Þjóðlíf - 01.06.1988, Page 54

Þjóðlíf - 01.06.1988, Page 54
UMHVERFI Vantar hreinsibúnað á bílana Blýlausa bensínið einungis fyrsta skrefið Fyrir slysni kom heill farmur af blýlausu bensíni til íslands og síðan hafa margir meng- að eitthvað minna af umhverfinu en áður. Á hinn bóginn hefur breytingin orðið minni en margur hugði og af hálfu stjórnvalda er ekk- ert gert til að hvetja til notkunar blýlauss bensíns. Munu stjórnvöld ákveða verðlækk- un til að hvetja til meiri notkunar blýlauss bensíns? Hvarvetna hefur verið litið á blý- laust bensín einungis sem hluta af minni mengun af völdum útblásturs — í framhald- inu eru gerðar kröfur um hreinsibúnaö á bifreiðar. Hollustuvernd ríkisins hefur eftirlit með loftmengun og innan þeirrar stofnunar mengunvarvarnardeild. Það er sú deild, undir forystu Sigurbjargar Gísladóttur sem séð hefur um mengunarmælingar við Mikla- torg. Við spurðum hana hvenær væri að vænta minni mengunar í kjölfar blýlausa bensínsins. „Það fyrsta sem ætti að sjást er einfaldlega að blýið minnki í því ryki sem við mælum. En það er auðvitað ekki nema lítill hluti af menguninni frá útblæstri og spurn- ingin hlýtur að vera sú hvort í framhaldi af blýlausu bensíni, verði gerðar kröfur um hreinsibúnað á bílana. Hér er því um tvíþætt mál að ræða annars vegar að losna við blý úr bensíni og hins vegar að búið er að opna möguleikana fyrir að hreinsa útblásturinn með þar til gerðum útbúnaði", sagði Sigur- björg Gísladóttir. Loftmengunarmælingarnar eru bæði tíma- frekar og fjárfrekar og þeim hefur ekki verið sinnt nema að mjög takmörkuðu leyti hér- lendis. Yfirleitt fara mörg sýni frá löngum tíma til rannsóknar og greiningar í einu. Af þessum ástæðum gæti t.d. liðið langur tími þar til raunhæfar upplýsingar fengjust um loftmengun eftir að blýlausa bensínið kom til sögunnar. Sigurbjörg benti enn fremur á að enn sem komið væri gæti notkun blýlausa bensínsins verið einungis milli 20% og 30% en yfirgnæfandi meirihluti bifreiða notaði 98 oktana bensín. Ef sú tilgáta væri rétt, væri þess ekki að vænta að minni mengun mældist nú en á sama tíma í fyrra. Sigurbjörg kvaðst ekki vita hvers vegna stjórnvöld hvettu ekki til notkunar á blý- lausu bensíni, erlendis væri þetta m.a. gert með því að lækka verð á því. „Ef til vill er það eðlilegt, vegna þess að blýlausa bensínið Magni Ólafsson afgreiðir hreinna bensín en umhverfið bíður eftir hreinsibúnaði á bílana. (Myndir: Marissa Arason) kom aftan að öllum ef svo má segja hingað til lands. Hollustuverndin átti ekki frekar en aðir von á þessu núna, — við munum náttúr- lega mæla með því að sem mest sé notað af blýlausu bensíni“. Fram að þessu hefur verið sáralítil um- ræða hér á landi um blýlaust bensín og hreinsibúnað á bifreiðar, þrátt fyrir að ein- mitt slík umræða hafi verið snar þáttur í póli- tík bæði í Vestur-Evrópu og Bandaríkjun- um. Guðrún Helgadóttir lagði fram tillögu á alþingi um að þetta mál yrði sérstaklega skoðað og sl. vor var samþykkt að setja nefnd á laggirnar til að kanna hvort lögleiða ætti blýlaust bensín hérlendis og hvernig ætti að standa að því máli. Rétt eftir að nefndin tók til starfa kom farmurinn af blýlausa bens- íninu öllum að óvörum, þannig að erindi nefndarinnar hefur verið breytt. Formaður nefndarinnar er Solveig Pétursdóttir, en aðr- ir í henni eru: Jón Bragi Bjarnason, Margrét Frímannsdóttir, Bjarni Snæbjörn Jónsson og Jónas Bjarnason, en starfsmaður nefndar- innar er Ágúst Þór Jónsson. Meðal þess sem verið er að velta fyrir sér eru reglur fyrir Bifreiðaeftirlit ríkisins um takmörkun á útblástursmengun. íslendingar hafa verið mjög á eftir nágrannaþjóðum um reglur varðandi mengun að ekki sé minnst á eftirlit. Að sögn Sigurbjargar var stofnunni fyrst á árinu 1987 falið að fylgjast með blýi, benzeni og hexani, en þetta eru efni í bens- íni, sem hafa áhrif á oktantölu og eru meng- unarefni. Það var gert án sérstaks samráðs við stofnunina. Efnasamsetning bensíns hefur verið dálít- ið breytileg á síðustu tímum. Þannig minnk- aði blýinnihald bensíns úr 0,4 g. í 0,15 g. á lítra á síðasta ári. Og í stað 93 varð bensínið 92 oktana. Fyrsta skrefið var þannig stigið í júlímánuði í fyrra og nú er bensínið sem sagt nær blýlaust. Blýlausa bensínið inniheldur m.a. efnið „benzen" sem kemur að einhverju leyti í staðinn fyrir blýið, þ.e. til að halda uppi oktan—styrk. Mengunarvarnadeild Holl- ustuverndar hefur ekki fylgst með þessari samsetningu þrátt fyrir reglugerðarákvæði heldur hafa olíufélögin sjálf og FÍB séð um það eftirlit. Vert er að vekja athygli á, að samkvæmt lögum og reglugerðum eru ákveðin mörk á áðurnefndum þremur efnum í bensíni, þ.e. ákvæði um hámark leyfilegs magns af þessum efnum. Jónas Bjarnason framkvæmdastjóri FÍB upplýsti að Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefði fyrir löngu þrýst á um að hingað yrði flutt blýlaust bensín, og þau svör hefðu alltaf fengist að það yrði fyrst upp úr 1990. „Þessi fyrirvari nú, um tvær vikur, er náttúrlega enginn fyrirvari og ekki hefur fundist neitt tóm til að haga þessum málum eðlilega", segir Jónas. Jónas kvaðst hafa ófullnægjandi upplýs- ingar um verð á „katalysatorum", hreinsi- búnaðinum fyrir bifreiðar. Hann hefði heyrt að bifreiðar með þeim útbúnaði væru 15%- 17% dýrari í innkaupum, en hreinsibúnaður- inn hreinsar um 65% af útblæstrinum. Hann kvaðst vita um einn bíl í landinu sem væri með„ katalysator". Hann kvað nauðsynlegt að átta sig á því að ísland væri langt á eftir nágrannalöndunum í margvíslegu tilliti. Þannig væru einungis tvö ár síðan lands- mönnum hefði gefist kostur á fleiri en einni tegund af bensíni og hvorki neytendasjónar- miðinu né umhverfissjónarmiðinu hefði verið sá gaumur gefinn sem í nágrannalönd- unum. Hann kvað nær útilokað að settur yrði hreinsibúnaður á þá bíla sem fyrir eru í land- inu. Slíkt krefðist víðtækra og kostnaðar- frekra aðgerða við bílvélar. Að líkindum yrði þetta gert þannig að fyrst yrðu allir nýir bflar að vera útbúnir með „katalysator“ t.d. 1. janúar 1990 eða 1991. Og nokkrum árum síðar yrðu bifreiðar án hreinsibúnaðar ein- 54

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.