeir sem úti frýs. Þjóðlíf spurði fulltrúa þessara flokka í borgarstjórn um þeirra pers- ónulegu viðhorf til málsins, og af svörunum að dæma á hugmyndin vissulega upp á pall- borðið. Hvort að semingurinn sem rekja má til hins hólfaða flokkakerfis nægi til að koma í veg fyrir framkvæmd málsins — verður svo tíminn að leiða í ljós. Óskar Guðmundsson 12
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.