Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2012, Blaðsíða 74

Frjáls verslun - 01.08.2012, Blaðsíða 74
74 FRJÁLS VERSLUN 8.- 9. 2012 ANDRi MáR iNGÓLFssoN, FoRsTjÓRi pRiMeRA TRAVeL GRoup aukning um 12% á næsta ári 1. Hver verða forgangs verk - efni fyrirtækis þíns næstu sex mán uðina? Áframhaldandi hagræðing á öllum sviðum rekstrarins eins og hefur verið viðvarandi síðustu þrjú árin. Nú er hins vegar komið að því að byggja upp vöxt að nýju eftir erfitt umhverfi í efnahagsmálum í Evrópu, sem hefur haft áhrif á alla markaði, og að byggja upp nýja markaði. Primera Travel Group er að opna marga nýja áfanga staði fyrir árið 2013 sem lofa mjög góðu og bætti við flugvél nr. 7 í flota sinn í síðustu viku sem mun auka innri vöxt Primera Air um 12% á næsta ári. 2. Hver er kjarninn í stefnu- mót un fyrirtækis þíns? Sveigjanleiki, hraði, stöðug endur skoðun á árangri og skjót viðbrögð við breytingum á ytri aðstæðum. 3. Hafa tekjur fyrirtækis þíns vaxið frá því í fyrra? Tekjur Primera Travel Group hafa vaxið um 8% á milli ára sem er frábær árangur miðað við það erfiða umhverfi sem hefur ríkt á mörkuðum. Við sjá um fram á frekari vöxt á næsta ári. 4. Hvaða árangur ert þú ánægðastur með innan þíns fyrirtækis á árinu? Allar einingar fyrirtækisins eru reknar með hagnaði og það er lykilatriði í áframhaldandi uppbyggingu þess. Svo er ég afar stoltur af því að Primera Travel Group er eitt örfárra fyrirtækja sem hafa staðið skil á öllum sínum skuldum án nokk­ urra afskrifta hjá nokkrum aðila og nú búum við að heilbrigðum innri vexti. 5. Hver er helsti vandinn sem fyrirtæki glíma núna við? Margir glíma við allt of mikla skuldsetningu sem og upp­ bygg ingu sem er arfleifð af rekstri fyrir hrun. Ytri aðstæður eru líka afar erfiðar, hátt olíuverð hefur haldist þrátt fyrir samdrátt og atvinnuleysi ásamt gríðarlegum sveiflum í gengi gjaldmiðla. Þetta gerir miklar kröfur til fyrirtækja sem starfa á alþjóðamörkuðum. 6. Er atvinnulífið enn of skuld ugt til að geta byrjað að fjárfesta? Í mörgum tilfellum en það eru líka sem betur fer til öflug fyrirtæki á Íslandi í dag sem hafa fjárfestingargetu. Hins vegar er ómögulegt að fjárfesta til lengri tíma með það vaxtastig sem er á Íslandi í dag. Á sama tíma ætla stjórnvöld að hækka skatta á hótelgistingu svo mikið að það mun ekki aðeins hafa áhrif á komu erl ­ endra ferðamanna til Íslands heldur draga úr fjárfestingu í nýjum hótelum sem og endur nýjun eldri hótela. Enn eitt dæmi um ákvörðum um hækk un á sköttum þar sem menn gera sér enga grein fyrir afleiðingunum. 7. Eitthvert eitt ráð sem þú vilt gefa stjórnvöldum? Það þarf að skera niður opin ­ bera stjórnsýslu og gera hana hagkvæmari. Það er ekki leiðin að hækka endalaust skatta til að loka fjárlagagatinu. Það þarf að lækka kostnað og stækka tekjustofninn. Það er lykill í öllum góðum rekstri og gildir líka í ríkisrekstri. „Nú er hins vegar komið að því að byggja upp vöxt að nýju eftir erfitt umhverfi í efnahagsmálum í Evrópu, sem hefur haft áhrif á alla markaði, og að byggja upp nýja markaði.“ Andri Már Ingólfsson. Við treystum á þau, þau treysta á Vodafone Þín ánægja er okkar markmið Slysavarnafélagið Landsbjörg reiðir sig á öruggt og víðtækt fjarskiptakerfi okkar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.