Þjóðlíf - 01.02.1991, Qupperneq 27

Þjóðlíf - 01.02.1991, Qupperneq 27
|c?)<*3*| Forn-grísk menning gegn Franski menntamálaráð- herrann Jack Lang 51 árs leit- aði langt aftur í menningar- söguna til að gagnrýna ákveðna tegund ritskoðunar. Yfirvöld í París bönnuðu franska karlablaðinu Lui aug- lýsingaherferð í borginni, og urðu útgefendur að láta rífa niður 330 veggspjöld sem hafði verið komið fyrir víðs vegar um borgina. Vegg- spjöldin sýndu forsíðumynd febrúarheftisins: unga konu berbrjósta með landakort af heiminum málað á brjóstin. „Yfirvöld í París bregðast við eins og siðavönd piparmey", sagði Jack Lang og bætti við: „í svona andrúmslofti hefði aldrei neinn Praxiteles orðið til“. Vinir ráðherrans stóðu ritskoðun frammi fyrir ráðgátu; hver var þessi Praxiteles? Og þeir flettu upp í alfræðinni til að komast að raun um það að gríski myndhöggvarinn Prax- iteles hefði með mynd sinni Afrodite frá Kniodos uppgötv- að fegurð kvenlíkamans fyrir gríska menningu... (Spiegel/óg) Veggspjaldið umdeilda. Útgófa stöðvuð Bandaríska leikkonan af as- ískum uppruna, Joan Chen 29 ára (lék í Síðasta keisaran- um) gat komið í veg fyrir dreif- ingu á Hong Kong útgáfu á bandaríska karlablaðinu Penthouse með forsíðumynd af henni sjálfri. Hún höfðaði mál með kröfu um að dreifing ritsins yrði stöðvuð þar sem hún vildi ekki vera sett í sam- band við slíkt tímarit á hinu siðprúða kínverska máls- væði. Hún vann málið... Forsíða. Vilhjálmur hinn heimski af Óraníu Hollenski ríkisarfinn, Vil- hjálmur Alexander prins af Óraníu, er 23 ára gamall og veldur lífvörðum sínum mikl- um áhyggjum vegna óreglu- sams lífernis. Drengurinn fær um 42 milljónir í árslaun og er sagður eftirsóttasti pipar- sveinn Hollands, en hann sækir stíft diskó og aðrar skemmtanir. Yfirmaður „al- mennu kristilegu lögreglu- sveitarinnar", sem gætir prinsins, sendi erindisbréf til hirðarinnar þar sem hann kvartar undan Vilhjálmi: „Vinnuaðstæðurnar eru gífur- Sinnaskipti Erkiíhaldsmaðurinn Lee Atwater sem er 39 ára gamall og leiðtogi Repúblikana- flokksins varð fyrir miklu áfalli á dögunum er í Ijós kom að hann gengur með krabba- mein. Hann gat sér misjafnt orð fyrir kynþáttafordóma, hörku og grimmd í kosninga- baráttunni gegn Dukakis frambjóðanda demókrata í lega krefjandi og mönnum mínum ekki bjóðandi“. En Vil- hjálmur og félagar hans í sagnfræðinámi við háskól- ann í Leiden létu sér hvergi bregða við þessar umvand- anir lögreglunnar. Þeir eru enda öllu vanir síðan háskól- inn braut gamla þagnarhefð og birti afskaplega lágar ein- kunnir Vilhjálms. Eftir það hefur alþýðan gantast meö nafn arfaprinsins og nefnt hann „Willem de Domrne", Vilhjálm hinn heimska... (Spiegel/óg) forsetakosningunum 1988. Veikindin hafa haft mikil áhrif á afstöðu hans og m.a. hefur hann beðist afsökunar á framkomu sinni í garð Duka- kis. I tímaritinu Life lýsir hann breyttum lífsviðhorfum sínum og leit að trú. Hann kveðst nú lifa samkvæmt kenningunni um að „það sem þú vilt að aðrir menn gjöri þér, skalt þú og þeim gjöra“... (Spiegel/óg) Norma í áróðri Nítján ára gömul stúlka vann við færiband í hergagnaiðn- aði. Hún var að vísu barnaleg en einnig sérdeilis kvenleg. Ljósmyndari nokkur hafði fengið það verkefni frá yfir- manni sínum í áróðursdeild- inni að mynda fallegar stúlkur við föðurlandshollustusam- lega iðju. -Þetta var árið 1945 og stúlkan hét Norma Jean Doughtery. Hún átti síðareftir að gera garðinn frægan undir nafninu Marilyn Monroe og yfirmaður áróðursdeildarinn- ar sömuleiðis — Ronald Reagan 41. forseti Bandaríkj- anna. Hinar dísætu súkku- laðimyndir féllu í gleymsku og dá þar til nýverið að einhverjir komu þeim heim og saman við hið fræga fólk. Myndirnar hafa verið á sýningu í Palm Beech... Norma Jean — Marilyn Monroe. ÞJÓÐLÍF 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.