Þjóðlíf - 01.06.1988, Page 65

Þjóðlíf - 01.06.1988, Page 65
VIÐSKIPTI .tóöS#'-' Ófrýnileg framtíðarvél dauðans. Teikning af B—2 frá Pentagon Lorenzo fjármálajöfur og verkalýðsfélagafjandi. Eitrað andrúmsloft Það eru fleiri flugfélög en Flug- leiðir sem eiga í málaferlum við verkalýðsfélög. Frank Lorenzo forstjóri Texas Air hóf ævintýralegan feril sinn við stjórnun flugfélaga með harðvítugum átökum við verkalýösfélög árið 1974. Hinn 48 ára gamli forstjóri hefur safnað saman flugfélögum í rúman áratug og við hverja yfirtöku átt í stríði við verka- lýðsfélögin, enda hefur „gald- urinn“ falist m.a. í því að ganga á launin. Lorenzo er nú talinn eiga næst stærsta flug- félag í heimi, eða öllu heldur ráða yfir næst stærsta flug- flota heimsins, enda er hér um mörg flugfélög að ræða. Sam- tals munu félög hans ráða yfir 628 flugvélum, 8.6 milljarða dollara veltu, 94 milljónum far- þega og starfsmannafjöldinn er 72.500 manns. Einungis hið ríkisrekna flugfélag í Sov- étríkjunum, Aeroflot, er stærra í sniðum. Viöleitni Lor- enzos hefur verið sú að fyrir- tæki hans séu„ verkalýðsfé- lagalaus“ eins og hann orðar það. Það er nefnt til marks um hörkuna við yfirtöku fyrirtækja, að þegar Lorenzo náði undir sig flugfélaginu Continental framdi forstjóri þess Alvin Feldal sjálfsmorð. Ýmsum brögðum er beitt, t.d. að setja greiðslustöðvun á fyrirtæki sem tekin eru yfir og síðan er miskunnarlaust sagt upp fólki á háum launum, og annað á lægri launum ráðið í staðinn. En ekki hefur þetta alltaf geng- ið jafn vel upp. Alltof mikil þensla á of skömmum tíma, of margar yfirtökur og stríð við launafólk er meðal þess sem talið er að hafa valdið því, að Texas Air tapaði 466 milljón- um dollara á sl. ári á sama tíma og samkeppnisfélög skil- uðu drjúgum hagnaði. Talið er að heildarskuldir séu um 5.2 milljarðir dollara og að greiða þurfi 600 milljóna dollara á ári. hverju í afborganir og vexti. Meðal flugfélaga sem hann tók yfir var Eastern Airlines en þar voru sterk verkalýðsfé- lög flugmanna og flugvirkja fyrir, sem risu til varnar og sóknar. Með tilvísun til laga stóðu þau fyrir því að rann- sókn var gerð á móðurfélag- inu, það var undir eftirliti um langa hríð auk þess sem fé- lögin töfðu fyrir með öðrum hætti. En í vor þegar Ijóst var að ekkert misjafnt kæmi út úr eftirlitinu, blés Lorenzo til gagnsóknar og höfðaði skaðabótamál á hendur verkalýðsfélögum flugmanna og vélvirkja. „Verkalýðsfélög- in hafa eitrað andrúmsloftið og eyðilagt orðspor okkar ágæta fyrirtækis“, sagði Lorenzo og krefst 1.5 milljarða í skaða- bætur. (Byggt á Spiegel/óg) Ekkert lát á vopna- framleiðslu Meðal best geymdu leyndar- mála bandaríska vopnaiönað- arins hefur nú komið fram að hluta í dagsljósið. Hermála- ráðuneytið Pentagon hefur birt teikningu af framtíðar sprengjuvélinni B—2. Sprengjuvélar þessar eiga að komast hvert sem er og sleppa undan hvers konar rat- sjám. Enn meiri leynd hvíliryfir hliðstæðri vél, F—19 sem haf- in er framleiðsla á. Fyrsta til- raunaflug B—2 verður næsta haust, en ástæðan fyrir birt- ingu teikningarinnar mun vera sú, að hernaðarráðgjafar stjórnarinnar vilja draga úr væntanlegri gagnrýni banda- rískra þingmanna. Margir þingmenn óttast hins vegar að vélin sé þegar orðin dýrasta tól í vopnasögu Bandaríkj- anna, og féð sem sett hafi verið í þessa framleiðslu nægi ekki til; 36.6 milljarðar dollara í 132 sprengjuvélar. Nunna við útieigu á mynd böndum. Nunnur í myndbandaleigu Kaþólska kirkjan er komin í myndbandabransann. Nunn- ur úr Pálsreglunni í Dusseldorf hafa opnað myndbandaleigu með 700 titlum. Þar eru hvorki klámmyrrdir né ofbeldismyndir á boðstólum og börnum er því heimill aðgangur. í þeim geira viðskiptalífsins, sem mynd- bönd heyra til, er þessu frum- kvæði nunnanna tekiö fagn- andi, því það er talið bæta ím- ynd myndbandaviðskipta. Fjöldi erlendra fyrirtækja sem „tekin hafa verið yfir“ eftir þjóðerni kaupandans: Þar af evrópsk fyrirtæki: 87 Vestur-Þýskaland Bretar hafa verið evrópskra þjóða fremstir á síðustu árum í þeirri iðju að taka yfir(„takeovers“) fyrirtæki erlendis. Þýski iðnaðurinn hefur á hinn bóginn haldið aftur af sér en yfirtökur franskra fyrirtækja stórjukust á sl. ári. í Spiegel er birt meðfylgj- andi línurit af þróun sl. ára í þessum efnum, en ráðgjafafyrir- tæki nokkurt tók þessar upplýsingar saman. Bretar kaupa oftast fyrirtæki utan Evrópu eins og sjá má af kökuritinu, og þá helst í Bandaríkjunum. En þegar Þjóöverjar fara á stúfana kaupa þeir fyrirtæki í nágrannalöndunum. Á síðastliðnu ári var 262 v-þýskum fyrirtækjum boðin yfirtaka af erlendum aðilum. 65

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.