Þjóðlíf - 01.06.1988, Side 23

Þjóðlíf - 01.06.1988, Side 23
INNLENT Mótmæli hvalfriðunarmanna hjá stærsta fiskkaupanda í Bandaríkjunum, Long John Silver. íslenskur hvalfriðunarmaður hlekkjaður við byssukjaftinn á hvalbáti. í hættu Strútsaðferðin „Við höfum notað strútsaðferðina í þessu máli í þeirri von að mótmælin annað hvort sofni út af eða að stjórnvöld leggi niður stefn- una án frekari óþæginda", sagði forstöðu- maður stórfyrirtækis í útflutningi í samtali við Þjóðlíf. Heimildamenn í viðskiptalífinu segja að stórfyrirtækin og stofnanirnar hafi með sér ákveðið samráð en það sé ákveðin pólitík hjá þeim að láta ekki neina opinbera gagnrýni á hvalveiðistefnuna í ljósi, því opin- berar yfirlýsingar í þá veru, gætu virkað sem hvati á mótmælendur erlendis. Hins vegar sé þeim mun meira unnið á bak við tjöldin. Pá hefur verið sagt að einn stærsti fisk- kaupandi vestra hafi kippt að sér höndum í viðskiptum við íslendinga vegna áróðursher- ferðar Grænfriðunga. Fagmenn f útflutn- ingsgeiranum segja einnig að hluta af verð- fallinu megi hiklaust rekja til hvalveiðistefn- unnar, þó ekki sé hægt að segja til um hversu mikið hinn neikvæði áróður vegi í verð- myndun á fiskafurðum. Einfaldlega brandari Samkvæmt heimildum Pjóðlífs er fjöldi manna sem vinnur eingöngu við það að skaða viðskiptahagsmuni íslendinga vegna hvalveiðanna — bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu. Ríkisstjórnin hefur brugðist þannig við að ráða auglýsingastofu til gagnróðurs, en heimildamenn Þjóðlífs í Bandaríkjunum segja slíka starfsemi vera aðhlátursefni, og þjóni ekki öðrum tilgangi en peningaaustri úr ríkissjóði Islands. „Að ætla sér að svara með einni lítt þekktri auglýsingastofu áróðri frá 500 náttúruverndarsamtökum með tíu milljón manna meðlimafjölda — er einfald- lega brandari", sagði háttsettur starfsmaður Greenpeace í Bandaríkjunum. 23

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.