Þjóðlíf - 01.02.1991, Side 47

Þjóðlíf - 01.02.1991, Side 47
BORN/SKOLAMAL BARNAHEILL Á ÍSLANDI Njóta íslensk börn minni leiðsagnar og verndar fullorðinna en tíðkast annars staðar á Norðurlöndnnum? Uppsprettu framtíðar er að finna í börn- um nútíðar. Þessi einfaldi sannleikur hefur því miður oftsinnis reynst þjóðinni erfiður biti að kyngja. Þegar fjallað er um skipulagsmál og verklegar framkvæmdir ríkis og sveitarfélaga hafa börn oftar en ekki orðið útundan. Launaþróun, vinnu- tími og húsnæðismál hafa ekki reynst barnafjölskyldum eins hagstæð og skyldi. Skólamál og dagvistun hefur ekki fylgt þróun annarra Norðurlanda. Þjóðlíf hefur ákveðið að veita samtök- unum Barnaheill rúm fyrir greinar er fjalla um fjölmarga málaflokka er varða börn. Vill stjórn Barnaheilla hér í upphafi þakka ritstjórn og væntir þess að skrifin efli um- ræðu um málefni barna. Ikjölfar heimsstyrjaldarinnar fyrri og á árunum milli stríða var mikil vakning meðal skólafólks um að bæta hag barna hér á landi. A þessum árum voru unnin slík þrekvirki í uppeldismálum barna að seint mun gleymast. Grunnurinn var lagð- ur að uppbyggingu barnaheimila hér á landi. Árið 1924 var Barnavinafélagið Sumargjöf stofnað og sex árum síðar hóf það rekstur fyrsta dagheimilisins, Grænu- borgar. Brautryðjandi þessa verks var Stein- grímur Arason, einhver merkasti skóla- frömuður íslendinga á þessari öld, (sjá nánar í 8. tbl. 6. árg. Þjóðlífs 1990). Sam- tökin Barnaheill eru í raun nátengd Sum- argjöf, bæði hvað snertir tilgang og hug- myndir þó svo að áratugir skilji þau að. Sumargjöf studdi Barnaheill með fjár- stuðningi við stofnun og formaður þeirra situr í stjórn Barnaheilla. Samtökin Barnaheill voru stofnuð eftir tæplega þriggja ára undirbúning á degi EFTIR ARTHÚR MORTHENS Sameinuðu þjóðanna 24. október 1989. Þau báru fyrst heitið „Hjálpum börnum“, en á framhaldsstofnfundi 8. febrúar 1990 var nafnið Barnaheill valið samtökunum til frambúðar. Heimilisfang þeirra er nú að Lágmúla 5, Reykjavík og skrifstofust- jóri er Hanna Dóra Þórisdóttir, fóstra. Verndari samtakanna er forseti Islands frú Vigdís Finnbogadóttir. Barnaheill hefur frá upphafi haft góð tengsl við systursamtök sín á Norðurlönd- um, sérstaklega Redd barnet í Danmörku og Radda barnet í Svíþjóð, sem hefur 70 ár að baki í alþjóðlegu hjálparstarfi. Barna- heill hefur jafnframt óskað eftir því að gerast aðili að alþjóðasamtökunum Save the Children Alliance sem hafa aðsetur í Genf. I' nóvember 1989 var á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna samþykktur al- þjóðasamningur um réttindi barna. Und- irbúningsvinna hafði tekið 10 ára þrotlaust starf og er það vissulega gleðiefni að þessi réttindasáttmáli skuli nú í höfn. I alþjóða- samningnum eru mörg merk nýmæli sem sum hver eru ekki nægilega tryggð í ís- lenskri löggjöf. íslendingar voru með- flutningsaðilar að þessum samningi þegar hann var borinn upp til samþykktar hjá SÞ. Nauðsynlegt er að alþjóðasamningur- inn um rétt barna verði staðfestur af Al- þingi hið fyrsta, þannig að hann öðlist gildi hér á landi. I framhaldi af samþykkt Alþingis þarf síðan að samræma löggjöf hér á landi hinum nýja samningi. f lögum Barnaheilla er skýrt tekið fram að alþjóða- samningurinn skuli hafður að leiðarljósi í starfi samtakanna. Barnaheill lítur svo á að það sé eitt af meginverkefnum sínum, nú á næstunni, að þrýsta á staðfestingu og framkvæmd samningsins hér á landi. elferðarþjóðfélagið á sér sínar björtu hliðar sem og dökkar og aldrei er það svo að við fáum aðeins að kynnast björtu hliðunum. Fjöldi einstaklinga vinnur hjá ríki og sveitarfélögum að velferðarmálum. Hver hefur þar sinn afmarkaða bás í skóla-, heilbrigðis-, félags- og dómskerf- inu. Sem einstaklingar hafa þessir aðilar margsinnis horft upp á smæð sína í alvar- legum málum. Samstarf er oft af skornum skammti og fjölmörg dæmi eru um að margir aðilar eru að vinna að máli sömu fjölskyldunnar án þess að vita hver af öðr- um. Hver bás velferðarkerfisins er sem lokaður heimur án þekkingar eða tengsla við næsta bás. Niðurbútað kerfi af þessu ÞJÓÐLÍF 47

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.