Frjáls verslun - 01.08.2012, Blaðsíða 44
44 FRJÁLS VERSLUN 8.- 9. 2012
Á
ári hverju kemur út
gríðarlegur fjöldi
bóka sem með
einhverjum hætti
hafa þann tilgang
að hjálpa lesandanum að ná
enn meiri árangri en áður.
Þessar árangursbókmenntir eru
gríðarlega misjafnar en eiga
þó það sammerkt að í fæstum
þeirra kemur fram einhver nýr
sannleikur sem lesandinn hefur
aldrei heyrt áður. Það sem allir
höfundar þessara bóka reyna
er að pakka í nýjar umbúðir
því sem lesandinn veit en vill
gjarnan láta minna sig á. Höf
undum tekst misvel upp en í
tilfelli Michaels Heppells verður
að viðurkennast að honum tekst
afar vel í ætlunarverki sínu og
þótt fátt nýtt sé að finna í bók
inni tekst honum að setja það
fram með þeim hætti að lesand
inn á erfitt með að lesa í gegn
um bókina án þess að merkja
við áhugaverð atriði og/eða líta
upp og hugsa hvernig þetta
tiltekna atriði geti nýst honum til
enn meiri árangurs. Bókin tekur
á miklum fjölda árangursþátta
allt frá því að beita innsæinu við
ákvarðanatöku yfir í praktískari
þætti svo sem góð ráð til að
halda áhrifaríkari ræður og
kynn ingar, og allt þar á milli.
Sökum breiddar bókarinnar er
dýptin á köflum ekki mikil en
höf undur tiltekur reyndar ágætar
ástæður fyrir því í formála, m.a.
þá að algengara er en hitt að
þeir sem bækur af þessum toga
lesa séu mjög uppteknir og
þurfi því ekki að tyggja hlutina
ofan í fólk. Mikilvægara sé að
flytja skilaboðin með skýrum og
skorinorðum hætti.
ÁraNgursHriNguriNN
Eins og svo oft í bókum af þess
um toga er grunnhugmynda
fræði bókarinnar einföld, skýr
og hittir beint í mark. Höfundur
gengur út frá árangurshring
sem er það sem helst einkenn
ir þá sem árangri ná og eru
„með’etta“. Hringinn mynda
fjórir þættir; árangur, óánægja,
lausn og aðgerðir. Samspil
þessara fjögurra þátta er það
sem einkennir þá sem ná
ár angri og innan hvers þáttar
rúmast fjölmargir aðrir sem
bókin í sinni einföldustu mynd
fjallar um. Hægt er að byrja
hvar sem er en oftar en ekki
byrjar ferlið á óánægjustiginu,
þ.e.a.s. einstaklingar sem ná
árangri eru líklegir til að spyrja
spurninga eins og „hvernig er
hægt að gera þetta betur“ og
sætta sig ekki við núverandi
ástand. Viðkomandi leitar þá
lausna, grípur til aðgerða og
nær þannig árangri. Tekið er
t.d. dæmi af James Dyson
sem sætti sig ekki við lélegan
sogkraft ryksugu heimilisins
og þá staðreynd að reglulega
þyrfti að skipta um poka í henni.
Hann leitaði lausna, greip til
aðgerða og náði árangri. Hann
fann upp Dysonryksuguna
sem er kraftmeiri en hefð
bundnar ryksugur og án poka.
Þessi uppfinning hans hefur
fært honum og fyrirtæki hans
mikinn auð.
„Hægt er að byrja
hvar sem er en oftar
en ekki byrjar ferlið
á óánægjustiginu,
þ.e.a.s. einstaklingar
sem ná árangri eru
líklegir til að spyrja
spurninga eins og
„hvernig er hægt að
gera þetta betur“ og
sætta sig ekki við
núverandi ástand.“
Stundum koma upp í hendurnar á manni fyrir tilviljun bækur sem koma á
óvart. Bókin The Edge eftir breska rithöfundinn og fyrirlesarann Michael
Heppell er ein þeirra. Í henni fjallar höfundur um hvað einkennir þá ein-
staklinga sem einhverra hluta vegna ná lengra en meðaljóninn og hafa
það sem höfundur kallar „the edge“.
Hvernig þeir
bestu verða
enn betri
TexTi: unnur valborG HilMarSdóTTir
Unnur Valborg Hilmarsdóttir
stjórnendaþjálfari hjá vendum
„með’etta“?Ert þú
bækur