Þjóðlíf - 01.06.1988, Blaðsíða 20

Þjóðlíf - 01.06.1988, Blaðsíða 20
INNLENT Leikaraskipti hjá Þjóðleikhúsinu Tveir leikarar hafa sagt upp störfum hjá Þjóðleikhúsinu , þeir Aðalsteinn Bergdal og Örn Árnason Meðal þeirra sem sótt hafa um auglýstar stöður er Pétur Einarsson fyrr- verandi leikhússtjóri með meiru.... Stúdentspróf á Hornbjargi Vitavörðurinn á Hornbjargi Ólafur Þ. Jónsson er maður fróðleiksþyrstur og kappgjarn. Hann hefur verið að dunda sér við það síðustu misseri að lesa námsefni menntaskóla við Fjölbrautaskólann á Sel- fossi. í janúarmánuði sl. komu varðskipsmenn til Hornbjargs með innsiglaðan pappír — það voru fjögur próf, þar af tvö stúdentspróf við menntaskól- ann, sem vitavörðurinn tók undir eftirliti varðskipsmanna. Þess munu vera dæmi að menn hafi tekið próf í fangelsi, en að líkindum mun þetta vera í fyrsta skipti sem slíkt examen er tekið í íslenskum vita. Þann- ig varð Ólafur Þ. Jónsson skipasmiður og vitavörður „róttækur stúdent í sál- fræði“.. Ámundi til Laufdals Sá mikli töframaður Ámundi Ámundason sem hefur staðið fyrir söfnunarátaki fyrir SÁÁ síðustu misseri eftir að hafa komið Alþýðuflokknum inn í ríkisstjórn, mun vera á leiðinni á nýjar slóðir. Hann mun taka að sér ýmiss konar sérverk- efni fyrir veitingajöfurinn Ólaf Laufdal og þá einkum og sér í lacji „eina fimm störnu hótelið á Islandi sem ekki býður upp á gistingu" — Hótel ísland.... Ingólf af stallinum.... Enn eitt félagið, áhugmenn um endurskoðun sagnfræð- innar, hefur barist fyrir því að styttan af Ingólfi Arnarsyni verði fjarlægð af Arnarhóli á þeiri forsendu að hann hafi alls ekki verið fyrsti lands- námsmaðurinn. í stað þeirrar styttu vilja endurskoðunar- sinnarnir að verði reist stytta af Náttfara og hans gersku frú. Hyggjast þeir efna til landsöfn- unar af þessu tilefni og kveð- ast munu berjast hart gegn Ingólfi hinum norska. Innan fé- lagsins eru uppi hugmyndir um að leyfa Ingólfi að vera við ráðhúsið, og eigi styttan að heita „fyrsti ráðríki Reykvík- ingurinn". Gert verði ráð fyrir fleiri ráðríkum Reykvíkingum í hlaðvarpa hússins... Slagur hjá SÁÁ Á aðalfundi SÁÁ á dögunum sló í brýnu milli fylkinga. Kosið var á milli tveggja manna í for- mennsku; Þórarins Tyrfings- sonar og Ingimars H. Ingi- marssonar. Maður sem þátt tók í slagnum kvað Styrktarfé- lag Vogs, marga úr „grasrót“ samtakanna og „Austurstræt- isliðið“ hafa staðið á bakvið Þórarinn en með Ingimar hafi staðið fráfarandi stjórn og stuðningslið hennar, þ.á.m. margir Heimdellingar. Meðal þeirra sem annars féllu við stjórnarkjörið voru Jónas Kristjánsson ritstjóri, Árni Sig- fússon borgarfulltrúi og Ómar Ragnarsson sjónvarpsmaður en meðal þeirra sem náðu kjöri voru Ragnar Aðalsteins- son lögmaður, Árni Samúels- son (bíóhúsaeigandi), Bjarni Ólafsson (í íshöllinni), Björn Einarsson (hjá Vernd), Óli Kr. Sigurðsson (í BP), Grettir Pálsson (meðferðarfulltrúi) og Jón Magnússon lögfræðingur. Kærir íslendinga Það nýjasta sem heyrst hefur um afleiðingar hvalveiðiráð- stefnunnar sem haldin var í Reykjavík sl. vetur er frá Kan- ada. Paul Watson góðkunn- ingi íslendinga ætlar sér að kæra íslensk stjórnvöld fyrir Mannréttindadómstólnum í Haag fyrir að hafa vísað sér úr landi á grundvelli yfirlýsinga sinna.... W Nýjung á Islandi CLASSICA gróðurhús — glerskáli formfagurt — sterkbyggt — dönsk hönnun Allar upplýsingar veitir: Heildversl. SMIÐSHÚS, E. Sigurjónsdóttir, 225 Bessastaðahreppur, sími 51800. Versl. Akurvík, Baldur og Óskar sf., Akureyri. Fellabæ, Egilsstöðum. 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.