Þjóðlíf - 01.06.1991, Qupperneq 12

Þjóðlíf - 01.06.1991, Qupperneq 12
INNLENT „VANTAÐI HINN BORGFIRSKA NEGRA" Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður og Langhyltingur: Kynslóðin á mölinni er að vakna upp við það að þekkja ekki ættina sína. Ungum börnum hollt að kynnast uppruna sínum, landinu sínu, reitnum sínum Jakob Frímann Magnússon, tónlistarmaður er einn þeirra sem hafa tekið þátt í og skipulagt ættarmót. Hann er afkomandi sr. Magnúsar Andréssonar og Sigríðar Pétursdóttur Sívertsen, prestshjóna á Gilsbakka í Borgarfirði á síðustu öld og fram á þessa. Þau hjón áttu 9 börn, Andrés, Sigríði, Pétur, Magnús, Katrínu, Steinunni, Guðrúnu, Ragnheiði (föðurömmu Jakobs) og Sigrúnu. „Það er aðallega Pétursarmurinn sem hefur haldið saman. Pétur átti flest börnin svo að hans ættbogi er mjög fjöl- mennur. Arið sem hann hefði orðið 100 ára komu niðjar hans saman til að heiðra minningu hans og þar tók hugmyndin að ættarmóti afkomenda Gilsbakkahjón- anna að gerjast. Það var síðan í apríl árið 1989 að niðjarnir komu saman á Hótel Sögu. Það var mjög góð mæting og það var svo skemmtilegt að Sigrún, dóttir Gilsbakkahjónanna (fyrrverandi for- stöðukona Heilsuverndarstöðvarinnar í Reykjavík) var þá enn lifandi í hárri elli og gat mætt. Hún lést síðan í fyrra, síð- ust Gilsbakkasystkina. Þarna á Sögu var m.a. efnt til spurningakeppni og samdi Ásgeir Pétursson, bæjarfógeti í Kópa- vogi spurningarnar. Spurningarnar tengdust ættinni og átthögunum og voru þær vægast sagt mjög erfiðar. Hins vegar var bókstaflega aldrei komið að tómum kofunum hjá þeim sem sátu fyrir svör- um, svo að þarna kom fram geysilegur fróðleikur. í kjölfar þessa var svo ákveðið að heimsækja átthagana, sjálft ættaróðalið, Gilsbakka, aðra helgina í ágúst. Þetta var helgin eftir Verslunarmannahelgi, eina helgin allt sumarið sem ég átti frí. Þarna var komið saman á laugardegi, um 125 manns og tjaldað í gili neðan við bæinn. Þar var grillað og sungið og spjallað saman. Menn kynntust og þegar ættarlaukarnir voru aðeins búnir að hella upp á sig um kvöldið þá skeði margt skondið og skemmtilegt. Daginn eftir var mætt til hádegisverð- ar í Brúarási, félagsheimilinu í sveitinni og síðan haldið til messu í Gilsbakka- kirkju hjá sr. Geir Waage, sömu kirkj- unni og ættfaðirinn, sr. Magnús Andrés- son messaði í. Það var bæði háu'ðleg og eftirminnileg stund. Þá var farið í gönguferð undir leiðsögn Magnúsar Sigurðssonar, bónda á Gilsbakka en hann er sonur Guðrúnar Magnúsdótt- ur. Ég hygg að varla sé til sú þúfa í landi Gilsbakka og nágrennis sem hann kann ekki fullkomin skil á. Að loknu síðdegis- kaffi í Brúarási fór síðan fólkið að tygja sig til brottfarar. Síðastliðinn vetur fórum við Ragn- hildur kona mín norður á Akureyri til að starfa við leikhúsið þar. Þá vildi svo til að fyrsta verkefni vetrarins var leikritið Ættarmótið eftir Böðvar Guðmunds- son sem er bráðskemmtilegur farsi. Ég var beðinn að semja tónlistina við verkið og lét ég ekki segja mér það tvisvar. í þessu leikriti Böðvars er að finna ýmsar hliðstæður við okkar ættarmót á Gils- bakka án þess að ég vilji tíunda það nán- ar. Hins vegar hafði lokaþáttur Ættar- móts Böðvars það umfram okkar ættar- mót að þar er alltaf verið að bíða eftir fínum ættingja að„ Westan“, verkfræð- ingnum Harry Miles. Það kemur líka fram að bóndinn á ættaróðalinu er mikill negrahatari. Síðan birtist Harry Miles í lokin en reynist þá vera blökkumaður. En þetta atriði vantaði hjá okkur, þ.e. hinn borgfirska negra. En þetta var mjög ánægjuleg helgi og við skildum með það að næst myndum Margt bendir til þess að íslendingar séu í einhvers konar leit að sjálfum sér, uppruna sínum og sjálfi. Það er eins og þeir leiti, ekki bara að einstaklingnum heldur líka heildinni. Sumir telja jafnvel að rekja megi nýaldarhreyflngu og ætt- fræðiáhuga í sömu átt; leitina að innihaldi og nýjum gildum. Sá mikli ættfræðiáhugi sem farið hefur vaxandi á íslandi er áreiðanlega hluti af skýringunni á því af hverju niðjamótum fer fjölgandi. Þorsteinn Jónsson ættfræð- ingur: „Ættfræðifélagið var endurvakið 1972. (Það var stofnað 1945 en lagðist síð- an niður). Þá voru 50 meðlimir í félaginu og nær allt eldra fólk. Nú eru félagar yfir 500 og þó nokkuð stór hópur er ungt fólk. Eftir að framhaldsmyndaflokkurinn Ræt- ur var sýndur í sjónvarpinu fyrir nokkrum árum varð mikil ættfræðivakning í heim- inum og ættfræðistofur spruttu upp, t.d. í Bandaríkjunum. En við Islendingar höf- um bara þá sérstöðu að geta rakið ættir okkar auðveldar og lengra en nokkrar aðr- ar þjóðir veraldar. Hér á ættfræðistofunni er algengt að við rekjum ættir áður en haldin eru niðjamót. Þá eru venjulega raktir um 5 ættliðir aftur í tímann, u.þ.b. 250-300 ár, aftur að manntali Árna Magnússonar og Bjarna Pálssonar árið 1703. Hins vegar höfum við gefið út á milli 40-50 bækur um ætt- fræði, smærri og stærri og nú höfum við nýlokið við þriggja binda verk um Pálsætt á Ströndum. Þar koma um 18 þúsund manns við sögu og ættin rakin aftur til Haralds hárfagra (850-933) sem sameinaði Noreg í eitt ríki og Ragnars Loðbrókar. Upplýsingarnar höfum við í kirkjubók- um aftur til ársins 1785 og síðan í ættar- tölubókum, málsskjölum og fornbréfum. Hér áður fyrr stunduðu menn ættfræði til að gæta hagsmuna sinna þar sem ættirnar voru valdastofnanir þjóðfélagsins. Á síðari tímum hafa menn gjarnan haft andúð á 12 ÞJÓÐLÍF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.