Þjóðlíf - 01.02.1991, Side 39

Þjóðlíf - 01.02.1991, Side 39
og það er óhætt að segja að útgáfu- dagurinn, 23. nóvember 1990, hafi verið stór stund í lífi okkar allra. Það var eins og að eignast barn! Og við biðum spennt eftir viðbrögðum annarra, en hvað gerðist? Ekki neitt vikum saman. Nú hafa þó birst tveir eiginlegir ritdómar um bókina en meira hefur farið fyrir nöldri yfir því sem ekki er í bókinni! Mér finnst það skjóta æði skökku við og það kemur mér mjög undarlega fyrir sjónir, því ég hélt að mjög margir hefðu beðið eftir þessari bók með mikilli eftirvæntingu. í því sambandi vil ég geta þess að fyrir stuttu rakst ég á gam- alt eintak af tímariti þar sem fjallað var um alfræðibækur, einkum Encyclopaedia Britannica, og í lokin var þess getið að von væri á fyrstu íslensku alfræðiorðabókinni og sagt eitthvað á þá leið að það „yrði mjög forvitnilegt að sjá hvernig til tækist“. Ég hef þó vart orðið var við nokkur viðbrögð og það þykir mér mjög miður fyrir mína hönd og annarra aðstandenda bókarinnar því að allir hlutaðeigandi unnu hörðum höndum í þrjú ár við að ljúka þessu verki. Og svo er eins og ekkert hafi gerst! HÓH: Auðvitað er Alfræðiorðabókin ekki hafin yfir gagnrýni og jafnaugljóst er að hún er ekki gallalaus, það er engum ljósara en þeim sem unnu að gerð hennar. Það vita hins vegar fáir hvernig slíkt verk verð- ur til. Alfræðiorðabókin var unnin á þremur árum og ég er ekki í nokkrum vafa um það að hvergi í heiminum hefur verk af þessu tagi verið sett saman á jafnskömm- um tíma og af jafnfáum. Það var lögð nótt við dag síðasta árið til að koma bókinni út á tilsettum tíma. Ég verð að viðurkenna að það olli mér talsvert miklum vonbrigðum þegar fyrsta gagnrýni manna á bókina var einkum lágkúrulegt nagg um það hvort þessi maður eða hinn væri með í bókinni eða ekki. Ég beið í ofvæni eftir því að sjá efnislegan, ígrundaðan og heiðarlegan dóm um verkið í heild en ekki slíkan sparðatíning. Auðvitað má deila um ein- stakar persónur en það hefði verið óeðli- legt í alla staði að fara að gera þetta verk að eins konar æviskrá íslenskra samtíðar- manna. Þeir sem kynna sér erlend rit af svipaðri stærð geta sannfærst um að þar er tekið á þessum málum á svipaðan hátt. Ég hef þó einnig orðið var við ósvikna ánægju með bókina og þar nægir að geta bóndans sem missti hús sitt í ofviðrinu um daginn og hugsaði fyrst um það að bjarga bókun- um sínum. Og hvaða bók mat hann mest og bar fyrst í skjól? Jú, Alfræðiorðabókina sína! ,.*• f 2* E§ t'i fl ®n r sf ■f'ir Í. *'$ % <% í* § /* &f* fi 9 '8 ' f1 r| 5- r * • * Jl m9 2sI .S > A.y ® f Ji Þau unnu verkið Adolf Friðriksson fornleifafræði,Aðalsteinn Eyþórsson málfræði Aðalsteinn Ingólfsson myndlist, Alfheiður Kjartansdóttir málfræði, Arndís Arnadóttir myndlist, Arni Bergmann bókmenntir, Arni Björnsson þjóðfræði, Arni Ibsen leiklist, Arni Indriðason sagnfræði, Asgeir Tómasson tónlist, Astráður Eysteinsson bókmenntir, Baldur Þorsteinsson líffræði, Bergþór Jó- hannsson líffræði, Bergþóra S. Þorbjarnardóttir jarðeðlisfræði, Birna Arn- björnsdóttir málfræði, Björn Þorsteinsson kvikmyndir, Bragi Guðmundsson verkfræði, Dagný Heiðdal þjóðfræði, Dagur Þorleifsson sagnfræði, trúar- brögð, Edda Oskarsdóttir bókmenntir, Eggert Lárusson landafræði, Eggert Olafsson tölvunarfræði, Einar Júlíusson stjörnufræði,eðlisfræði, Einar Sigur- björnsson guðfræði, Eiríkur Jensson líffræði, Eiríkur Þorláksson myndlist, Elísabet Hákonardóttir myndlist, Erling Ólafsson líffræði, Eysteinn Þorvalds- son bókmenntir, Fríður Ólafsdóttir sagnfræði, Gísli Pálsson mannfræði, Gísli Sigurðsson bókmenntir, Guðjón Jóhannesson læknisfræði, Guðmundur Ingi Haraldsson landafræði, Guðný Jónasdóttir sagnfræði, Gunnar Jónsson líf- fræði, Gylfi Pálsson fiskveiðar, Hálfdan Ómar Hálfdanarson líffræði, Halldór Armannsson efnafræði, Halldór Sverrisson líffræði, Hallgerður Gísladóttir matargerð, Heimir Hálfdanarson íþróttir, Helga Kress bókmenntir, Helga Þórarinsdóttir sagnfræði, matargerð, Helgi Ingólfsson sagnfræði, Hermann Ragnar Stefánsson samkvæmisdansar, Hrafnhildur Jónsdóttir bókmenntir, Hörður Kristinsson líffræði, Inga Lára Baldvinsdóttir sagnfræði, ljósmyndun, Ingrid Markan tónlist, Ingvi Þór Kormáksson tónlist, Jóhanna Jóhannesdóttir læknisfræði, Jón Eiríksson jarðfræði, Jón Þórarinsson tónlist, Jón D. Þor- steinsson verkfræði, Jónas Jónsson búvísindi, Jónína M. Guðnadóttir bók- menntir, Kirstín Þ. Flygenring viðskiptafræði, Kristín Bjarnadóttir listdans, Kristján Arnason bókmenntir, Leifur A. Símonarson jarðfræði, Magnfríður Júlíusdóttir landafræði, Magnús Bjarnason hermál, Ólafur Björnsson við- skiptafræði, Ólafur Gíslason myndlist, Ólafur Jensson verkfræði, Ólafur K. Nielsen líffræði, Óskar Ingimarsson líffræði, Óttar Ólafsson landafræði, Páll Bergþórsson veðurfræði, Páll V. Bjarnason byggingarlist, siglingar, Páll Skúlason lögfræði, Pétur P. Johnson flugmál, Ragnar Baldursson bókmenntir, Ragnar S. Ragnarsson sálfræði, Reynir Axelsson stærðfræði, Sigmundur Einarsson landafræði, Sigrún A. Eiríksdóttir bókmenntir, Sigrún Eldjárn myndlist, Sigrún Klara Hannesdóttir bókasafnsfræði, Sigurður J. Grétarsson sálfræði, Sigurður Hróarsson bókmenntir, Sigurður Steinþórsson jarðfræði, Sigurjón Jóhannsson bókagerð, Sigurjón H. Ólafsson tannlæknisfræði, Sigur- jón Rist vatnamælingar, Stefán Thors skipulagsfræði, Sveinn Einarsson bók- menntir, Takako Inaba Jónsson, bókmenntir, Tryggvi Jakobsson landafræði, Valgerður Einarsdóttir bókmenntir, Vigdís Pálsdóttir hannyrðir, Þór Rúnar Þorsteinsson málmsmíði, Þóra Kristjánsdóttir myndlist, Þórarinn Guð- mundsson eðlisfræði, Þorbjörn Karlsson verkfræði, Þórður Helgason bók- menntir, Þorsteinn Helgason sagnfræði, Þorsteinn Hilmarsson heimspeki, Þorsteinn Magnússon stjórnmálafræði, Þorsteinn Vilhjálmsson eðlisfræði, Þorsteinn Þórhallsson sagnfræði, Þuríður J. Kristjánsdóttir skólamál sál- fræði, Þuríður Þorbjarnardóttir líffræði, Örn Daníel Jónsson félagsfræði. ÞJÓÐLÍF 39

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.