Þjóðlíf - 01.06.1988, Side 30

Þjóðlíf - 01.06.1988, Side 30
ERLENT Ný táningastjarna Ný bresk kvikmynd, „Wish you were here“, segir frá Lindu, 16 ára gamalli stúlku sem er hinn mesti orðhákur, kynþokkafull og hefur bernskan áhuga á karlkyninu. Hún á í mestu vandræðum með að halda sér í vinnu og er uppi á sjötta ára- tugnum. Kvikmyndin fær hina bestu dóma, sem og leikkonan, Emily Llod 18 ára gömul sem er orðin stjarna táninga. Og nú er hún komin til Bandaríkjanna þar sem á að reyna að fá þar- lenda unglinga til að aðhyllast nýtt goð . . . Le Pen í vanda Á árlegu sígaunamóti í Frakk- landi nýverið mætti óvæntur gestur, Jean-Marie Le Pen leiðtogi hinnar alræmdu Þjóð- fylkingar, Front National á stað- inn til að sýna fram á að ýmsar hliðar væru á útlendingahatri því sem hann og flokkur hans eru sakaðir um. En áróðursbragðið misheppnaðist. Þegar Le Pen sem kvaðst koma „í boði forseta sígauna", mætti á staðinn lenti hann ásamt fjölmiðlafólki í skírn- arathöfn í kirkju. Klerkurinn horfði mjög til hægri sinnanna, og þegar kom að blessun barns- ins, bætti prestur við nokkrum orðum til barnsins frá eigin brjósti: „Ég bið þess, að þú verð- ir aldrei kynþáttahatari". Og þegar söfnuðurinn klappaði fyrir þessum orðum kom til handal- ögmála milli kirkjugestanna og hægri mannanna. Le Pen var ekki í neinum vafa um það hverj- ir hefðu átt sök á átökunum: „Þetta var sjónvarpsmönnum og Ijósmyndurum að kenna“. Emily Lloyd í hlutverki sínu í bresku myndinni. Tvífarabransinn Stofnuð hefur verið í Berlín sér- stök þjónusta með tvífara. Þeir sem vilja t.d.fá Rod Stewart í afmælisveisluna sína, þurfa að greiða rúmlega 50 þúsund krónur fyrir, en tennisstörnur eins og Boris Becker eða Steffi Graf kosta helmingi meira. Fyrirtækið sem býður þessa Tvífarar Michael Jackson, Sue Ellen og Steffi Grafs. þjónustu hefur á að skipa 22 karltvíförum og 15 kventvíför- um og eiga fullt í fangi með að anna eftirspurn. Tvífararnir gegna annars hinum ýmsu störfum í þjóðfélaginu, stað- gengill Dawid Bowie er há- skólakennari.Michael Jackson dansari, Charles Bronson bísn- issmaður, Sue Ellen afgreiðslu- stúlka og Steffi Graf lifir af at- vinnuleysisbótum — enn sem komið er. Svíar um hríð unnið að því að breyta reglum sínum um gæsluvarðhald eftir að hafa fengið gagnrýni frá mannréttindadómstólnum fyrir að varðhaldsvist sé yfirleitt alltof löng. Fjórði umvöndunarþátturinn og hinn víð- asti er að margar mikilvægar lagagreinar séu alltof almennt orðaðar og óljósar. Hér hefur sérstaklega verið bent á lög um nauðungar- vistun barna sem víti til varnaðar. Lögin þykja vægast sagt óljós í sínum mikilvægasta hluta þ.e. hvenær líta beri svo á að barn skaðist af að dvelja í foreldrahúsum. Ekki er nema um ár síðan þessi þáttur sænsks þjóð- lífs var mikið ræddur í evrópskum blöðum og töluðu t.a.m. þýsk blöð um Svíþjóð sem „barna-Gulag“ eftir þekktri sovéskri fyrir- mynd. Þá hafa allnokkrir sjónvarpsþættir hér farið í saumana á einstökum tilfellum og oft þóst finna dæmi um ógnvekjandi kæru- leysi og geðþóttaákvarðanir hinna félagslegu yfirvalda. Er að sjálfsögðu ógaman er svo virðist sem einstakir skriffinnar hafi getað stíað sundur foreldrum og börnum á grund- velli skoðana foreldranna. Hafa ýmsir held- ur skuggalegir náungar reynt að slá sig til riddara í tengslum við þessi mál. Þannig tókst manni að nafni Arne Imsen, sem er prestur hinnar kristnu Maranatahreyfingar, að fá mikla auglýsingu og umtal er hann kerfisbundið aðstoðaði fólk við að fela sig og börn sín er stía átti þeim sundur. Imsen þessi er annars hvað þekktastur fyrir að hvetja samkynhneigt fólk til að svipta sig lífi þar eð það sé viðurstyggð í augum drottins. Skoðanir hans á barnaupp- eldi eru einnig frekar sérstæðar og var hann fyrir nokkrum dögum dæmdur til nokkurra sekta fyrir að hafa í útvarpsþáttum hvatt fólk til að berja börn sín „í samræmi við heilaga ritningu". Kveðst hann ótrauður ætla að halda fram þeim boðskap sínum hvað svo sem mannanna dómum líði. Hér séu orð guðs mikilvægari. Önnur lög sem þykja of óljós eru þau sem að snúa að umhverfisvernd, en þau þykja illbrúkleg sökum sönnunarerfiðleika og vægra refsinga þó sekt sé sönnuð. Má gera ráð fyrir breytingum hér í kjölfar þeirrar mengunar sem nú er að drepa allt sjávarlíf í Eyrarsundi og við vesturströnd Svíþjóðar. Eins og fram hefur komið hér að ofan má rekja mikið af þessari gagnrýni og því endur- mati á eigin ágæti sem sænskt réttarkerfi gengur nú í gegnum, til rannsóknarinnar á Palme morðinu. Virðist svo sem hið algera virðingarleysi er Hans Holmér sýndi réttind- um sakborninga hafi verið dropinn sem fyllti mælinn. En það er svo tilefni til bakþanka hvort svo hefði einnig orðið ef honum hefði tekist að leysa gátuna. Eða hefðum við þá fengið að heyra raddir um nauðsyn þess að beita engum vettlingatökum í viðureign við afbrotamenn? Hefði Hans Holmér þá verið hinn nauðsynlegi „sterki maður“? Lundi 31.5.1988/lngólfur V. Gíslason 30

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.