Þjóðlíf - 01.06.1988, Blaðsíða 52
hluta kemur til með að valda stóraukinni
tíðni frumubreytinga í húð manna, sem lýsir
sér síðan í húðkrabbameini. Húðkrabba-
mein, sem er bráðdrepandi, á eftir að stór-
aukast á næstu áratugum, sérstaklega á
Norðurlöndum þar sem menn eru ekki vanir
sólböðum. Útfjólubláir geislar eru t.d. not-
aðir í dag í matvælaiðnaði til sótthreinsunar.
Akurnesingar leystu vandamálið með svart-
bakaskít og sóttkveikjur í drykkjarvatni með
því að geisla vatnið úr Berjadalsá með út-
fjólubláum geislum og drekka nú sér að
skaðlausu blöndu af vatni og fugladriti. Út-
fjólubláir geislar geta þannig verið nytsamir,
en það liggur í augum uppi að það ógnar öllu
lífi á jörðinni að verða fyrir ótakmarkaðri
geislun af þessu tagi. Maður þorir ekki að
hugsa það til enda hvað gæti gerst ef útfjólu-
blá geislun dræpi þörungagróður heimshaf-
anna.
Annar hlutur er vaxandi mengun koltví-
sýrings (C02). Koltvísýringur hefur þá eig-
inleika að endurvarpa infrarauðri geislun.
Geislajafnvægi jarðar byggir á því að jafn-
vægi sé milli inngeislunar frá sólinni og út-
geislun jarðar. Ef þetta jafnvægi raskast hitn-
ar eða kólnar á jörðinni. Iðnaðarmengun,
sem felur í sér að kolefni, s.s. olíu og bensíni
er brennt, eykur magn koltvísýrings í and-
rúmsloftinu. Koltvísýringurinn síðan hindr-
ar kælingu jarðar, þ.e. útgeislun infrarauðra
geisla. Pað er því hætta á að jörðin hitni. Þó
það geti verið þægilegt að hugsa til þess
þegar norðanstormur beljar fyrir utan glugg-
ann að ef til vill eigi eftir að hlýna verulega,
þá getur slíkt haft mjög afdrifaríkar afleið-
ingar. Veðurfarskerfi geta flutst til, blómleg
landbúnaðarsvæði orðið eyðimerkur og yfir-
borð heimshafanna gæti hækkað vegna
bráðnunar jökla og hitaþenslu sjávar. Þetta
gæti þýtt að stór þéttbýlissvæði færu undir
Borgarís er mjög algeng-
ur umhverfis Suðurskauts-
landið. Að jafnaði eru borg-
arísjakar 200-300 m þykkir,
og geta orðið mjög stórir.
Sá stærsti sem mælst hefur
var 32.000 ferkílómetrar,
eða næstum fjórum sinnum
stærri að flatarmáli en sjálf-
ur Vatnajökuil! Á síðasta ári
losnaði stór borgarísjaki úr
Weddel ísbreiðunni og
sigldi af stað mót Suðuratl-
antshafi. Á ísjakanum sátu
tvær rannsóknarstöðvar
sem þurfti að yfirgefa í snar-
hasti.
UMHVERFI
sjó. Ein afleiðing væri hrun fasteignaverðs í
miðborg Reykjavíkur, önnur væri að lönd
eins og Bangladesh með yfir 100 milljón íbúa
færu á kaf meira og minna.
— Er heimsendir sem sagt yfirvofandi?
— Þetta hljómar trúlega eins og einhver
heimsendaspá, en menn verða einfaldlega
að horfast í augu við umfang mengunarvand-
ans. Það er einn hlutur að í dag geta menn
eytt heiminum 15 sinnum með kjarnorku-
vopnastríði, en hitt er að verða æ augljósara
að menn eru á góðri leið með að útrýma lífi á
jörðinni með mengun og tillitsleysi við nátt-
úruna. Náttúruvernd verður mál málanna í
framtíðinni — það ættu stjórnmálaflokkarn-
ir að hafa hugfast ef þeir ætla sér einhverja
framtíð.
— Ekki er nú bjart yfir þessu hjá þér.
Verða menn þunglyndir á Suðurskautsland-
inu?
— Ekki held ég nú sé hægt að setja það
upp sem neina almenna reglu. Hitt er annað
mál að áreiðanlega kemur enginn samur
maður frá langri dvöl þarna. Maður fær að
mörgu leyti nýtt sjónarhorn á tilveruna. Það
sem virtist svo mikilvægt áður verður óend-
anlega smátt og lítilsvirði meðan aðrir þættir
tilverunnar öðlast nýtt mikilvægi. Þessi
hreina og ósnortna náttúra opnar augu
manns fyrir því hvernig maðurinn hefur leik-
ið umhverfi sitt. Evrópa er á góðri leið með
að kafna í eigin skít og það sem verra er, það
virðist vera fárra áhyggjuefni. Náttúrufar
þarna er líka ofsafengið og maður verður sér
meðvitaður um smæð sína þegar slíkir stor-
mar geisa dögum saman að ekkert er unnt að
gera annað en halda sér. Þó maður sé Islend-
ingur og telji sig þekkja ósnerta náttúru og
geta spjarað sig hvernig sem viðrar, þá fyllist
maður heilagleika gagnvart náttúruöflunum
þar suður frá. Að liggja í tjaldi þegar fárviðri
geisar og verða vitni að því að 40 kg. þungir
steinar fjúki, já þá verður manni fullljóst
hver ræður ferðinni.
Dýralíf svæðisins er líka mikil opinberun.
Rándýr eru þarna engin og dýr svæðisins
hafa enn ekki lært að óttast manninn. Mör-
gæsir eru þarna í milljónatali og voru hinar
forvitnustu um hagi þessara aðkomufugla en
sjálfsagt hafa þær einfaldlega litið á okkur
sem óvanalega stórar gæsir. Ein þeirra tók
sig meira að segja til og vappaði til mín og
lagði steinvölu við fætur mér en þannig fara
þeirra bónorð fram. Ég neyddist nú til að
hafna boðinu og sjálfsagt situr hún nú á
klettasyllu, starir til hafs og tregar sína stóru
ást, gæsina miklu að norðan.
— Ætlar þú að láta hana bíða lengi?
— Ja ég fer aftur á Suðurskautslandið
næsta vetur með stórum sænskum leiðangri
og hver veit nema enn frekara framhald
verði á rannsóknunum. Svo mikið er víst að
ég vona það, sagði Ólafur Ingólfsson að lok-
um.
Lundi 1988/Ingólfur V. Gíslason
Suðurskautið sa
Sjö ríki gera landakröfur á Suðurskauts-
landinu. 1959 tókst ríkisstjórn Bandaríkj-
anna að fá til ráðstefnu þær þjóðir er
tveimur árum áður, á alþjóða jarðeðlis-
fræðiárinu voru virkar á Suðurskauts-
landinu. Þar voru lögð drög að hinum
merka Suðurskautssáttmála er síðan var
staðfestur 1961. Samkvæmt honum féllust
allar þær þjóðir er landakröfur gera á að
„frysta" þær. Hér er rétt að hafa í huga að
hvorugt risaveldanna gera kröfur á Suð-
urskautslandið né viðurkenna kröfur
annarra þjóða. Auk landakröfufrystingar
er sáttmálinn mikilvægur frá tveim öðr-
um sjónarhornum. Annarsvegar gerir
hann svæðið alþjóðlegt og tryggir réttinn
til frjálsrar rannsóknarstarfsemi á svæð-
inu. Hins vegar er svæðið laust við hertól
og er stærsta kjarnorkuvopnalausa svæði
jarðar.
Sérstaða Suðurskautssáttmálans felst í
að það er í raun eini alþjóðasáttmálinn
sem setur vísindarannsóknir í fyrsta sæti
en spyrnir fótum gegn efnahagslegum og
hernaðarlegum (stórpólitískum) hags-
52