Þjóðlíf - 01.06.1988, Síða 27
ERLENT
Vestur-Þýskaland
Hægri
öfgamönnum
eykst fylgi
Vaxandi fylgi hægri sinnaðra öfgahópa í V-
Þýskalandi þykir benda til meinsemda í þjóð-
félaginu sem snúast þurfi gegn.
í marsmánuði síðastliðnum voru haldnar
fylkiskosningar í syðsta fylki Vestur-Þýska-
lands, Baden-Wúrtemberg. í þessu fylki
hafa hægrimenn, Kristilegir demókratar,
ávallt átt miklu fylgi að fagna og voru þessar
kosningar engin undantekning frá því.
Héldu Kristilegir hreinum meirihluta í fylk-
inu þrátt fyrir að þeir töpuðu þó nokkru
fyigi-
Mesta athygli í þessum fylkiskosningum
vakti hins vegar fylgisaukning ýmissa smá-
flokka yst á hægri væng stjórnmálanna.
Hlutu þessir flokkar samtals tæplega fimm
prósent atkvæða og má með nokkrum sanni
telja þá „sigurvegara kosninganna".
En lítum fyrst á úrslit kosninganna 20.
mars síðastliðinn: Kristilegir demókratar
(CDU) hlutu 49,1 prósent atkvæða (töpuðu
2,8 prósentum), frjálsir demókratar (FDP)
hlutu 5,9 prósent (töpuðu 1,3 prósentum),
jafnaðarmenn (SPD) 32 prósent (töpuðu 0,4
prósentum) og græningjar 7,9 prósent (töp-
uðu 0,1). Smáflokkarnir fengu því 5,1 prós-
ent atkvæða nú en einungis hálft prósent við
kosningarnar 1984.
Þeir smáflokkar sem nú unnu til sín mest
fylgi eru öfgasinnaðir hægriflokkar, Stærstur
þeirra er Þjóðernissinnaflokkurinn, NPD
(Nationale Partei Deutschlands) með 2,1
prósent. Nafn þess flokks þykir minna
óþægilega á nasistaflokkinn gamla, NSDAP.
Annar mjög hægrisinnaður flokkur sem hlaut
fylgi í Baden-Wúrtemberg nú heitir Repu-
biikaner eða Lýðveldisflokkurinn. Hlaut
hann um eitt prósent atkvæða. Þriðji hægri-
sinnaði smáflokkurinn, sem hlaut nokkurn
stuðning í Baden-Wúrtemberg var flokkur
borgaralega sinnaðra náttúruverndar-
manna, ÖDP (Ökologische Partei Deut-
schlands). Hlaut hann tæpt eitt og hálft prós-
ent atkvæða.
Ymsar ástæður hafa verið nefndar fyrir
fylgisaukningu hinna hægrisinnuðu smá-
flokka. Talið er víst, að þeir hafi notið stuðn-
ings bænda, sem löngum hafa fylgt kristileg-
um demókrötum að málum, en eru nú
óánægðir með sinn hlut í þjóðfélaginu.
Sömuleiðis er atvinnuleysi nefnt sem skýring
á fylgisaukningu smáflokkanna. Og síðast en
ekki síst: Útlendingahatur.
Á stefnuskrá Þjóðernissinnaflokksins í
Baden-Wúrtemberg voru eftirfarandi mál:
Algjör stöðvun á straumi erlends verkafólks
til landsins, aldrei kosningaréttur handa út-
lendingum, engir flóttamenn frá Asíu, minni
hjálp við þróunarlöndin og gagnrýni á land-
búnaðarpólitík Evrópubandalagsins.
Talsmenn Þjóðernissinna fullyrða sí og æ,
að þeir eigi ekkert skylt við nasista. Ekki
vilja þó allir trúa því. Andstaða við útlend-
ingahatur er gífurleg í Vestur-Þýskalandi,
sérstaklega meðal ungs fólks. Fjölfaldaðir
hafa verið límmiðar eins og „Alle sind Aus-
lander — fast úberall" (Allir eru útlendingar
— næstum því allsstaðar) og seldir í stórum
upplögum.
Lothar Spáth, forsætisráðherra Baden-
Wurtemberg. Hélt meirihlutanum en
tapaði fylgi til öfgamanna.
I sjónvarpsumræðum eftir kosningarnar í
Baden-Wúrtemberg vildi Helmut Kohl,
kanslari landsins lítið gera úr árangri öfga-
mannanna. Hann benti á, eins og þýskir
hægrimenn hafa áður gert, að öfgamenn eigi
sér enn meiri stuðning annarsstaðar, til
dæmis í Frakklandi. Samt getur hann ekki
hrakið þá staðreynd, að öfgamönnum virðist
stöðugt vaxa ásmegin á ný í Vestur-Þýska-
landi. í fylkiskosningum í Bayern 1986 hlutu
öfgamenn 3 prósent, í Bremen á síðasta ári
hlutu þeir 3,4 prósent. Þetta þykir mörgum
alvarlegt umhugsunarefni, og nægir sú stað-
reynd ein til að vekja ugg með mönnum, að
1928 — einungis fimm árum fyrir valdatöku
sína — hafði Þýski nasistaflokkurinn enn
aðeins 2,2 prósent atkvæða.
Auðvitað óttast það enginn, að hægri
öfgamenn eigi eftir að seilast til verulegra
áhrifa í Vestur-Þýskalandi á næstu árum.
Hins vegar þykir ýmsum sem árangur þeirra
nú sé alvarleg vísbending um hugsanlegar
meinsemdir í þjóðfélaginu, sem vinna verði á
— og það fyrr en síðar.
Einar Heimisson / Freiburg
PIZZA
BIGGA BAR
pantaðu.
Sendum heim
á c.a. 30. mínútum
Við höfum yfir 100
tegundir af pizzum og
getum gert fleiri ef þú vilt.
Veldu þína eigin pizzu — þú
átt það skilið.
BIGGA BAR
Tryggvagötu 18 (viö
Akraborgarplaniö).
Sími 28060.
27