Þjóðlíf - 01.06.1988, Page 73

Þjóðlíf - 01.06.1988, Page 73
BÍLAR NÝJA FIMMAN FRÁ BMW - ÞÝSKUR ÚRVALSGÆÐINGUR ÞEIR SEM EKKERT VITA UM BMW skulu upplýstir um það þegar í upphafi að BMW stendur fyrir Bayerische Motoren Werke. Það eru þýskar verksmiðjur sem framleiða gæðabfla. Aðalgerðir BMW eru þrjár: 300-línan; þeir eru minnstir, en þó ekki smábflar, þá kemur 500-línan, meðal- stór bfll, og síðan 700-línan. Þá erum við komin í flokk stærri lúxusbfla. Hver gerð er síðan fáanleg með ýmsum hætti hvað varðar vélar og annan búnað. Auk þessara gerða smíðar BMW sportlegar útgáfur af stærsta og minnsta bflnum, sem og mótorhjól. BMW-VERKSMIÐJURNAR ERU rúmra sjö áratuga gamlar, byrjuðu í fyrri heims- styrjöldinni að smíða flugvélar, en bflar og mótorhjól hafa verið aðalviðfangsefni starfs- manna þar á bæ síðan á þriðja áratugnum, að undanskildum árunum 1941-1951. Bayerische Motoren Werke hafa gengið í gegnum ýmsar þrengingar á þessum sjö ára- tugum, einkum vegna þeirrar útreiðar sem Þýskaland hlaut í heimsstyrjöldunum tveim- ur. Versalasamningarnir eftir þá fyrri lögðu bann við smíði flugvéla í Þýskalandi, og ef til vill var það ein af ástæðum þess að BMW hóf að smíða bfla á þriðja áratugnum. A fjórða áratugnum, meðan Þriðja ríkið stóð með mestum blóma, var uppgangur verksmiðj- anna töluverður; þær smíðuðu stóra og smáa bfla, sem og flugvélar og mótorhjól. Á stríðs- árunum voru verksmiðjurnar vitaskuld á kafi í hergagnaiðnaði, en smíðuðu þá reyndar enga bfla. Að stríðinu loknu var þýskt atvinnu- og efnahagslíf í rúst sem kunnugt er, en reis hins vegar fljótt úr öskustónni. Framleiðsla bfla undir BMW-merkinu hófst að nýju 1951 og hefur staðið óslitið síðan með góðum ár- angri. Það er einkum síðasta áratuginn sem upp- gangur BMW hefur verið umtalsverður á al- þjóðamarkaði; þeir selja grimmt austan hafs og vestan og tegundin er orðin mjög eftir- sótt, bæði sem úrvalsgæðingur og stöðutákn. Er svo komið að stórveldi og forystu Mercedes Benz á gæðabflamarkaðinum er verulega ógnað og má m.a. líta á litla Benzinn (190-gerðirnar) sem svar við 300- línunni frá BMW, en hún hefur gert storm- andi lukku á undanförnum árum, einnig hér norður undir heimskautsbaug. Kristinn Guðnason hf. tók við umboðinu fyrir BMW 1964, en BMW-bílar urðu þó ekki algengir á íslenskum vegum fyrr en upp úr miðjum áttunda áratugnum. Síðan hafa þeir selst vel og eiga sér stóran aðdáenda- hóp. ÞAÐ ER 500-LÍNAN, „FIMMAN", sem er í sviðsljósinu að þessu sinni. Það er nefnilega komin ný Fimma. Saga þessarar gerðar er í 73

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.