Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2012, Blaðsíða 40

Frjáls verslun - 01.08.2012, Blaðsíða 40
40 FRJÁLS VERSLUN 8.- 9. 2012 Nayar hóf störf hjá HCLT árið 1985, sem „stjórn ­andi í þjálf un“. 20 árum síðar var hann skipaður forstjóri þess. Þegar Nayar tók við stjórnartaumunum hjá HCLT árið 2005 var fyrirtækið eitt af fimm stærstu upplýsingatæknifyrirtækjum Ind lands. Hjá því störfuðu um 30 þúsund starfsmenn í 18 löndum. Ársvelta var um 700 milljónir dollara og vöxtur hafði verið að meðaltali um 30% á ári síðustu fimm ár. HCLT sýnist eins og hvert annað fyrir ­ tæki í þessum geira. Skipulag og ferlar eru ekki frábrugðnir því sem þekkist ann ars staðar. Stjórnunin er aftur á móti gjör ólík því sem menn eiga að venjast. Ritstjóri Fortune, David Kirkpatrick: „Ég sé fyrir mér hvernig stjórnun verður í framtíðinni – það verður eins og þeir gera í Indlandi.“ HCLT átti velgengni að fagna frá því það var stofnað árið 1976. En eins og önnur upplýsingatæknifyrirtæki þurfti það að fara í gagngera endurskoðun á við skiptamódeli sínu í kjölfar mikillar niður sveiflu í kringum aldamótin síðustu. Við blasti að þrátt fyrir vöxt hafði HCLT dregist aftur úr. Forráðamenn HCLT ákváðu að endur ­ skipuleggja starfsemina og leggja áherslu á gæði fremur en magn. Leggja megin ­ áherslu á vörur og markaði þar sem sam ­ keppni var lítil og mögulegt að skapa sér sér stöðu (Blue Ocean). Nayar vissi að það skipti ekki eingöngu máli hvað fyrirtækið myndi gera til að snúa vörn í sókn heldur líka hvernig hlutir yrðu gerðir. Nayar ákvað að fara óhefðbundnar leiðir og leggja meiri áherslu á hvernig. Leiðina kallar hann: „Starfsfólkið í fyrsta sæti – viðskipta vinurinn í öðru.“ Frá því Nayar tók við stjórn hefur árang urinn ekki látið á sér standa. Árið 2010 voru 55 þúsund starfsmenn hjá fyrirtækinu og það velti 2,5 milljörðum dollara. HCLT var t.d. eitt fárra fyrirtækja í heiminum sem tókst að vaxa umtalsvert á árunum 2008­2009. Árangur Nayars og samstarfsfólks hans hefur vakið heimsathygli og hrist hressilega upp í hugmyndum manna um árangursríkar stjórnunaraðferðir. Ný stefNa – Nýjar aðferðir Ný stefna HCLT gerði ríkari kröfu um frumleika og nýsköpun en áður. Nayar sá fram á að hrista þyrfti vel og vandlega upp í skipulaginu. Hann lagði fáar en mikilvægar reglur til grundvallar: Starfsfólkið í fyrsta sæti og viðskipta- vinir í öðru – viðskiptavinir eru ekki eins fágætir og gott starfsfólk. Ef við gerum vel við starfsfólkið og það upplifir að það starfi hjá frábæru fyrirtæki mun það veita afbragðsþjónustu. Það mun svo skila sér í auknu virði fyrir viðskiptavini. Gegnsæi – það brúar bilið milli stjórn ­ enda og starfsfólks. Mörg fyrirtæki skapa sér vandamál með því að búa til óþarfar hindranir í samskiptum fólks. Sigrún Þorleifsdóttir stjórnunarráðgjafi hjá attentus – mannauði og ráðgjöf ehf. StarfSfólkið í fyrSta Sæti stjórnun – viðskiptavinurinn í öðru „Viðskiptavinurinn er ávallt í fyrsta sæti.“ Þetta hefur löngum verið talið boðorð númer eitt fyrir þá sem vilja ná árangri í viðskiptum. Það er ekki niðurstaða Vineets Nayars, forstjóra HCL Technologies (HCLT) á Indlandi. Nayar er höfundur bókarinnar „Employees first – Customers second“ eða „Starfsfólkið í fyrsta sæti - viðskiptavin- irnir í öðru sæti“. Bókin kom út árið 2010. Í bókinni gerir Nayar grein fyrir byltingarkenndum aðferðum sínum við stjórnun sem vakið hafa verðskuldaða athygli um allan heim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.