Þjóðlíf - 01.06.1988, Blaðsíða 16

Þjóðlíf - 01.06.1988, Blaðsíða 16
INNLENT Ný þjónusta við bifreiðaeigendur Bílageymsla að Bakkastíg 16, Njarðvík. • Bíll sóttur að flugstöð og skilað stuttu óður en þú kemur aftur. • Þú getur fengið: þvott, bónun, djúphreinsun ó teppum og sœtum, tjöruþvott. • Upplýsingar ó söluskrifstofum Arnarflugs og Flugleiða og ferðaskrifstofum. • Dróttarbíll allan sólarhringinn. S: 985-24418 ALLAR ALMENNAR BÍLAVIÐGERÐIR • Vélastillingar með SUN tölvu. • Tökum bíla í geymslu í lengri eða skemmri tíma. • Varahlutir í ýmsar gerðir bifreiða. Marxisminn Öreigaflokkur íslands stofnaður Nokkur leynd hefur hvflt yfir nýstofnuðum stjórnmálaflokki, „Hinum starfsama Öreiga- flokki ísiands" („The active proleterian Par- ty of Iceland“), sem var stofnaður hér á landi 4.aprfl síðastliðinn. í þessum stjórnmálaflokki eru um 10 með- limir samkvæmt heimildum Þjóðlífs. Flokk- urinn mun vera í tengslum við Fjórða AI- þjóðasambandið, alþjóðasamband Trotsky- ista. Á stefnuskránni er m.a. hefðbundin bylting. Aðalritari flokksins heitir Gunnar Njálsson, tvítugur piltur sem ól aldur sinn í Bandaríkjunum í söfnuði Mormóna. Hann kvaðst hafa yfirgefið mormónatrú 1985 eftir að hafa af eigin raun kynnst kúgun og hræsni í Bandaríkjunum og fundið svarið í alþjóða- hyggju öreiganna byggða á kenningum Trot- skys. Fylkingin,baráttusamtök sósíalista, sem var til skamms tíma starfandi, átti aðild að Fjórða alþjóðasambandinu, en hún hætti starfsemi og flestir meðlimanna gengu til liðs við Alþýðubandalagið. Sumir þeira eru enn í tengslum við aðrar deildir Fjórða alþjóða- sambandsins þrátt fyrir það, en að sögn aðal- ritara Öreigaflokksins, sem Þjóðlífi tókst að hafa upp á, eru þeir ekki í flokki hans. „Við viljum þjóðlega baráttu sem miðast við að- stæður hér á íslandi, virka baráttu sem styðst við marxismann, leninismann, trotskyism- ann, af því að sérstakar aðstæður hér, ný- lendustig íslands gagnvart Bandaríkjunum, krefjast þjóðlegrar baráttu og virkni verka- karla og verkakvenna. Við, Öreigar íslands viljum hafa forystu fyrir þeirri þjóðfélags- byltingu sem kemur á ríkisstjórn verka- manna á íslandi. En flokkur okkar er einnig einstæður vegna þess að hann mun vera eini marxisk leniniski flokkurinn í heiminum sem tekur upp baráttu fyrir mannréttindum homma og lesbía. Við erum að vinna að stefnu og skipulagsskrá fyrir flokkinn og munum verða virkir í september næstkom- andi“, sagði aðalritari nýjasta flokksins, Ör- eigaflokks íslands. -óg Þjóðlífstölur I árslok árið 1986 áttu íslendingar 675.515 kindur en þær höfðu verið 714.371 í árslok 1984. Nautgripir voru 72.686 í árslok 1984 en 71.383 í árslok 1986. Hins vegar hafði alifulgum á þessu tímabili fjölgað úr 302.925 í 309.831. Fjöldi svína hafði aukist lítillega eða um 400 (alls 2.744 svín). Á árunum 1980 til 1986 varð árleg með- alhækkun framfærslukostnaðar 45.5% og byggingakostnaðar 43.7% en þessi kostnaður er notaður til útreiknings á lánskjaravísitölu, þannig að verðtryggðu lánin hafa hækkað um svipað hlutfall. Hins vegar var árleg hækkun kauptaxta launafólks á sama tíma ekki nema 39%. Á móti kemur að ráðstöfunartekjur á mann jukust um 48.1% á sama tíma. Árið 1950 voru íslendingar 143.973, ár- ið 1970 voru þeir 204.578, árið 1980 voru þeir 229.187 og fimm árum síðar, 1985 voru þeir orðnir 242.089 talsins. (Heimild: Hagtölur mánaðarins) 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.