Þjóðlíf - 01.06.1991, Page 8

Þjóðlíf - 01.06.1991, Page 8
INNLENT W Ættarmótin orðin veigamikill þáttur í samkomuhaldi íslendinga. Ör þróun á síðustu árum. Leitin að rótunum. Arfur þjóðveldisaldar eða ómerkilegt tískufyrirbrigði? Þýðingarlaus skemmtun eða gjöfull menningararfur? Enduruppgötvun einstaklings í œttarsamfélagi? ÓSKAR GUÐMUNDSSON OG SIGRÍÐUR MATTHÍASDÓTTIR íslendingar eru öðruvísi en aðrar þjóðir. Ættarmót, niðjamót eru nánast eins- dæmi í veröldinni. Og á síðustu árum hefur slíkum mótum farið fjölgandi. Hef- ur ættin aðra þýðingu á Islandi en annars staðar, þurfum við meira á samheldni innan ætta að halda en aðrar þjóðir? Eru ættarmót leifar frá menningu þjóðveldis- aldar eða uppvakning? Eða eru niðja- mótin bara tískufyrirbrigði? Þjóðlíf leit- aði til fræðimanna og almennings til að kanna málið nánar. instaklingurinn hefur aðra þýðingu hér á landi en í flestum skyldum menningarsamfélögum. íslendingar eru sér meðvitaðri um uppruna sinn og rætur en margar aðrar þjóðir. Og virðing fyrir upprunanum og forfeðrunum er meiri hér en víðast hvar annars staðar. Um þetta eru mörg dæmi. Almennur ættfræðiáhugi og ættarmót á síðustu árum eru órækur vitn- isburður um þetta. Margir halda að ættarmót séu alveg ný af nálinni. En Þorsteinn Jónsson útgef- andi og ættfræðingur þekkir málið manna best: „Fyrsta niðjamót sem ég veit um að haldið hafi verið á íslandi var haldið árið 1924. Það voru niðjar hjónanna að Reykj- um á Skeiðum, þeirra Þorsteins Þor- steinssonar og Ingigerðar Eiríksdóttur sem það héldu en niðjamótið var haldið í sambandi við demantsbrúðkaup þeirra (60 ára brúðkaupsafmæli). Þetta var merkilegur viðburður, það komu saman um 70 manns og teknar voru myndir. En ættarmót fara fyrst að verða verulega al- geng upp úr 1970 og eru sjálfsagt viðbrögð við því að fólk er orðið svo upptekið í sínum störfum og fjölskylduheimsóknir sem voru mikið tíðkaðar á árum áður mik- ið til lagstar af. Margar ættir koma saman á hverju ári, einkum þær minni. Dæmi um ætt sem kemur saman ár hvert eru afkomendur Jóns Þórólfs Jónssonar, bónda að Gunnlaugsstöðum í Stafholts- tungum í Borgarfirði frá 1902-42.“ Þjóðlíf hefur einnig haft spurnir af ætt- armótum sem haldin voru laust eftir 1960. Eyvindur Eiríksson rithöfundur kveður afkomendur hjónanna Guðjóns Krist- jánssonar og Önnu Jónasdóttur í Skjald- arbjarnarvík í Strandasýslu hafa haldið ættarmót sumarið 1966. Margvíslegar kenningar eru uppi um ástæður ættarmóta og íslensku fjölskyld- una. Ein er sú að fjölskyldan hafi meiri þýðingu hér á landi en annars staðar. Hún gegni stærra hlutverki. íslenskir fræði- menn virðast lítið hafa fjallað um þetta fyrirbæri. Þó hefur þetta komið fram í rannsóknum um önnur efni. í könnun um húsnæðismál fyrir nokkrum árum kom t.d. fram ýmislegt sem benti til þess að fjölskyldutengsl vegi þyngra á metunum hér en annars staðar. Þar kom m.a. fram að íbúðakaupendur geta reitt sig á aðstoð foreldra í einhverju tilliti. Þá þykir það og órækur vitnisburð- Afkomendur Ingibjargar Þorláksdóttur og Lúðvíks Sigurðssonar í Neskaupstað ásamt mökum. 8 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.