Frjáls verslun - 01.08.2012, Blaðsíða 47
FRJÁLS VERSLUN 8.- 9. 2012 47
T
ekjusvið félagsins eru
þrjú; eignastýring,
markaðsviðskipti og
fyrirtækjaráðgjöf. Auk
þess á Virðing dóttur
félagið Rekstrarfélag Virðingar
sem rekur verðbréfasjóði, fjár fest
ingasjóði og fagfjárfestasjóði.
Friðjón Rúnar Sigurðsson er
framkvæmdastjóri Virðingar:
„Mikill innri vöxtur hefur verið í
félaginu síðustu tvö ár og hafa
grunnstoðir þess verið styrktar
verulega. Fjöldi hæfra og reyndra
starfsmanna hefur ráðið sig til
félagsins, tekjusvið hafa styrkst
og vöruframboð aukist. Í dag
eru starfsmenn samstæðunnar
tuttugu.
Eignastýring fyrir fagfjárfesta
hefur verið hryggjarstykki fé
lags ins allt frá stofnun. Í dag
eru um 57 milljarðar í stýringu
og hafa eignir í stýringu aukist
um þriðjung á síðastliðnum tólf
mánuðum.
Stærsti hluti eigna í stýringu
eru ríkisskuldabréf, veðskulda
bréf og innlend og erlend hluta
bréf. Félagið hefur lagt aukna
áherslu á stýringu hlutabréfa og
hefur mikil aukning orðið í stýr
ingu innlendra hlutabréfa auk
þess sem félagið stýrir safni nor
rænna hlutabréfa. Viðskiptavinir
eignastýringar Virðingar njóta
sveigjanlegrar og persónulegrar
þjónustu sérfræðinga okkar.
Greiður aðgangur að þjónust
unni gerir okkur kleift að bjóða
viðskiptavinum sérsniðnar
lausnir í samræmi við óskir og
þarfir hvers og eins. Við leggjum
áherslu á ítarlegar, greinargóðar
og gagnsæjar upplýsingar í
hverjum mánuði til viðskiptavina
okkar.“
Sérhæfing í fyrirtækjaráðgjöf
„Veðskuldabréfasjóður Virðing
ar er í eigu átta lífeyrissjóða,
sjóðurinn var stofnaður í árs
byrjun 2008 og fjárfestir í veð
skulda bréfum sem fjármagna
at vinnu hús næði. Þessi sjóður
hefur gengið mjög vel, ávöxtun
hans mjög góð og eignir um tólf
millj arðar. Fyrr á þessu ári kom
Virð ing, ásamt samstarfsaðila, á
fót fjárfestingafélaginu Kjölfestu.
Kjölfesta er í eigu tólf lífeyris sjóða
og sérhæfir sig í fjárfestingum í
smærri og meðalstórum ís lensk
um hlutafélögum. Stærð sjóðsins
er um fjórir milljarðar.
Fyrirtækjaráðgjöf félagsins
hef ur vaxið gríðarlega síðustu ár.
Fyrstu árin sérhæfðum við okkur
fyrst og fremst í miðlun á fast
eignatryggðum veðskuldabréf
um í atvinnuhúsnæði en síðustu
árin hefur orðið mikil aukning
á ráðgjöf í tengslum við kaup,
sölu eða sameiningu fyrirtækja
og enn fremur vegna fjármögn
unar fyrirtækja, hvort sem er í
tengslum við hlutafjáröflun eða
lánsfjármögnun. Fyrirtækja
svið Virðingar hefur átt þátt í
fjölmörg um stórum verkefnum
síðustu árin, meðal annars
endur fjár mögnun Bláa lónsins
og Sláturfélags Suðurlands.
Félagið hafði milligöngu um sölu
svo kallaðs Magmaskuldabréfs
Reykjanesbæjar og er núna
ráðgjafi hóps væntanlegra kaup
enda Tryggingamiðstöðvarinn
ar. Við höfðum milligöngu um
fjármögnun á Sætúnsbygg ing
unum þar sem Advania er nú til
húsa, fjölbýlishúsum í Mánatúni,
stóru skrifstofuhús næði við
Borgartún og fjölda ann arra fast
eigna á síðustu mán uðum.
Miðlun innlendra og erlendra
verðbréfa
Virðing hf. hefur verið aðili að
Nasdaq OMX á Íslandi frá árinu
1999. Sérfræðingar markaðsvið
skipta Virðingar bjóða viðskipta
vinum miðlun á innlendum og
erlendum verðbréfum. Þeir veita
jafnframt sérhæfða og faglega
upplýsingagjöf af ýmsum toga,
þar sem óháð nálgun er í heiðri
höfð. Aukin áhersla hefur verið
á miðlun innlendra hlutabéfa
síðasta árið og mun sú þróun
halda áfram.
Rekstrarfélag Virðingar hf. er
sérhæft félag um rekstur og stýr
ingu verðbréfa, fjárfestinga og
fagfjárfestasjóða. Félagið rekur
þrjá verðbréfasjóði og einn fag
fjárfestasjóð, skammtímaskulda
bréfasjóð, langtímaskulda
bréfa sjóð, hlutabréfasjóð
og fagfjárfestasjóðinn ORK.
Rekstr arfélagið fékk starfsleyfi
frá Fjármálaeftirlitinu í júlí 2011
og fyrstu sjóðirnir fóru í gang um
síðustu áramót.
Á næstu árum ætlar Virðing
að styrkja stöðu sína enn frekar
sem óháð öflugt fjármálafyrirtæki
sem sérhæfir sig í að veita fag
fjárfestum fyrsta flokks þjónustu
og árangur. Það gerum við
með því að þekkja viðskiptavini
okkar og þarfir þeirra og hafa á
að skipa hæfu, árangursdrifnu
starfsfólki.“
„Fyrirtækjasvið Virðingar hefur átt þátt í fjölmörgum stórum
verkefnum síðustu árin, meðal annars endurfjármögnun Bláa
lónsins og Sláturfélags Suðurlands. Félagið hafði milligöngu
um sölu svokallaðs Magmaskuldabréfs Reykjanesbæjar
og er núna ráðgjafi hóps væntanlegra kaupenda
Tryggingamiðstöðvarinnar.“
„Í dag eru um
57 milljarðar
í stýringu og
hafa eignir í
stýringu auk
ist um þriðj
ung á síðast
liðnum tólf
mánuðum.“