Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2012, Blaðsíða 41

Frjáls verslun - 01.08.2012, Blaðsíða 41
FRJÁLS VERSLUN 8.- 9. 2012 41 Með því að fjarlægja þessar hindranir aukum við líkur á því að starfsfólk axli ábyrgð og sýni frumkvæði. Ekki fara bara hálfa leið – þú breytir ekki inngróinni fyrirtækjamenningu og viðteknum venjum nema með því að gera áhrifaríkar breytingar. Áhrifaríkar breytingar koma hreyfingu á hlutina. ÞrepiN fjögur Nayar lýsir aðferðinni sem hann kaus sem fjórum þrepum eða fjórum samverkandi þáttum. Hann viðurkennir að hann hafi ekki haft þaulskipulagða áætlun til að byggja á í upphafi og heldur ekki séð ferlið fyrir sér frá byrjun sem fjögur þrep. Sú mynd hafi meira runnið upp fyrir honum eftir á. Hann er þess fullviss að hvaða fyrir­ tæki, í hvaða atvinnugrein sem er, geti náð auknum árangri með því að fylgja þess um fjórum þrepum. 1. Spegill, spegill: Þörfin fyrir breytingar Hver á að vera upphafspunktur breytinga? Nayar segir nauðsynlegt að horfast í augu við staðreyndir. Það sé auðvelt að réttlæta hægfara hnignun. Svipað eins og að maður taki ekki eftir því að maður er að eldast ef maður horfir í spegilinn á hverjum degi, en þegar maður hittir fólk sem maður hefur ekki séð árum saman er breytingin á útliti þess augljós. Nayar segir fyrirtækjum nauðsynlegt að horfa gagnrýnum augum í spegilinn á hverjum degi og meðtaka stöðuna af raunsæi. 2. Að skapa traust með gegnsæi: Að fá hjólin til að snúast Þegar við höfum komist að þeirri niður­ stöðu að þörf er fyrir breytingar er aðeins hálfur sigur unninn. Breitt bil er á milli ákvörðunar um breytingar og þess að þær skili raunverulegum árangri. Að áliti Nayars er það aðallega vegna skorts á trausti milli stjórnenda og starfsmanna. Fólk þarf að stefna að einu marki. Leiðin sem Nayar og hans fólk völdu var að leggja áherslu á gegnsæi. Með auknu gegnsæi áttuðu menn sig á því að starfsfólkið veit í flestum tilfellum nákvæmlega hvað er að í rekstrinum og áttar sig oft á tíðum á því mun fyrr en stjórnendur. Þegar upplýsingar um erfiðleika eru gerðar opinberar áttar starfsfólkið sig á að vandinn er ekki bara stjórnendanna heldur þeirra einnig. Það kveikir áhuga á að finna lausnir og framkvæma. „Við áttuðum okkur oft á því að jafnvel áður en við stjórnendurnir vorum búnir að koma okkur saman um hvað væri vandamálið, hvað þá velja lausn, þá var fólkið okkar þegar búið að leysa úr málum.“ „Fortune hefur fullyrt að þetta sé framsæknasta stjórn unaraðferð okkar tíma; „World’s Most Modern Management“, og virt ustu fræðimenn og háskólar víða um heim, s.s. Harvard Business School, hafa veitt þessum stjórnunaraðferðum mikla athygli.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.