Þjóðlíf - 01.06.1988, Page 18

Þjóðlíf - 01.06.1988, Page 18
INNLENT Uppstokkun framundan Aðeins spurning um tíma Umrœður í gangi um sameiningu þriggja dagblaða Að undanförnu hefur hugmyndin um sam- einingu Tímans, Alþýðubiaðsins og Þjóðvilj- ans fengið byr undir báða vængi. Rekstrar- örðugleikar og væntanleg sameiginleg nýting í vinnslu ýtir undir vangaveltur og umræður aðstandenda biaðanna. — Það er einungis spurning um tíma hvenær blöðin sameinast, sagði taismaður eins blaðanna. Eitt stórt blað úr þessum þremur, blað með 30 til 40 þúsund eintaka dreifingu, þykir vel líklegtur kostur; það myndi þá standa í eðlilegri samkeppnisstöðu við Morgunblað- ið, það myndi verða mun fýsilegri auglýs- ingamiðill en litlu blöðin eru í dag og það er líklegra til að geta staðið utan hinna þröngu hagsmuna flokkanna sem standa að blöðun- um. Hugmyndin um sameiginlegt blað hefur fengið byr undir báða vængi í kjölfar samein- ingar ýmissa þátta með nýju húsnæði á Ár- túnshöfða og í kjölfar þeirra rekstrarörðug- leika sem blöðin hafa átt við að etja að und- anförnu. í dag hafa Alþýðublaðið Þjóðviljinn og Tíminn með sér samvinnu um sameiginlega prentsmiðju, dreifingu að nokkrum hluta en þegar blöðin verða komin upp á Ártúnshöfða munu fleiri rekstrarþætt- ir verða sameiginlegir, því þá kemur sameig- inleg setning til sögunnar og meir og minna sama húsnæði fyrir ritstjórnarskrifstofur. „Jú það er rétt að við höfum verið að ræða þetta í framhaldi af fleiri sameiginlegum þáttum“,sagði Kristinn Finnbogason fram- kvæmdastjóri Tímans í spjalli við Þjóðlíf um þetta mál. „Hann Hallur Páll framkvæmda- stjóri Þjóðviljans var t.d. rétt í þessu að ganga út frá mér og þetta kom til tals“. Ýmislegt er þó talið geta orðið dragbítur á framkvæmdir í málinu. Þannig líta margir flokksmenn á blöðin sem persónupólitíska eign sína og vilja ekki að markaðurinn fái meira um ráðið en þegar er. Og talið er að margir í flokkunum muni gera kröfur um að ráða eftir sem áður ritstjórnarstefnu hins nýja blaðs. Kristinn Finnbogason sagði að hann teldi að sameiginlegt blað gæti vissu- lega orðið sterkara en það væru mörg ljón á veginum; styrkur blaðanna í dag væri misjafn hvað varðaði auglýsingar og áskrifendur og menn vildu vitanlega halda sínum hlut. „Þetta er vissulega mikið hugleitt en er ekki beinlínis á prjónunum í augnablikinu““ sagði Kristinn. „Ég hef ekki gert upp hug minn í þessu máli", sagði Hallur Páll Jónsson á Þjóðvilj- anum, er við inntum hann eftir sameiningu. „Mér skilst að þetta hafi verið rætt í meira en áratug, en það hefur ekki verið farið ofan í saumana á þessu nýlega. Það má vel athuga hvort ekki eigi að nota þessi tímamót, flutn- ingana, til að skoða þetta rækilega." „Á þessu máli eru tvær hliðar: annarsveg- ar sú rekstrarlega og hinsvegar hin pólitíska. Um þá síðarnefndu, hvort flokkarnir vilja þetta get ég ekkert sagt um. Þeir sem að baki blöðunum standa myndu missa nokkuð af sjálfstæði sínu, en þeir myndu líka fá ýmis- legt í staðinn. Ég er ekki í nokkrum vafa um að eitt vinstra blað myndi hafa mun meiri Hallur Páll Jónsson. Má vel athuga hvort ekki ætti að nota þessi tímamót. Kristinn Finnbogason. Þetta er vissulega mikið hugleitt. Ingólfur Margeirsson. Forystumenn flokkanna hafa sjálfir sýnt fram á að svona blaðs er þörf. Aðeins spurning um tíma. 18

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.