Þjóðlíf - 01.06.1988, Qupperneq 68

Þjóðlíf - 01.06.1988, Qupperneq 68
UPPELDI ar. En það verður ekki aftur snúið. Því til þess að verða fullorðinn er nauðsynlegt að standa af sér sálarsviptivinda unglingsár- anna. Og hvað geta foreldrar gert til þess að styðja við blessað barnið þegar það er að fullorðnast. Hvernig geta þeir skilað af sér sinni ábyrgð svo vel sé? Foreldrar eru oft í vandræðum með hvernig þeir eigi að bregð- ast við þessum „umskiptingum" á eigin heimilum og finnst að sér vegið, þegar ungl- ingarnir eru að gera upp bernsku sína og sækja hugmyndir sínar um lífið og tilveruna til allra annarra frekar en þeirra. Að því er virðist. En það er ekki allt sem sýnist og í reynd eru þeir að byggja upp eigið sjálfstæði og sanna fyrir sjálfum sér að þeir standi undir því. Auk þess kallar þetta nýja sjálfstæði á beina hagsmunaárekstra milli tveggja eða fleiri sjálfstæðra einstaklinga. Það er ekki lengur sjálfsagt mál að pabbi og mamma leggi línurnar í einu og öllu. Foreldrar bregðast við á ýmsan máta. Sumir foreldrar steypa yfir sig kufli umburð- arlyndis og hugsa sem svo: „Þessi unglingsár verða að hafa sinn gang. Það er best að láta fara lítið fyrir sér til að trufla sem minnst.“ Eða: „Það er best að segja ekki mikið, þau taka hvort sem er ekkert mark á okkur. Þau verða að fá að læra af reynslunni.“ Og for- eldrunum verður hugsað til eigin bernsku og unglingsára og segja hvort við annað og sína nánustu: „Ekki vorum við neitt betri þegar við vorum á þessum aldri. Við vorum nú svona og svona og brölluðum ýmislegt. Ekki höfðum við neitt slæmt af því.“ Þótt slíkt sé í raun ómögulegt að meta og aldrei hægt að bera saman uppeldi tveggja kynslóða svo nokkurt vit sé í. Enn aðrir foreldrar reyna að elta barnið inn í heim unglingsins. Þeir leitast við að setja sig í spor barnanna með því að nálgast þau í smekk og viðhorfum. Ekkert af þessu er þó líklegt til að auðvelda unglingunum viðfangsefni þessara ára, þ.e. finna sig sem fullorðinn og sjálfstæðan einstakling, sem getur tekið ábyrgð á eigin lífi. Unglingurinn hefur þörf fyrir eðlileg en ekki firrt samskipti. Og hann hefur mikla þörf fyrir að foreldrarnir séu þeir sjálfir. Það auðveldar honum leitina að sjálfum sér. Af- skiptaleysi, uppgerðarumburðarlyndi eða það að ganga inn í unglingaveröldina til að skilja hana betur, er því frekar líklegra til að rugla unglinginn en til að hjálpa honum. Lengi býr að fyrstu gerð En það er ekki verra fyrir foreldrana að gera sér grein fyrir hvað er á seyði. Unglingsárin eru ár nýrra tækifæra fyrir foreldra og börn. Þá ganga börnin í gegnum sitt síðara stóra persónuþroskaskeið. Það felst í því að þau greina sig frá foreldrum sínum og sínum nán- ustu. Fyrra stóra persónuþroskaskeiðinu lýkur við u.þ.b. þriggja ára aldur. En þá hefur barnið skapað sér öryggi með því að samsama sig foreldrunum. Sjálfstraust barnsins á þessum árum grundvallast því á sambandinu við foreldrana og líðan þess er háð líðan þeirra. Grunnurinn sem unglingur- inn byggir sitt öryggi á er öryggið sem hann fékk í bernsku. Til þess að geta yfirgefið foreldraöryggið þarf unglingurinn að hafa átt þetta öryggi. Það er því með þetta eins og svo margt annað í sambandi við uppeldi. Þegar eitt- hvað ber út af komast foreldrarnir að raun um að þeir hefðu átt að gera eitthvað allt annað og miklu fyrr. Þeim finnst eðlilega að þeir hafi gert mistök og fyllast ásökunum í eigin garð. Þetta getur leitt til þess að þau vilja bæta fyrir mistök sín með óhóflegri fórnfýsi. En það eru að sjálfsögðu einnig mistök. Vorkunnsemi hjálpar engum og fórnfýsi er vandmeðfarin. Enda kemur í ljós að þegar á bjátar skiptir meiru að byggja sig upp til átaka en grufla í óafturkallanlegri fortíð. Og það er gott fyrir foreldrana að hafa hugfast að þótt það sé erfitt að vera unglingaforeldri er enn erfiðara að vera unglingur. í fyrsta lagi þurfa þeir að yfirgefa foreldraöryggið og í öðru lagi þurfa þeir að horfast í augu við þann einmanaleika sem fylgir því að bera einn ábyrgð á sjálfum sér. Barnaskapur unglingsáranna í upphafi unglingsáranna er engu líkara en ýmis barnaskapur láti kræla á sér upp á nýtt. Tilfinningastormar unglingsins minna á við- brögð smábarnsins. Það er stutt á milli ástar og haturs, milli hrifningar og að finnast lítið til um og milli þess að veita viðtöku og að vísa á bug. Goðum líkar poppstjörnur fá þá virðingu og aðdáun sem foreldrarnir nutu áður. Yfirleitt bregðast strákar og stelpur ólíkt við á þessum árum. Strákarnir láta sig hafa það að vera krakkalegir. Þeir verða óhlýðnir og óábyggilegir. Þeir ganga illa um og eru gjarnan háværir og láta ýmislegt flakka. Stelpurnar gera aftur á móti allt til að dylja eigin barnaskap. Þær eru sætar, penar og oft ástundunarsamar í skólanum. Heima eru þær alltaf eitthvað að aðhafast, tala í síma, lesa ástarsögur og þær tala mikið og oft að því er virðist samhengislaust. Af einhverj- um ástæðum fara þær oft í taugarnar á mæðr- um sínum. Mæðrunum finnst þær hanga í sér og koma með óréttmætar ásakanir í sinn garð. Kennarar skipta máli Við fimmtán ára aldur finnst unglingnum hann vera yfirgefinn og hann finnur til tóm- leika. Það tekur á taugarnar að skapa þetta nauðsynlega bil á milli sinnar eigin tilveru og tilveru foreldranna. Og ef vel á að vera verða foreldrarnir að vera nógu næmir til að geta hlustað, stundum huggað og jafnvel þurrkað tár án þess að vekja þá skelfilegu tilfinningu hjá unglingnum að þeir ætli að taka allt aftur í sínar hendur. Stundum er léttara fyrir ungl- inginn að tala við einhvern sem ekki stendur þeim allt of nærri. Þess vegna geta kennarar og aðrir fullorðnir sem unglingurinn um- gengst skipt miklu máli. Styrkur samstöðu Unglingar sækja sér styrk í félagahópinn. Foreldrar ættu að taka sér þá til fyrirmyndar og gera slíkt hið sama og tala í sínum hópi um hvernig gengur og hvernig þeim sjálfum líð- ur. Jafnvel þótt ekkert sérstakt sé að. Því þótt okkur finnist unglingamálin vera mikið og oft á dagskrá er í reynd lítið fjallað um hvernig þessi mál snerta hverdag okkar hvers og eins og hvað þessi ár þýða fyrir líf einstaklinga. Þetta sem ég hef tínt hér saman er úr ýms- um áttum og sumt frá sjálfri mér. En mig langar til að ljúka því með skemmtilegri lík- ingu frá sænskri konu og sálfræðingi, Barbro Goldinger, úr bók hennar Tonorstiden (Unglingsárin). Hún líkir þessum árum við sjóferð og miðar að sjálfsögðu við sænskar skerjagarðsaðstæður. Einmanaleg sigling Fyrstu æviárin notar maður til að lesta bát- inn. Maður ýtir með hægð úr vör og lætur bátinn dóla upp við landsteina. Við 11-12 ára aldur er báturinn enn svo nærri heimahöfn að ef það vanhagar um eitt- hvað er leikur einn að sækja það heim. Við 12-13 ára aldur er tími kominn til að halda úr höfn. Tilfinningar barnsins sem hafa fram að þessu fyrst og fremst beinst að foreldrunum leita nú á önnur mið. En óvissan er enn mikil svo það er best að hrífast úr fjarlægð enn um sinn. T.d. af poppstjörn- um og öðru álíka. Við 15-16 ára aldur er báturinn kominn góðan spöl frá landi. Maður finnur fyrir því að vera einn á báti og lítur með söknuði til bernskulandsins. A bilinu 16-20 ára nær báturinn út í ytri skerjagarðinn. Nú ríður á að halda áttum og stýra rétt. Það vaknar spurning um hvert ferðinni sé eiginlega heitið og menn fara að líta í kringum sig eftir skipsförunaut. Eftir 20 ára aldur er báturinn kominn út á rúmsjó. Nú er allt tilbúið fyrir alvörusiglingu fullorðinsáranna. Þá er bara að velja stefnu, sæta byr og halda bátnum á réttum kili. Bergþóra Gísladóttir 68
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.