Þjóðlíf - 01.06.1988, Síða 16

Þjóðlíf - 01.06.1988, Síða 16
INNLENT Ný þjónusta við bifreiðaeigendur Bílageymsla að Bakkastíg 16, Njarðvík. • Bíll sóttur að flugstöð og skilað stuttu óður en þú kemur aftur. • Þú getur fengið: þvott, bónun, djúphreinsun ó teppum og sœtum, tjöruþvott. • Upplýsingar ó söluskrifstofum Arnarflugs og Flugleiða og ferðaskrifstofum. • Dróttarbíll allan sólarhringinn. S: 985-24418 ALLAR ALMENNAR BÍLAVIÐGERÐIR • Vélastillingar með SUN tölvu. • Tökum bíla í geymslu í lengri eða skemmri tíma. • Varahlutir í ýmsar gerðir bifreiða. Marxisminn Öreigaflokkur íslands stofnaður Nokkur leynd hefur hvflt yfir nýstofnuðum stjórnmálaflokki, „Hinum starfsama Öreiga- flokki ísiands" („The active proleterian Par- ty of Iceland“), sem var stofnaður hér á landi 4.aprfl síðastliðinn. í þessum stjórnmálaflokki eru um 10 með- limir samkvæmt heimildum Þjóðlífs. Flokk- urinn mun vera í tengslum við Fjórða AI- þjóðasambandið, alþjóðasamband Trotsky- ista. Á stefnuskránni er m.a. hefðbundin bylting. Aðalritari flokksins heitir Gunnar Njálsson, tvítugur piltur sem ól aldur sinn í Bandaríkjunum í söfnuði Mormóna. Hann kvaðst hafa yfirgefið mormónatrú 1985 eftir að hafa af eigin raun kynnst kúgun og hræsni í Bandaríkjunum og fundið svarið í alþjóða- hyggju öreiganna byggða á kenningum Trot- skys. Fylkingin,baráttusamtök sósíalista, sem var til skamms tíma starfandi, átti aðild að Fjórða alþjóðasambandinu, en hún hætti starfsemi og flestir meðlimanna gengu til liðs við Alþýðubandalagið. Sumir þeira eru enn í tengslum við aðrar deildir Fjórða alþjóða- sambandsins þrátt fyrir það, en að sögn aðal- ritara Öreigaflokksins, sem Þjóðlífi tókst að hafa upp á, eru þeir ekki í flokki hans. „Við viljum þjóðlega baráttu sem miðast við að- stæður hér á íslandi, virka baráttu sem styðst við marxismann, leninismann, trotskyism- ann, af því að sérstakar aðstæður hér, ný- lendustig íslands gagnvart Bandaríkjunum, krefjast þjóðlegrar baráttu og virkni verka- karla og verkakvenna. Við, Öreigar íslands viljum hafa forystu fyrir þeirri þjóðfélags- byltingu sem kemur á ríkisstjórn verka- manna á íslandi. En flokkur okkar er einnig einstæður vegna þess að hann mun vera eini marxisk leniniski flokkurinn í heiminum sem tekur upp baráttu fyrir mannréttindum homma og lesbía. Við erum að vinna að stefnu og skipulagsskrá fyrir flokkinn og munum verða virkir í september næstkom- andi“, sagði aðalritari nýjasta flokksins, Ör- eigaflokks íslands. -óg Þjóðlífstölur I árslok árið 1986 áttu íslendingar 675.515 kindur en þær höfðu verið 714.371 í árslok 1984. Nautgripir voru 72.686 í árslok 1984 en 71.383 í árslok 1986. Hins vegar hafði alifulgum á þessu tímabili fjölgað úr 302.925 í 309.831. Fjöldi svína hafði aukist lítillega eða um 400 (alls 2.744 svín). Á árunum 1980 til 1986 varð árleg með- alhækkun framfærslukostnaðar 45.5% og byggingakostnaðar 43.7% en þessi kostnaður er notaður til útreiknings á lánskjaravísitölu, þannig að verðtryggðu lánin hafa hækkað um svipað hlutfall. Hins vegar var árleg hækkun kauptaxta launafólks á sama tíma ekki nema 39%. Á móti kemur að ráðstöfunartekjur á mann jukust um 48.1% á sama tíma. Árið 1950 voru íslendingar 143.973, ár- ið 1970 voru þeir 204.578, árið 1980 voru þeir 229.187 og fimm árum síðar, 1985 voru þeir orðnir 242.089 talsins. (Heimild: Hagtölur mánaðarins) 16

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.