Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2012, Blaðsíða 45

Frjáls verslun - 01.08.2012, Blaðsíða 45
FRJÁLS VERSLUN 8.- 9. 2012 45 aðgerðir skila ÁraNgri Bókin er sett upp fyrir þá sem hafa lítinn tíma, stuttir kaflar, lykilatriði dregin fram í römmum og góð kaflayfirlit í upphafi hvers kafla. Bókina á enda eru dregin fram einkenni þeirra sem ná árangri, þau útskýrð og dæmi tekin. Höfundur leggur mikla áherslu á aðgerðir og er sífellt að spyrja lesandann spurninga sem hvetja hann til að skoða sjálfan sig, hvað hann þarf að gera öðruvísi til að ná enn meiri árangri og skora á hann að grípa til aðgerða. Strax í inngangi leggur höfundur áherslu á það að sama í hverju þú vilt ná árangri gerist ekkert með því einu að lesa bók. „Þú verður að prófa hugmyndirnar, skora á hugmyndafræðina og nota aðferðirnar. Enginn er sjálf krafa „með’etta“ af því einu að lesa bók. Leyndarmálið á bak við árangur liggur ekki í því að vita, það liggur í því að gera.“ Orð að sönnu. Bókin er einfaldur leiðarvísir fyrir þá sem vilja og þora að stíga skrefið, grípa til aðgerða og þannig ná enn meiri árangri en áður. Einkenni þeirra sem ná árangri Árangurshringurinn Í bókinni er kastljósinu beint að einkennum þeirra sem ná árangri og hafa þetta „eitthvað“ sem skilur þá frá meðaljóninum. Hér er að finna örfá þessara atriða sem einkenna þá sem þá árangri. Þessir aðilar: • Þróa innsæi sitt og eru óhræddir við að byggja ákvarðanir sínar á því. • Trúa því statt og stöðugt að hægt sé að gera betur. • Senda ekki tölvupóst heldur taka upp símann og hitta fólk. • Hafa skýr gildi og lifa eftir þeim auk þess að gefa sér tíma til að skilja gildi þeirra sem þeir eiga í samskiptum við. • Eiga sína góðu og slæmu daga eins og við hin en hafa engu að síður meiri eldmóð en margir aðrir og kunna að stilla hann af eftir aðstæðum hverju sinni. • Kunna að haga sér. Gætu verið hrokafullir en eru öruggir, gætu verið ýtnir en velja að vera kurteisir. Gætu verið háværir en í stað þess einbeita þeir sér að því að hlusta. • Halda ró sinni í streituvaldandi aðstæðum. Taka ákvarðanir, grípa til aðgerða og nýta tímann vel. • Eiga í stöðugum uppbyggilegum og krefjandi samræðum við mjög mikil- vægan aðila; sig sjálfan. • Eru sífellt að spyrja sig og aðra krefjandi spurninga. • Lenda í erfiðum aðstæðum og mistekst eins og öllum öðrum. Þeir finna til þegar það gerist, það er vont en þeir læra af mistökunum og eru fljótir að ýta þeim á bak við sig og halda áfram. • Hugsa fjórum sinnum fleiri bjartsýnishugsanir en svartsýnishugsanir (80/20-reglan). • Nálgast áhættu með öðrum hætti en almennt gerist. Þeir vita þrennt; hverju þeir eru að hætta, hverjar líkurnar eru á jákvæðri niðurstöðu og hvað þeir myndu gera færi allt á versta veg. Geta þeirra til að takast á við afleiðing- arnar er það sem skilur þá frá öðrum. Hugmyndafræði bókarinnar gengur út á árangurshringinn. Hægt er að byrja hvar sem er í hringnum en oftar en ekki hefst hann á óánægju með þá leið „sem alltaf hefur verið farin“. Þeir sem ná árangri láta ekki þar við sitja heldur hafa löngun til að finna aðra lausn og leita hennar fullum fetum. Þegar lausnin er fundin er lykilatriði að grípa til aðgerða. Það sem einkennir þá sem ná árangri er að oftar en ekki grípa þeir fljótt til aðgerða. Svo fljótt að oft virðist sem þeir hafi ekki hugsað hlutina til enda. Þeirra mottó er að aðgerðir skili árangri og frekar en að ofhugsa hlutina grípa þeir fljótt til aðgerða og prófa sig áfram. Þetta leiðir oftar en ekki til árangurs. Þar stoppa þeir sem eru „með’etta“ þó ekki því meira að segja þegar árangri er náð má finna betri leiðir til að vinna hlutina og því halda þeir áfram að leita betri lausna og ferlið fer aftur af stað. Það að ná árangri leiðir til aukins öryggis og sjálfstrausts. Hins vegar er hættan á því að mistakast fyrir hendi og líklega hún sem gerir það að verkum að ekki allir láta slag standa en þeir sem ná árangri láta vaða. Bókin The Edge eftir breska rithöfundinn og fyrirlesarann Michael Heppell er ein þeirra. Frumkvöðullinn sér þörf og finnur út hvað þarf að breytast. Hann prófar lausnir og fær fólk í lið með sér, grípur til aðgerða og nær árangri. Hann er ánægður með árangurinn en spyr sig þótt árangrinum sé náð: „Það hlýtur að vera til betri leið – eða hvað?“ Máttur aðgerðanna Í bókinni er lögð mikil áhersla á mikilvægi þess að grípa til aðgerða. Eins og höfundur segir á einum stað: „Með því að grípa til aðgerða blæstu lífi í hugmyndir. Gamla mýtan um að taka sér stöðu, miða og skjóta er í dag skjóttu, skjóttu, skjóttu. Mun betra er að grípa til aðgerða og stilla kúrsinn að nýju reynist aðgerðin ekki skila tilætluðum árangri frekar en að skipuleggja, skipuleggja, skipuleggja.“ „Hann fann upp Dyson­ryksuguna sem er kraftmeiri en hefð bundnar ryk­ sug ur og án poka. Þessi uppfinning hans hefur fært hon um og fyrirtæki hans mikinn auð.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.