Þjóðlíf - 01.06.1991, Blaðsíða 9

Þjóðlíf - 01.06.1991, Blaðsíða 9
Fyrsta ættarmótið? Myndin er tekin árið 1924 í demantsbrúðkaupi þeirra Ingigerðar Eiríksdóttur og Þorsteins Þorsteinssonar á Reykjum á Skeiðum. ur um hin sterku fjölskyldutengsl á ís- landi hvernig ungu fólki tekst að ala upp börn við aðstæður þar sem dagvistarkerfi er nánast í rústum eins og í höfuðborginni. „Þetta gengi aldrei upp nema vegna þess að fjölskyldurnar hlaupa undir bagga, afar og ömmur, frændur og frænkur“. Ingi Valur Jóhannsson félagsfræðingur í Félagsmálaráðuneytinu segir: „Aðstoð ættingja, t.d. við barnapössun, hefur að miklu leyti fyllt upp í það gat sem hefur verið í kerfinu varðandi dagvistun barna. Þannig hefur það líka verið á hinum Norð- urlöndunum þó að það hafi ekki verið í sama mæli og hér. Hins vegar las ég nýlega norska grein um þetta mál sem benti á að „hulduherinn“ sem hingað til hefur bjarg- að þessum málum væri stétt sem ekki end- urnýjaði sig og dæi út á komandi árum. Þetta eru konur sem hafa verið heima- vinnandi alla tíð og alið upp sín börn. Þær hafa yfirleitt litla skólagöngu og hafa þ.a.l. átt erfitt með að fara út á vinnumarkaðinn þegar börnin eru komin upp en það sem hefur bjargað þeim er að þær hafa fengið nýtt hlutverk, að ala upp barnabörnin. Dætur þessara kvenna munu hins vegar ekki leika sama hlutverk, þær hafa yfir- leitt hlotið menntun og eru sjaldan mjög lengi inni á heimilinu eingöngu þannig að þetta leynilega hjálparkerfi mun riðlast á komandi árum.“ Haraldur Ólafsson mannfræðingur: Á miðjum 8. áratugnum var gerð könnun þar sem kom í ljós að ungt fólk sem var að hefja búskap hlaut mjög mikinn stuðning frá ættingjum eiginkonunnar fremur en frá ættingjum eiginmannsins, stuðning við húsbyggingar, lán og uppáskriftir á víxla. Og það sem merkilegra var, þessi stuðningur var yfirleitt ekki talinn til að- stoðar heldur þótti sjálfsagður, jafnvel þótt um væri að ræða miklar fjárhagslegar skuldbindingar. Sömuleiðis komu í ljós mikil tengsl hinna ungu kvenna við mæð- ur sínar, yfirleitt daglegt samband í síma. Þetta er ég ekki viss um að hafi tíðkast annars staðar en hér.“ umir rekja ættarsamheldni og á stundum forfeðradýrkun til þjóðveld- istímans. I sumum menningarsamfélög- um þekkist hliðstæð samheldni, — það umdeilanlegasta af þeim toga er meðal ít- ala og Bandaríkjamanna af ítölsku bergi —mafían. Og í mörgum vestrænum ríkj- um hafa örfáar ættir náð gífurlegum völd- um og tökum í efnahags- og stjórnmálalífi þjóðanna. Það sama á við á Islandi þar sem stundum er talað um fjölskyldurnar fjórar (sjö eða fjórtán) sem eigi Island. Fjöl- skyldurnar hafi sýnt mikla samstöðu og samheldni og þær valdamestu venslaðar og giftar þvers og kruss innbyrðis. En á síðustu árum hafa fleiri ættir en voldugrar yfirstéttar komið fram í dagsljósið. Margir telja að þetta fyrirbæri, ættar- og niðjamót sé einstakt í veröldinni og þekk- ist hvergi annars staðar. Þorsteinn Jóns- son ættfræðingur: „Niðjamót eru ekki haldin annars staðar í heiminum að neinu marki. Grunnástæðan fyrir vinsældum niðjamóta er sú að á íslandi eigum við upplýsingar um forfeður okkar síðan land byggðist. Það hefur verið hefð í landinu síðan Landnáma var skrifuð að skrásetja ættfræði, á okkar myrkustu öldum var alltaf skrifuð ættfræði þó svo að ekki mik- ið annað væri skrifað. Síðan hafa ættfræði- bækur sem farið hefur verið að gefa út á síðustu árum kynt undir áhugann á að halda niðjamót. Smæð þjóðarinnar gerir líka sitt, hún gerir okkur kleift að halda utan um upplýsingarnar en hún er ekki eina ástæðan. Frændur okkar, Færeying- ar eru enn minni en við en þar eru ættar- mót ekki haldin að neinu marki. Þar er líka nær ekkert til af ættfræðilegum rit- um.“ Frosti Jóhannsson þjóðháttafræðingur segir hins vegar: „Við höfum tilhneigingu ÞJÓÐLÍF 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.