Þjóðlíf - 01.02.1991, Page 49

Þjóðlíf - 01.02.1991, Page 49
„Island hefur eitt velferðarríkja ekki komið á fót einsetnum skóla fyrir börn sín.“ verður barnalög frá 1981. 8. Stofna þarf embætti umboðsmanns barna er hefur það hlutverk að hafa eftirlit með því að lög og framkvæmdir séu virt með hagsmuni barna í huga. 9. Stjórnvöld þurfa að byggja upp með- ferðarheimili fyrir vegalaus börn sem eiga sér enga trausta forsjáraðila. Þessi börn eiga oft við alvarlega geðræn, félagsleg og tilfinningaleg vandkvæði að stríða. Vistun hjá fósturforeldrum hefur ekki reynst sem skyldi og því eru þessi börn geymd inni á stofnunum. 10. Stjórnvöld þurfa að vinna markvisst að málefnum innflytjendafjölskyldna er hingað koma, bæði hvað varðar ráðgjöf og kennslu. Málefni barna er koma erlendis frá þarf að skoða sérstaklega. Eins og nú er háttað fá þessi börn litla sem enga aðstoð í skólakerfinu umfram það sem önnur börn fá. Ef sú aðstoð sem veitt er hér á landi er borin saman við þá aðstoð sem veitt er annars staðar á Norðurlöndum stöndum við þeim ótrúlega langt að baki. 11. Efla verður stórlega rannsóknir á málefnum barna og unglinga í íslensku þjóðfélagi. Hér verða stjórnvöld að marka rannsóknarstefnu í þessum málum í sam- ráði við fagaðila. Hér hefur verið drepið lauslega á fáein atriði sem Barnaheill telur nauðsynlegt að taka á í nánustu framtíð. Ætlunin er að í næstu heftum Þjóðlífs verði fjallað nánar um einstaka þætti þess sem hér hefur verið markvissum aðgerðum styrki uppvaxtar- og uppeldisskilyrði allra barna í íslensku samfélagi. Að lokum er rétt að nefna fáein atriði sem nauðsynlegt er að taka á, ef bæta á stöðu barna í íslensku samfélagi. Hér er aðeins um örstutta upptalningu að ræða: 1. Bæta þarf kjör þeirra sem lægstu launin hafa. Stjórnvöld þurfa m.a. að: Hækka skattleysimörk, hækka tekju- tengdar barnabætur og koma á húsaleigu- bótum. Lengja þarf fæðingarorlof og hækka mæðralaun. Samtök launafólks þurfa með markvissum hætti að taka þátt í að styrkja velferðarkerfið og bæta stöðu barna í samfélaginu. Hækka þarf dag- vinnulaun og gera þarf markvissa tilraun til þess að draga úr þeirri óhóflegu yfir- vinnu er hér hefur tíðkast. 2. Stjórnvöld þurfa að samræma stefnu er varðar barna- og fjölskyldumál. Koma þarf á samræmdri vinnu félags-, heilbrigð- is- og skólakerfis í málefnum barna. Byggja þarf upp samtengt öryggisnet í samvinnu faghópa með hagsmuni barna í huga. 3. Byggja þarf upp með skipulögðum hætti fjölskylduráðgjöf hér á landi, sem fram til þessa hefur verið veikur hlekkur í núverandi skipulagi. Bæði ráðgjöf og for- varnir í formi fræðslu skipta afgerandi máli fyrir öflugt félagslegt öryggisnet. 4. Koma verður á einsetnum heilsdags- skóla fyrir öll börn. ísland hefur eitt vel- ferðarríkja ekki komið á fót einsetnum skóla fyrir börn sín. Er ekki seinna vænna að íslendingar þvoi af sér þann smánar- blett sem óneitanlega hvílir á skólakerfi okkar, börnum til tjóns. Semja þarf við sveitarfélög, kennarasamtök og foreldra um ýmsar hliðarráðstafanir sem nauðsyn- legt er að koma á til að hægt sé að hrinda þessu stórátaki í framkvæmd. 5. Efla þarf stórlega dagvistar — leik- skólakerfið með það í huga að geta boðið upp á heils og hálfs dags vistun fyrir öll börn sem þess þurfa með. Efla þarf sam- starf leikskóla og grunnskóla þannig að fagleg samfella skapist í allri vinnu. 6. Með markvissu þjóðarátaki verður að draga úr óhugnanlega hárri slysatíðni barna hér á landi, sem er sú hæsta á Norð- urlöndum og þó víðar væri leitað. 7. Styrkja þarf réttaröryggi barna hér á landi enn frekar en nú er. Færa þarf ýmiss ákvæði laga um mannréttindi barna og unglinga til samræmis við alþjóðlegar rétt- arvenjur og sáttmála sem Islendingar eru aðilar að. Sérstaklega þarf að taka á rétti barna í forræðisdeilum. Börn verða að fá að tjá sig í slíkum málum og endurskoða ÞJÓÐLÍF 49

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.