Þjóðlíf - 01.06.1988, Blaðsíða 63

Þjóðlíf - 01.06.1988, Blaðsíða 63
VIÐSKIPTI Evrópskar konur á ferð í eyðimörk í Sýrlandi. fólkið sem áður saumaði sér sólfatnaðinn fyrir ferðina, pantar nú safari-galla upp úr breskum eða þýskum pöntunarlistum og hellir sér út í framandi og afar spennandi ævintýri, sem reyna enn meira á það. Og þau ævintýri lifa ábyggilega lengur og sterkar í minningunni en baðstrandarlífið allt saman. Einstaklingurinn þarf að vera hugmyndarík- ur, þarf oft á tíðum að bregðast skjótt við ýmsum uppákomum og bjarga sér algerlega á eigin spýtur. Petta hlýtur að vera miklum mun meira þroskandi. Að sjálfsögðu eru sól- arlandaferðinar fyrir fjölskyldufólk í fullu gildi enn þá, en fyrir marga einstaklinga freista framandi slóðir meira. Sólarlanda- ferðirnar þykja ekki mjög dýrar og henta fjölskyldum eftir sem áður. Vel á minnst, einn starfsmaður sem ég talaði við á ferðaskrifstofu taldi að ferðirnar til Thailands eða Hong Kong væru ekki miklu dýrari en til dæmis ferðir um Evrópu, vegna þess að þó dýrara væri að fljúga þetta lengra frá skerinu, þá jafnaði kostnaðurinn sig ótrúlega mikið upp í ódýru verðlagi í hinum fjarlægari löndum. Ekkert lát er á fjölbreytninni. í viðtali sem ég átti við Ingu Ólafsdóttur á Ferðaskrifstofu Reykjavíkur kom fram að þar ætli menn að fjölga enn ferðum til framandi landa á hausti komanda. Pá verður hægt að fara til Tyrk- lands og ýmissa ævintýralegra staða í Banda- ríkjanna eins og til dæmis Klettafjallanna, villta vestursins og jafnvel í Safari-ferðir og fleiri algerlega nýrra áfangastaða. Og þeir búast við góðri aðsókn ævintýraþyrstra ís- lendinga sem feta ætla í fótspor Höllu og Hal Linker. Pað er ánægjulegt til þess að vita að íslend- ingar eru orðnir óhræddari við að leita á ný mið í ferðamálunum. Að þeir láti sér ekki lengur nægja að liggja og flatmaga á hvítri strönd með bjórglas í hendi, og koma svo aftur heim eingöngu ógreiddu skuldabréfi og ljósmyndum ríkari. En hverjar skyldu vera helstu ástæður þessara hugarfarsbreytinga þeirra íslendinga sem ennþá hafa efni á að fara í sumarleyfi til útlanda? Viðmælendur Þjóðlífs í ferðabransanum nefndu margar skemmtilegar hugsanlegar skýringar: Þessar breytingar á áhuga íslend- inga á spennandi ævintýraferðum til fjarlæg- ari staða er afleiðing þeirrar einstaklings- hyggju sem ríkjandi er orðin í þjóðfélagi okk- ar. Þetta er kannski bara beint og eðlilegt framhald hjá þjóð sem fyrir tiltölulega skömmum tíma hóf að eyða sumarleyfum sínum erlendis og má segja að sé kannski að reyna að standa á eigin fótum og skoða heim- inn. Meiri og almennari menntun veldur því að fólk getur nú orðið betur ráðið við að bjarga sér á hinum ýmsu tungumálum og við ólíkar aðstæður. Jafnframt hefur sjálfstraustið auk- ist og einstaklingurinn þarf engan sérstakan fararstjóra lengur. Gæti ástæðan jafnvel að einhverju leyti falist í því að fjöldinn allur af íslendingum hefur á undanförnum árum, eins og kunnugt er, hætt að drekka, eða minnkað drykkju sína að mun. Fleiri og fleiri fara í meðferð á Vogi eða öðrum svipuðum stofnunum og ýmislegt er hægt að sjá í öðru ljósi eftir en fyrir slíka meðferð, fyrir utan peningana sem fólk hlýtur að spara við að sleppa brennivíninu sem sífellt hækkar í verði eins og allt annað í þessu landi. Ástæðurnar eru sjálfsagt margar og mis- jafnar, kannski fyrrtaldar að hluta til og kannski miklu fleiri. Viðmælendur okkar voru sannfærðir um að mikil gerjun væri í farvatninu í íslenskum ferðamálum og að aldrei væri hægt að nefna allar raunverulegar skýringar á þessum breytingum. En eitt er víst, íslendingar eru að verða heilmiklir æv- intýramenn og heimshornaflakkarar. Margir hverjir eiga þeir ábyggilega einnig eftir að verða nokkuð víðsýnni en áður, við skulum allavega vona það. María Sigurðardóttir 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.