Þjóðlíf - 01.06.1988, Qupperneq 25
Bretland
Siðgæðis-
ráð gegn
klámi og
ofbeldi
Breski innanrfldsráðherrann, Douglas
Hurd, tilkynnti nýverið um stofnun Siðgæð-
isráðs Ijósvakamiðlanna. Hann sagði í þing-
ræðu að hlutverk ráðsins yrði að standa vörð
um góðan smekk og velsæmi. Hurd tiikynnti
við sama tækifæri að Sir William Rees-Mogg,
ritstjóri The Times í 14 ár, yrði formaður
ráðsins og að auk hans yrðu skipaðir í ráðið
fimm aðrir vitrir og virðulegir borgarar. Sir
Rees-Mogg var þegar falið að afmarka verk-
svið ráðsins og semja starfsreglur þess í sam-
ráði við starfandi ljósvakafyrirtæki í Bret-
landi. Gagnrýnendur óttast vaxandi tilhneig-
ingu til ritskoðunar.
Með stofnun þessa ráðs eru bresk stjórn-
völd ekki endilega að reyna að hafa hömlur á
þeim útvarps- og sjónvarpsfyrirtækjum sem
nú eru starfandi eða að reyna að draga úr
ósiðlegu efni vegna þess að breskum al-
menningi sé ofboðið. Því fer fjarri. Bretar
hafa ekki sýnt merki þess að þeir séu
óánægðir með þær viðmiðanir sem ríkisljós-
vakinn BBC, Samband óháðra sjónvarps-
stöðva, ITV og einkaútvarpsstöðvamar hafa
stuðst við fram til þessa. Stjómvöld óttast
það sem koma skal, — gervitunglasjónvarps-
stöðvamar. Sumir túlka stofnun ráðsins á þá
leið að Margrét Thatcher, forsætisráðherra,
óttist afleiðingar þeirrar ákvörðunar að
fjölga einkaútvarpsstöðvum, afnema einok-
un BBC og ITV á sjónvarpsútsendingum og
koma á frjálsri samkeppni á þessu sviði. Sú
ákvörðun vár að sjálfsögðu í anda þeirrar
framtaks- og fijálshyggju, sem oftast er köll-
uð thatcherismi. Afleiðingamar kunna hins
vegar að bijóta mjög gegn þeirri siðgæðisvit-
ERLENT
und sem breskir íhalds- og aðalsmenn státa
gjarnan af.
Flestir fagna því að yfirvöld ætli að reyna
að spyma við fótum gegn ofbeldisfullu og
klámfengnu sjónvarps- og útvarpsefni. Það
er reiknað með þvf að á næstu fimm til tíu
ámm fjölgi sjónvarpsstöðvum úr fjómm í
fimmtán til tuttugu. Dagskrár þessara stöðva
verða að líkindum misjafnar. Von er á einni
lista- og menningarstöð og einni fréttastöð en
hins vegar er búist við því að flestar þeirra
verði einskonar myndbandaleigur. Fæstir
Bretar em ósammála Sir Rees-Mogg þegar
hann segir að breska þjóðin vilji ekki fá
bandaríska ofbeldismenningu inn á sín heím-
ili og þaðan af síður ítalskar klámmyndir. En
þrátt fyrir þessa einingu um það markmið að
takmarka ofbeldi og klám í útvarpi og sjón-
varpi þá hefur stofnun Siðgæðisráðsins og
skipun Sir Rees-Mogg verið harðlega gagn-
rýnd.
Gagnrýnin á Sir Rees-Mogg er tvíþætt. í
25