Þjóðlíf - 01.06.1988, Qupperneq 26
ERLENT
fyrsta lagi þykir hann einstrengingslegur í
afstöðu sinni til siðgæðismála og siðmenn-
ingar. Hann hefur t.d. oft lýst því yfir að
popp- og rokktónlist sé ekki mannbætandi.
Hann gerir einnig afdráttarlausan greinar-
mun á æðri og óæðri menningu. í öðru lagi
þykir mörgum hann vera fullur valdhroka. í
því sambandi hefur oftast verið sagt frá því
að þegar hann var varaformaður útvarpsráðs
BBC krafðist hann eitt sinn þess að tiltekinn
sjónvarpsþáttur um Norður-írland yrði ekki
sýndur. Þegar yfir lauk viðurkenndi hann að
hann hefði ekki séð viðkomandi þátt.
Það er einmitt þessi lítilsvirðing sem Sir
Rees-Mogg sýndi sjálfræði fréttamanna og
frjálsri fjölmiðlun, sem vakið hefur ótta
margra um að Siðgæðisráðið fari að ritskoða
efni. Aðspurður svaraði Sir Rees-Mogg því
til að ekki kæmi til þess að ráðið skoðaði
einstaka þætti áður en þeir yrðu sendir út eða
að það bannaði útsendingu þeirra, nema
ljósvakafyrirtækin sýndu lítinn áhuga á sam-
starfi. Þessi orð hans eru túlkuð á þann veg
að ef hann komist ekki að viðunandi sam-
komulagi við stöðvarnar um hlutverk,
valdssvið og starfsreglur ráðsins, muni hann
tilkynna forsætisráðherra það að hann telji
að ráðið geti ekki gegnt hlutverki sínu án
heimildar til ritskoðunar af einhverju tagi.
Margir telja líklegt að við þær aðstæður verði
ráðinu veitt ritskoðunarvald.
Talsmönnum allra ljósvakamiðla í Bret-
landi þykir þetta hið versta mál og stjórnar-
andstaðan hefur fordæmt stofnun ráðsins.
Stjórnarandstöðunni þykir sú hætta yfirvof-
andi að þegar stofnun á borð við Siðgæðis-
ráðið hafi ritskoðunarkrumlu á hálsi miðl-
anna geti henni verið beitt í fleiri tilfellum en
þegar um gróft ofbeldi eða klám verði að
ræða. Hún segir að erfitt geti reynst að
greina á milli siðlegs og ósiðlegs og að póli-
tískt efni geti verið bannað á forsendum sið-
leysis. í hugum Breta er þessi möguleiki mun
raunverulegri en fyrir marga aðra vegna
ástandsins á Norður-írlandi.
Bresk stjórnvöld hafa á undanförnum ár-
um aukið bein afskipti sín af útsendu út-
varps- og sjónvarpsefni. Má í því sambandi
nefna að innanríkisráðherra hefur á síðustu
þremur árum komið í veg fyrir sýningar á
þremur þáttum um Norður-írland og einum
um breska njósnagervitunglið Sircon.
Stjórnarandstaðan óttast því að með stofnun
ráðsins séu yfirvöld að tryggja sér enn frekari
áhrif á það hvaða efni ljósvakamiðlarnir
sendi út.
Það verður athyglisvert að fylgjast með því
hvernig þetta Siðgæðisráð þróast og hvort
samkomulag tekst milli þessarar stjórnskip-
uðu stofnunar og frjálsra fjölmiðla. Einnig
verður gaman að sjá hvort ráðið verður
gapastokkur ritfrelsis eða raunverulegt tæki í
baráttunni gegn mannskemmandi áhrifum
sjónvarps og útvarps.
Ásgeir Friðgeirsson/Lundúnum
Lenin ræðir málin 1919
Lenín í endurskoðun
í allri þeirri upprifjun og vangaveltum
sem nú eiga sér stað í Sovétríkjunum,
mati og endurmati á mönnum og málefn-
um , er nú komið að sjálfum hugmynda-
föðurnum, Lenín.
Eins og kunnugt er hafa flestir leiðtog-
ar Sovétríkjanna þeir Brésnjeff, Krústjoff
og Stalín orðið harkalega fyrir barðinu á
sögurýni í Sovétríkjunum, og deilur stað-
ið um hlut þessara manna í þjóðfélags-
glæpum og — þróuninni síðustu 70 árin.
Yfirleitt hafa menn þó orðið sammála í
opinberri umræðu að af þessum 70 árum
hafi þau fyrstu fimm, stjórnarár Leníns
verið hafin yfir gagnrýni. En nýjustu
fregnir herma að Lenín sé líka orðinn
umdeildur eystra.
Valdhafarnir halda þó áfram að vitna
til almátka Leníns til réttlætingar gjörð-
um sínum og miðstjórn flokksins vitnaði
til hans í síðasta mánuði; grunvallarreglur
Lenins hefðu verið brotnar en flokkurinn
vildi útiloka slíkt í framtíðinni. Dæmi:
Lenín fordæmdi myndun skoðanahópa
innan flokksins en var jafnframt harka-
lega andvígur hvers konar ofsóknum
gegn félögum sem voru á annarri skoðun
en flokkslínunni, sagði í áliti miðstjórnar-
innar. Þetta mun eiga að tákna t.d. það,
að Boris Jelzin, sem missti völd sín sl.
vetur megi ekki safna hóp skoðana-
bræðra í kringum sig, en hann verði held-
ur ekki settur í fangelsi.
Svipuðum tilgangi átti að þjóna upp-
rifjun miðstjórnarinnar í Lenín um „ öll
völd til ráðanna“ (sovétanna ), — að í
ráðunum hefði Lenín séð pólitíska
blómgun sósíalismans og þess vegna ættu
þau að draga til sín pólitískt vald í efna-
hagsmálum, menningarmálum, félags-
málum o.s. frv. Þetta átti að vera með
tilvísun til þess að þegar ráðin tækju
ákvarðanir um þjóðernismál í Armeníu,
þá gæti flokkurinn ekki einfaldlega
hnekkt slíkri ákvörðun. Hins vegar hefur
þetta „ráða vald“, sovétavald ekki verið
marktækt allt frá októberbyltingunni 1918
nema þegar flokknum, ríkisvaldinu
þóknaðist.
Þannig hefur mönnum tekist að túlka
Lenín út og suður, með og á móti en
ævinlega með því að halda í heiðri nafni
hans. Og nú er farið að tala um lýðræðis-
byltingu, Peestrojku í nafni hans. En nú
er einnig komið að því að hreyfa gagnrýni
á Lenín. Jurij Afanasjev prófessor sem
kosinn var á flokksþingið, en flokksvélin
reyndi að hafna, segir: „Lenín er engan
veginn neitt tabú. Ég tel að sagnfræðing-
ar okkar ættu að skoða Lenín í viðara
samhengi en hingað til; líf hans og verk,
tilaðmynda hinn efagjarna, mótsagna-
kennda Lenín. Lem'n sem var oft á villigöt-
um, loks Lenín sem leitaði að svörum og
fann ekki, ekki síst á síðustu æviárum“.,
Og það er vitnað til þess að Lenín hafi á
dánarbeði sínum kveinkað sér undan Sta-
lín og sakað sjálfan sig um mistök: „Ég er
hræddur um að ég hafi gerst sekur við
verkalýð Rússlands..“
I maíhefti tímaritsins „Nowy mir“ segir
þjóðhagfræðingurinn Seljunin að útrým-
ing kúlakanna, sé ekki Stalín að kennna,
heldur megi rekja til stríðskommúnisma
Leníns 1918. Mörg fleiri dæmi eru til-
greind sem sýna fram á að sovéskir fræði-
menn eru teknir að hrófla við helgimynd-
inni.
Spiegel/—óg
26