Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2012, Blaðsíða 34

Frjáls verslun - 01.08.2012, Blaðsíða 34
34 FRJÁLS VERSLUN 8.- 9. 2012 skoðun þAu HAFA ORðIð Sigurður B. Stefánsson segir að hlutabréf á alþjóðlegum markaði hafi hækkað í verði allt síðasta sumar eða frá byrjun júní þótt með nokkrum skrykkjum sé. „Hágildi S&P 500 er um miðjan september og á næstu vikum ræðst hvort hækkun helst áfram eða leiðrétting og hjöðnun verðs tekur við. Tímabilið nóvember til apríl á hverju ári er besti tíminn á Wall Street jafnvel þótt sumarið 2012 falli ekki að því mynstri. Hækkun hlutabréfa í sumar nær til allra helstu kauphalla jafnt í Asíu og Evrópu sem vestanhafs og sá styrkur eykur líkur á að hækkun haldist áfram. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn uppfærir í október á hverju ári skýrslu sína World Economic Outlook um alþjóðleg efnahags­ mál og ber hún að þessu sinni undirheitið „Að standa af sér háar skuldir og hægan hagvöxt“. Horfur í heimsbúskapnum eru daufar að mati skýrsluhöf unda en eftir fjármálahrun hefur stjórnvöldum í iðnríkjum ekki tekist að endurvekja traust með stefnu sinni í efnahags­ og fjárhagsmálum. Svonefndir feitir halar (e. tail risks) halda áfram að eiga hug fjárfesta, svo sem hættan á því að evran falli, eða hættan á hrapallegum mistökum Bandaríkjamanna við leiðrétt­ ingu fjárlagahalla. Hagvaxtarspá áranna 2012 og 2013 er 3,3% og 3,6% eftir lækkun bæði í júlí 2012 og í apríl 2012. Á síðustu öld var góð reynsla af hlutabréfum á markaði sem framvísandi hagvísi. Verð á al þjóðlegum hlutabréfum hefur farið hækkandi allt frá mars 2009 og svo mikið er víst að banda rísk ríkisskuldabréf hafa ekki áður verið eftirsóttari. Reynir nú á hvor leiðsögnin reynist hald betri, uppfærð spá World Economic Outlook eða viðhorf fjárfesta á alþjóðlegum markaði.“ Verð hlutabréfa hefur hækkað frá byrjun júní siGURðUR B. stEFÁnsson – sjóðstjóri hjá Eignastýringu landsbankans ERLEND HLUTABRÉF Í byrjun október var hin árlega Ad Week í New York. Eins og ávallt var mikið reynt að rýna í þá þróun sem má búast við í heimi auglýsinga og markaðs­ mála. Í fyrsta lagi má segja að Amazon sé að koma út úr skápn um sem auglýsingamiðill. Á Ad Week kynnti fyrirtækið, með Jeff Bezos í fararbroddi, nýjar leiðir fyrir auglýsendur til að ná til ein staklinga í gegnum Amazon. Fyrirtækið er með viðskiptasögu 180 milljón einstaklinga, um hvað þeir hafa skoðað og keypt á síðunni. Amazon tengist einnig öðrum vefsíðum eins og IMDB, Zappos og Diapers og ekki síður Kindle­spjaldtölvunum og getur því boðið upp á gríðarlegan gagnagrunn að vinna úr. Því má búast við að viðskiptavinir Amazon fái fleiri auglýsingatengd meðmæli um aðrar vörur en þær sem þeir skoða hverju sinni. Í öðru lagi má búast við enn meiri tengingu auglýsinga við efni eða það sem kallað er „native advertising“. Þetta þýðir að aug­ lýsingar munu í auknum mæli hverfa inn í efnið. Neytendur hafa sífellt minni tíma í fjölmiðlaneyslu og truflun frá auglýsingum mætir því sífellt meira óþoli neytandans. Því munu auglýsendur leita leiða til þess að koma auglýsingum inn í efnið sem verið er að skoða, horfa á eða lesa. Í stað þess að trufla, sem auglýsingar gera, á auglýsingin að bæta við og auka gæði þess sem verið er að skoða eða lesa. Markaðsdeildir, PR­fyrirtæki og auglýsingastofur þurfa nú að ráða annars konar fólk í vinnu því textaskrif í „native“ ­ aðferðinni verða að vera í ætt við fréttaskrif en ekki eins og aug lý­ s ingatexti eða fréttatilkynn ing.“ Ad Week í NY ÁsMUnDUR HElGAson– markaðsfræð ingur hjá DynamoAUGLÝSINGAR Listin að lifa í núinu inGRiD KUHlMAn – framkvæmda stjóri Þekkingarmiðlunar HOLLRÁÐ Í STJÓRNUN Ingrid Kuhlman bendir á mikilvægi þess að stjórnendur tileinki sér núvitund eða gjörhygli. „Gjörhygli þýðir að við ­kom andi er algjörlega með hugann við það sem hann er að gera og hefur at hyglina í núinu. Núvitund skiptir miklu máli fyrir stjórnendur sem eru í umhverfi sem einkennist af mjög örum breytingum; óvissa er mikil og aðstæður flóknar og hafa rann sóknir sýnt að þessir stjórnendur eiga miklu auðveldara með að aðlagast óvissum aðstæðum.“ Ingrid segir ávinning­ inn margvíslegan. „Núvitund minnkar streitu þar sem viðkomandi einbeitir sér að líðandi stund, er minna upptekinn af því að dæma sjálfan sig og hefur minni áhyggjur af því sem gæti til dæmis gerst í framtíð­ inni. Þetta fólk er líka hamingjusamara, það á auðveldara með að setja sig í spor annarra, hefur meiri sjálfsvirðingu, á oft auðveldara með að taka gagnrýni, sætta sig við eigin ókosti og það á líka auðveldara með að laga sig að nýjum aðstæðum. Það er nauðsynlegt fyrir stjórnendur að vera opnir fyrir nýjum leiðum til að hlusta, stýra, bregðast við og innleiða nýjungar. Þeir þurfa að auka aðlögunarhæfni og sveigjanleika. Og núvitund, eða listin að lifa í núinu, getur hjálpað þeim við að þróa sjálf­ straust og þor, til dæmis þegar vinnu stað ­ urinn gengur í gegnum erfiðleika. Þetta er nokkuð sem allir ættu að læra til að verða áhrifaríkari.“ Árni Þór Guðjónsson Sveinn Freyr Sævarsson Svana Runólfsdóttir Gísli Kristinsson Álfheiður Eva Óladóttir Jóhann Gunnarsson Sveinn Snorri Sverrisson Sigríður Hafdís Benediktsdóttir Ásta María Karlsdóttir Bylgja Bára Bragadóttir FYRIRTÆKJAÞJÓNUSTA - FYRIR ALLA Í Pennanum má finna úrval ritfanga, rekstrarvara, húsgagna og kaffilausna sem henta fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum. Verslanir Pennans eru staðsettar víðs vegar um landið. Fyrirtækjaþjónusta Pennans hefur verið starfrækt síðan 1997. Starfsfólk Fyrirtæjaþjónustu Pennans kappkostar að veita faglega og persónulega þjónustu um land allt. Starfsfólk Fyrirtækjaþjónustu Pennans Penninn Hallarmúla er ein stærsta ritfangaverslun landsins. Fyrirtæki sem nýta sér heildarþjónustu Pennans tryggja sér bestu kjörin sem í boði eru hverju sinni. Hægt er að sækja um reiknings- viðskipti á www.penninn.is Hafðu samband við þjónusturáðgjafa okkar í síma 540-2050 eða í gegnum netfangið pontun@penninn.is fyrir upplýsingar um vörur og þjónustu Pennans. Penninn og Eymundsson um land allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.