Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2012, Blaðsíða 91

Frjáls verslun - 01.08.2012, Blaðsíða 91
FRJÁLS VERSLUN 8.- 9. 2012 91 Þ etta er það sem koma skal,“ segir Kristján Harðarson, sviðsstjóri markaðs­ og þróunarsviðs Valitors. „Snjallsímar eru orðnir eins og öflugar tölvur og margt er að færast yfir í símana, þar með talið kortin. Áþekk verkefni hafa verið í gangi í nokkrum öðrum löndum en þá er yfirleitt aðeins um að ræða einn banka og eitt símafyrirtæki. Það sem er einstakt við þetta verkefni er að hér taka allir bankar landsins þátt og tvö símafyrirtæki, Síminn og Vodafone, sem eru með um 70% af markaðnum. Verkefnið okkar er þess vegna að líkindum það stærsta í sniðum á lands­ vísu í heiminum og við höfum alla burði til þess að verða fyrsta landið sem nær þeim áfanga að geta boðið öllum landsmönnum upp á þessa nýju tækni ef þetta tilraunaverkefni gengur vel. Engan skyldi því undra að við finnum fyrir mjög vaxandi áhuga útlendinga á því þróunarstarfi sem hér á sér stað.“ Borga með símanum Kristján segir að tilraunaverkefn­ ið gangi út á að Visa­korthafar geti með þátttöku sinni greitt fyrir vörur og þjónustu með snjall símunum og snertilausum kortum á hraðan og öruggan hátt hjá fjölda söluaðila. Hann nefnir sem dæmi kvikmyndahús, stórmarkaði, matvöruversl­ anir, skyndibitastaði, ísbúðir og tónleikahús eða í raun hvaða stað sem er þar sem þessi tækni hentar og afgreiðsla getur gengið hraðar fyrir sig en ella. Verkefnið er því kjörið fyrir þá söluaðila sem vilja geta boðið korthöfum upp á nútímalega afgreiðslutækni og tekið þannig þátt í þessari þróun sem nú er að hefjast. „Í framhaldinu má svo sjá fyrir sér að vildarkerfi ýmiss konar komi inn í símana. Þá væri t.d. hægt að virkja afsláttarmiða og notendur gætu fengið góða yfirsýn yfir punkta­ og inneignar stöðu í fríðindakerfum. Jafnframt væri hægt að nota þessa tækni í strætis­ vög­ num og greiða far gjaldið með símanum. Þá eru sum hótel erlendis farin að nota þessa tækni í stað lykla en kóði er þá settur í sím ana þannig að gestir geta opnað hótelher­ bergi sín með þeim. Möguleikarnir eiga eftir að aukast enn á næstu árum því að flestir símaframleiðendur gera ráð fyrir þessari tækni inni í sím ­ tækjunum í framtíðinni.“ 600 posar teknir í notkun Snjallsímagreiðslur byggjast á því að upplýsingum, sem komið er fyrir á örgjörva venjulegra greiðslukorta, er komið fyrir í nýrri gerð SIM­korta í snjallsím ­ um. Þeir snjallsímar sem hér um ræðir eru búnir svokallaðri NFC­tækni (Near Field Comuni­ cation) en NFC­tæknin er notuð við samskipti milli símanna og posa á sölustað. Símarnir, sem hægt verður að nota í verkefn­ inu, eru af gerðinni Samsung Galaxy SIII og Samsung Galaxy Mini 2. Söluaðilar þurfa nýja tegund posa með innbyggðum NFC­lesurum og í tengslum við verkefnið verða um 600 slíkir posar teknir í notkun hjá ýmsum söluaðilum með nauðsynlegri forritsuppfærslu. Oberthur Technologies sér um tæknihlutann sem þarf til að geta tengt kortakerfin og símkerfi n saman og segir Kristján að hug búnaðurinn verði tilbúinn á næstunni. Byrjað er að dreifa posum til fyrirtækja og Kristján gerir ráð fyrir að þeir söluaðilar, sem taka þátt í verkefninu, verði komnir með posa í janúar eða febrúar á næsta ári. Um 1.000 korthafar taka þátt í tilraunaverkefninu og bankarnir munu sjá um að bjóða sínum kort höfum þátttöku. Eins og áður sagði er um tvö símafyrirtæki að ræða, Símann og Vodafone, og verða um 500 manns frá hvoru fyrirtæki valdir. „Við höfum nú þegar fengið þó nokkuð af hringingum hingað til okkar þar sem korthafar hafa falast eftir því að fá að vera með í verkefninu en það eru bankarnir sem eiga samskipti við þá og velja þá í samstarfi við símafyrirtækin. Hér er í senn um nýsköpun að ræða,“ segir Kristján, „og eðli lega þróun í kortatækni. Í upp hafi kreditkortaviðskipta voru kortin afgreidd í þrykkivélum en árið 1990, þegar Valitor innleiddi fyrstu posana hér á landi, hófst rafræn greiðslumiðlun með lestri á segulrönd kortanna sem festi sig endanlega í sessi með tilkomu debetkortanna í árslok 1993. Nokkuð er síðan öll kreditkort landsmanna voru endurútgefi n með örgjörva til að tryggja notkun þeirra erlendis. Þá er að ljúka átaki bankanna við að endurútgefa öll debetkort landsmanna með örgjörva. Þannig verður unnt að auka enn öryggi í rafrænum greiðslukorta­ viðskiptum með lestri örgjörva þar sem korthafar staðfesta viðskiptin með því að slá inn pinnið sitt en í því átaki eru lands menn hvattir til að leggja pinn ið á minnið. Nú er Valitor að taka enn eitt skrefið í þróuninni með NFC­tækninni, sem er mjög áhugaverður stökkpallur inn í fram tíðina. Þar verður öryggi að sjálfsögðu lykilfors enda ár angurs.“ Kristján segir að tilraunaverkefn­ ið gangi út á að Visa­korthafar geti með þátttöku sinni greitt fyrir vörur og þjónustu með snjall símunum og snertilausum kortum á hraðan og öruggan hátt hjá fjölda söluaðila. „Nokkuð er síðan öll kredi t ­ kort lands manna voru endurút gef­ in með örgjörva til að tryggja notkun þeirra erlendis.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.