Þjóðlíf - 01.06.1988, Page 45

Þjóðlíf - 01.06.1988, Page 45
MENNING Að vera tónlistinni trúr Árið 1983 fór Gunnsteinn með 40 manna kór MK og 20 manna hljómsveit í hljómleika- ferð til Danmerkur, sem flutti m.a. verk eftir stjórnandann. Á myndinni sést Gunnstein stjórna kórnum í Óðinsvéum. (Mynd Pétur Már) Einn efnilegasti tónlistarmaður íslendinga er óefað Gunnsteinn Ólafsson. f fjögur ár stundaði hann nám í tónsmíðum í Búdapest í Ungverjalandi, en er nú við nám hér í Frei- burg. Hann er 25 ára Kópavogsbúi, en ættað- ur frá Siglufirði og Hellissandi, sonur hjón- anna Áslaugar Gunnsteinsdóttur og Ólafs Jens Péturssonar. Ferill Gunnsteins er á margan hátt mjög óvenjulegur. Hann byrjaði til dæmis mjög ungur að semja tónverk. „Ég samdi lög til að eiga auðveldara með að læra ljóðin í skólan- um. Var líklega tíu ára þegar ég samdi það fyrsta. Hins vegar fór ég ekki að taka veru- lega skipulega á þessum hlutum fyrr en ég komst til Jóns Ásgeirssonar í einkatíma, 16 ára gamall. Áður hafði þetta verið hálfgert pukur hjá mér en hjá Jóni kynntist ég fyrst raunverulega tjáningarkrafti tónlistarinnar; hún var allt í einu orðin eitthvað stórkost- legt. Það að komast til Jónas Ásgeirssonar skipti sköpum fyrir mig. Gunnsteinn var ráðinn stjórnandi Kórs Menntaskólans í Kópavogi, 17 ára gamall, þá nemandi í öðrum bekk skólans. Er það ef- laust einsdæmi á Islandi, að svo ungur maður taki að sér slíkt verkefni. Hann stjórnaði kórnum í fjögur ár og skildi við hann með tónleikaferð til Danmerkur, sumarið 1983. í þeirri ferð var flutt messa fyrir einsöngvara, kór og hljómsveit eftir Haydn og tónverk eftir Gunnstein sjálfan, meðal þeirra verk við ljóð Jónasar Hallgrímssonar, Ferðalok. „Ég lauk við Ferðalok á miðvikudegi og Uftarkæfa Kjötbúðingur Nautakjöt KinrJakjöt í karrý l! Kjötbúðingur ureyrí. S. 96-21400. VEISLAIHVERRIDOS i ferðalagínu, í sumarbústaðnum eða í eldhúsinu heíma. 45

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.