Þjóðlíf - 01.06.1988, Side 33

Þjóðlíf - 01.06.1988, Side 33
MENNING Enginn hafði áður sinnt söfnun á kynfærum af íslenskum karlspendýrum, segir forstöðumaður Hins íslenska reðursafns. eiga húsnæði til að hýsa erlenda tófuvini og halda vísindaráðstefnur. Merkjasala og annað skrum á ekki við okkur. Við gáfum út merki og eru stuðnings- menn sæmdir því. Okkar skjöldur skal vera hreinn. Eftir tvö ár er svo ætlunin að gefa út bók í fjáröflunarskyni. Það verður saga tófunnar á íslandi. Þannig getur félagið hagnast á heiðarlegan hátt til styrktar skjólstæðingum sínum. Við erum í sambandi við sambærileg félög á Norðurlöndum, Bretlandi og S-Ameríku til að sýna að þetta er alvöru félag og að læra baráttuaðfeðir. Þetta samband fer fram á latínu, esperantó og íslensku þegar við á. Tófan hefur þó ekki haft beinan hag af þessu ennþá.“ Þið hafið ekki fengið rauðan dag í dagatal- ið ennþá, er það? „Nei, en auðvitað kemur að því að 6. júní verður almennur frídagur, helgaður tófunni og þá munu hlutaðeigandi ráðuneyti fela okkur mótun samkomuhalds. En í eðli sínu er barátta H.Í.T. framtíðarbarátta og við sigrum ekki með áhlaupi. Við erum rólyndir íhaldsmenn og trúum á hægfara hugarfars- breytingu. í upphafi gengu 60 menn í félagið og þeim hefur ekki fjölgað mikið síðan. Þetta er rjóminn af gáfumönnum þjóðarinnar, og sýnir að við leggjum mikið upp úr gæðum. Þessir menn eru úr öllum starfsstéttum svo við höfum aðgang að allri þekkingu í land- inu.“ Svona valdamikið félag hlýtur að hafa heiðursfélaga? „Ekki eins og er, en það á að útnefna einn í haust en hirðskáld höfðum við sem notaði skáldanafnið Refur bóndi, en hann er lát- inn.“ Ráðið þið ekki yfir geysilegum heimildum um sögu tófunnar á íslandi? „Vissulega. Mikill hluti tíu ára sögu félags- ins hefur farið í rannsóknir á sambandi tófu og þjóðar frá upphafi til okkar daga. Eins og allir vita eru mörg verndarfélög starfandi og við höfum sérstaklega stutt fuglavinafélög því efling fuglalífs auðveldar mjög fæðuöflun tófunnar. Einnig erum við á móti rjúpnadrápi.“ Þið eruð í rauninni að bregöast við öfgum í samfélaginu. „Já einmitt og sauðkindin og landát henn- ar er dæmi um slíkt en loksins núna hefur verið mótuð vitræn landbúnaðarstefna vegna áróðurs okkar; framtíðin er björt og heilagleiki sauðfjár á undanhaldi. Þetta end- ar þannig að sauðfé gengur sjálfala á fjöllum allt árið. Þannig fær tófan viðunandi lífsskil- yrði hér á landi og verður friðuð. Það sem háir okkur er eilífur tímaskortur í þessu vinnusama þjóðfélagi okkar, en þetta kemur allt. Ég vil hvetja grenjaskyttur til að leggja niður vopnin og iðju þeirra á að banna og nema úr gildi lög um veiðilaun. Þessu þarf svo að fylgja eftir með hörkulegum lögreglu- aðgerðum.“ Á meðan Sigurður talar hef ég skoðað vinnuherbergi hans; rennt augum yfir bóka- kili á spænsku og ensku. Þessar bækur tengj- ast daglegum störfum hans, sögu Mexico og S-Ameríku. En þarna er fleira, krukkur í hillum og furðulega löguð skinn og stautar um alla veggi og ég ákveð að spyrja hvort þarna séu tófur í ýmsu líkamsástandi. „Ha, ha, ha,“ hlær gestgjafi okkar svo undir tekur í húsinu, loks heyrast orð á milli hlátranna. „Nei vinur minn, þetta er Hið íslenska reð- ursafn.“ Er hægt að safna því líka? spyr ég granda- laus. „Ég er nú hræddur um það. Þessi söfnun hófst fyrir fjórtán árum þó hugmyndin sé frá bernskudögum mínum og að baki liggja margvísleg rök. Bæði þessi áhugamál mín eru náttúrufræðilegs eðlis og ekki má gleyma fyrirferð þessa líffæris í mannkynssögunni og bókmenntum og listum. Þegar ég var að móta minn safnaraferil kom margt til greina og að safna kynfærum af íslenskum karlspen- dýrum var svið sem enginn hafði sinnt. Auk þess var ég orðinn of gamall til að sinna bóka-, auð- eða frímerkjasöfnun, en með þessu móti get ég eignast fullkomið safn.“ Varstu ekkert hræddur, því nú flokkast þetta undir feimnismál. „Tepruskapur hvarflaði aldrei að mér enda er ég ekki viðkvæmur fyrir áliti annarra þó vissulega hafi ég heyrt undarlegar skoð- anir á þessu. Svo voru mér sendar fjórar sútaðar nauts- sinar en vissi þá ekkert um meðhöndlun slíkra hluta til geymslu. Þrjár gaf ég vinum mínum í jólagjöf en einni hélt ég fyrir sjálfan mig og varð hún grundvöllur safnsins. Einn þessara félaga minna þorði aldrei að taka utan af pakkanum og mörgum árum síðar fargaði hann innihaldinu af einhverri blygð- 33

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.