Þjóðlíf - 01.06.1988, Page 24
INNLENT
Heimildamenn í Bandaríkjunum segja að
herferðinni gegn hvalveiðum Islendinga hafi
verið hætt árið 1983, þegar alþingi samþykkti
stöðvun hvalveiða. Herferðin hafi ekki byrj-
að aftur fyrr en á sl. ári þegar ljóst varð að
íslensk stjórnvöld ætluðu að hundsa sam-
þykktir Alþjóðahvalveiðiráðsins frá 1987 um
bann við hvalveiðum og samþykkt alþingis
þar um. Þess vegna sé síður en svo hægt að
tala um árangursleysi baráttunnar gegn hval-
veiðum íslendinga, segja þessir heimildar-
menn. Pungin í áróðrinum muni aukast á
næstunni þar til íslendingar hætti veiðunum.
Þetta mál verði ekki leyst á ríkisstjórnar-
plani.
Flestir viðmælendur í útflutningsatvinnu-
vegum kváðu hættuna vera þá að íslensk
stjórnvöld væru að fórna meiri hagsmunum
fyrir minni með stefnu sinni. Þeir kváðu þá
jákvæðu umfjöllun sem íslendingar og allt
sem íslenskt er, hefur fengið með frásögnum
af íþróttaafrekum, bókmenntaafrekum,
skáksigrum og Reagan — Gorbasjoff fund-
inum, hafa haft mjög jákvæð áhrif á markað-
inn. En með stefnu stjórnvalda í hvalveiði-
málum og neikvæðri umfjöllun af þeim
ástæðum erlendis væri þjóðin á góðri leið
með að glata árangrinum af jákvæðu umfjöll-
uninni. Óskar Guðmundsson
Vinnum í kyrrþey
„Sölumiðstöðin hefur varað íslensk stjórn-
völd frá upphafi við afleiðingum þessarar
stefnu. Það bæri að taka meiri hagsmuni
fram yfir minni og þeirri stefnu hefur SH
fylgt allan tírnann", sagði Friðrik Pálsson
forstjóri SH er Þjóðlíf leitaði eftir stefnu SH.
„Við vinnum ekkert opinberlega í þessu máli
og það sem við munum gera, gerum við í
kyrrþey“, sagði Friðrik og varðist frekari
fregna af málinu. -óg
Flugleiðir hafa áhyggjur
— Við höfum orðið varir við mótmæli er-
lendis en það hafa engin tilmæli verið send
frá Flugleiðum um breytta stefnu stjórnvalda
í hvalveiðimálum, en auðvitað hefur fyrir-
tækið áhyggjur af því að svona nokkuð gæti
skaðað hagsmuni fyrirtækisins. Þess vegna
var bréfið skrifað í fyrra, sagði Bogi Ágústs-
son blaðafulltrúi Flugleiða. Hann kvað fyrir-
tækið líta svo á, að það hefði í eitt skipti fyrir
öll tjáð stjórnvöldum áhyggjur sínar vegna
mótmælaaðgerða erlendis. -óg
dociut
sólarplast
IVOFALI og ÞREFALT
FYRIR 6RÓÐURHÚS OG SÓLSKÁLA
Góð einangrun.
doCAjt hefur 50% betri
einangrun en einfalt
gler og er helmingi
léttara.
cJocnjt er úr acryl
plastgleri sem hefur
meiri veðrunarþol en
önnur plastefni.
cJocnjt er einfalt í
uppsetningu með
álprófílum.
U Háborq hf
1^1 Skútuvogi 4
■ !r S: 82140 & 680380
PLAST í PLÖTUM ER OKKAR SÉRGREIN