Þjóðlíf - 01.06.1988, Side 57

Þjóðlíf - 01.06.1988, Side 57
VIÐSKIPTI Frá einum af fyrri leiðtogafundum vestrænna valdamanna. Risarnir sjö funda í Toronto Nítjánda júní til tuttugasta og fyrsta júní fer fram hinn árlegi fundur leiðtoga vestrænu efnahagsrisanna sjö: Bandaríkjanna, Japan, Vestur-Þýskalands, Englands, Frakklands, Ítalíu og Kanada. Að þessu sinni fer fundur- inn fram í Toronto, mestu „bissness-borg“ Kanada. Vestræni Efnahagsfundurinn var fyrst haldinn árið 1975 vegna ýmissa vandamála í alþjóða efnahagsmálum er þá skutu upp kollinum. Ein aðal ástæðan voru ný efna- hagsvandamál sem spruttu upp eftir fyrstu olíukreppuna árið 1973. Önnur ástæða, ekki veigaminni, var vöntun á alþjóðlegu hag- fræðiskipulagi, eftir fall„ Breton Woods", til að koma lagi á efnahagskerfi sem sífellt varð flóknara og flóknara er viðskipti innan þess jukust og aðildarríkin urðu sífellt meir og meir innbyrðis háð efnahagslega. Frá upphafi hafa aðal málefni þessa funda að sjálfsögðu verið efnahagslegs eðlis, þótt oft hafi megin stjórnmál þáverandi tíma bor- ið á góma, svo sem samskipti Austurs og Vesturs, hryðjuverk og mál flóttamanna. Fastlega má búast við því nú að allavega í matarhléum verði rætt um afvopnun risa- veldanna og Austurlönd nær, sem og önnur pólitísk hitamál. Það hefur verið venja hingað til að gest- 57

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.