Þjóðlíf - 01.06.1988, Síða 71
BARNALÍF
Ég heiti Depill. Ég er 1 árs og er hér meö
vini mínum, honum Tóta, sem er aðeins
20 daga gamall. Viö erum hér að fá okkur
aö lepja mjólk sem hún Eva Dís færði
okkur. Við ætlum síðan að fara að sofa í
litla kisurúminu okkar. Það er úr litlum
pappakassa með svampi í botninum. Nú
erum við orðnir syfjaðir og bjóðum góða
nótt.
Eva Dís Björgvinsdóttir, 8 ára
Reynibergi 1
Hafnarfirði.
Magnús og Sigurborg
í sveitinni hjá afa mínum og ömmu eru
tveir kettir. Þeir heita Magnús og Sigur-
borg. Magnúsi finnst gott að láta klappa
sér. En aftur á móti er Sigurborg ekki eins
hrifin af því. Og þegar Magnús liggur í leti
er Sigurborg oft í mjölgeymslunni að
veiða mýs. Mér finnst Sigurborg fallegri
heldur en Magnús. Þó er hann Magnús
fallegur og ekki má gleyma því hve blíður
hann er og góður. En nú hef ég ekkert
meira að segja um þau skötuhjúin svo ég
segi bara bless, bless.
Guðlaug Erla Vilhjálmsdóttir,
Krókatúni 16 Akranesi.
Kisa Bella
Einu sinni átti ég læðu sem hét Kisa Bella.
Einu sinni fór ég til Reykjavíkur. Þá eignaðist kisa fimm kettlinga. Ég fékk ekki að sjá þá, því
að það var búið að svæfa þá alla.
Nokkrum tíma síðar eignaðist kisa aftur kettling. Það var þannig að kisa var mjög óróleg.
Hún vildi að ég kæmi til sín. Afi fór með henni. Eftir smástund kom afi og sagði mér að koma
fram. Þegar ég kom fram kom kisa á móti mér með kettling. Kettlingurinn var karlkyns og ég
skírði hann Felix. Nú er Kisa Bella dáin, en Felix líður vel.
Jóhanna Þóroddsdóttir, 10 ára Laxárbakki, Mývatnssveit
660 Reykjahlíð.
I
Kári Einarsson,
10ára Bárugötu35
teiknaði þessa mynd.
Brandari
Á bæ einum var köttur sem malaði svo
hátt að í hvert skipti sem einhver klappaði
honum hljóp bóndinn út að gá hvort ein-
hver væri að fikta í traktornum.
71