Þjóðlíf - 01.02.1991, Page 17

Þjóðlíf - 01.02.1991, Page 17
Dalvíkurhöfn. Ólafsfírðingar sætta sig ekki við að rekstur hafnanna sé sameinaður. auk þess sem þau stæðu sterkari í sam- keppninni við Akureyri og Reykjavíkur- svæðið. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga setur nokkurt strik í reikninginn því eins og reglur um hann eru nú fá smærri sveitar- félög úthlutað úr honum til verkefna sem stærri sveitarfélög þurfa að standa undir sjálf. Og vitaskuld kemur rígur og sérhags- munapot við sögu og hamlar samstarfsvið- leitni, því er ekki að neita. Gott dæmi um slíkt er kannski sú ákvörðun stjórnar Eyjafjarðarferjunnar Sæfara að breyta áætlun hennar nú um áramótin. Það eru Hríseyingar sem annast rekstur Sæfara sem siglir um Eyjafjörð með viðkomu á Akureyri, Hrísey, Dalvík og Grímsey. Þeir ákváðu um áramótin að brey ta áætlun Sæfara þannig að í stað þess að skipið sigldi beint frá Grímsey til Dalvíkur skyldi það sigla frá Grímsey til Hríseyjar og vera þar yfir nótt. Þetta túlkuðu Gríms- eyingar og Dalvíkingar á þann veg að Hríseyingar væru að ásælast fiskinn sem Grímseyingar veiða og setja á markað á Dalvík. Þessi saga ásamt fleiru rennir stoðum undir þá kenningu að skortur á samstöðu sé það sem kannski fer verst með lands- byggðina í samkeppninni við suðvestur- hornið. En báðir nefna þeir Bjarni og Kristján Þór að í raun sé það nokkur tilætlunarsemi þegar fólk af höfuðborgarsvæðinu talar um nauðsyn á sameiningu sveitarfélaga. „Maður er nú aldrei klár á því hvenær maður er í Reykjavík og hvenær Kópavogi eða á Seltjarnarnesi," segir Bjarni og bætir því við að ekki séu það samgönguhindran- ir sem hamli sameiningu sveitarfélaga þar um slóðir. Olafsfirðingar og aðrir íbúar dreif- býlisins eru dulítið pirraðir á því að heyra höfuðborgarbúa hneykslast á því að verið sé að kosta dýr jarðgöng eða önn- ur samgöngumannvirki fyrir fámenn byggðarlög. í því samhengi hefur Bjarni Kr. Grímsson ágætan samanburð. „Múla- göngin munu kosta um einn miljarð króna en þau þjóna íbúum Ólafsfjarðar sem eru tæplega 1.200 talsins og raunar öllum þeim sem hafa eitthvað hingað að sækja. Fyrir skömmu var lokið við að gera brú yfir Hafnarfjarðarveginn þar sem hann liggur yfir Arnarneshæð. Að því er mér sýnist er það eina hlutverk þessarar brúar að gera íbúum Arnarnessins auðveldara að komast inn á Hafnarfjarðarveginn þegar þeir eru á leið til Reykjavíkur. Þessi brú kostaði 350 miljónir króna. Hvað búa margir á Arnarnesinu?“ Blaðamaður spurði Bjarna hvort hann óttaðist ekki að Múlagöngin hefðu sömu áhrif og þegar vegur var lagður um ísa- fjarðardjúp en þá var haft á orði að það hefði staðið á endum að þegar vegagerð- inni lauk hafi síðasti bóndinn yfirgefið Djúpið. „Nei, ég óttast það ekki. Ég held að við höfum nógu sterk bein til þess að standast freistinguna að flytjast burt. Þótt segja megi að atvinnulífið sé nokkuð einhæft þá stendur sjávarútvegurinn hér traustum fótum. Héðan eru gerðir út fjórir togarar og bátum hefur fjölgað á undanförnum árum. Auk þess eigum við öfluga iðnaðar- mannastétt. Þá er ódýrara að lifa hér en víða annars staðar á landsbyggðinni. Hér er ódýr hitaveita, svona ámóta og á Dalvík og miklu ódýrari en á Akureyri. Svo eru ýmsir möguleikar hér ónýttir. Við höfum verið að efla ferðamannaþjón- ustuna og þar eru ýmsir möguleikar, ekki síst eftir tilkomu gangnanna. Nú, hér stendur fullbúin saumastofa ef einhver vill spreyta sig á slíkum rekstri. Göngin auð- velda Ólafsfirðingum að sækja vinnu í önnur byggðarlög og öðrum að sækja vinnu hingað. Það er ljóst að samkeppnin við umheiminn á eftir að harðna og við verðum að mæta henni með því að taka okkur saman í andlitinu og sækja út,“ seg- ir Bjarni Kr. Grímsson bæjarstjóri í Ólafs- firði. Og nú eru Siglfirðingar farnir að knýja á um göng sem myndu tengja þá við Eyja- fjörð og stytta verulega leiðina milli Siglu- fjarðar og Ólafsfjarðar. En það eru víst ýmsir sem bíða eftir að fá borað í fjöllin sín áður en sá draumur rætist. 0 ÞJÓÐLÍF 17

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.