Þjóðlíf - 01.06.1991, Page 13

Þjóðlíf - 01.06.1991, Page 13
Jakob Frímann Magnússon. Maður nær einhverju jarðsambandi þar sem maður er úti íguðs grænni náttúrunni á staðnum þar sem forfeður manns lifðu sínu lífi. Eftir slíka jarðtengingu stendur maður einhvern veginn traustari fótum í tilverunni... við rekja upprunann enn lengra og fara að SyðraLangholti í Hrunamannahreppi en þaðan var Andrés, faðir sr. Magnúsar ættaður. Þar næst mætti svo jafnvel fara enn lengra, nefnilega að Reykjum á Skeiðum en þar bjó sjálfur Eiríkur Vig- fússon sem Reykjaættin er kennd við. Það er heilmikil vinna að skipuleggja svona mót en um leið gefandi. Maður nær einhverju jarðsambandi úti í guðs grænni náttúrunni á staðnum þar sem forfeður manns lifðu sínu lífi. Eftir slíka jarðtengingu stendur maður einhvern veginn traustari fótum í tilverunni. Það er líka nauðsynlegt að börnin kynnist uppruna sínum, landinu sínu, reitnum sínum. Fyrir nokkrum árum var ég á hraðferð um Hvítársíðu en stansaði á Gilsbakka. Þegar ég hugðist fara þaðan drapst á bílnum og hann vildi ekki í gang aftur hvernig sem ég reyndi. Þar sem ég stóð við Gilsbakkaafleggjarann og virti fyrir mér heimkynni forfeðranna opnuðust augu mín meir en nokkru sinni fyrir mikilfengleik þeirrar náttúru sem ól ömmu mína og hennar fólk. Mér fannst eftir á eins og það hefði verið hnippt í mig til að vekja athygli mína; hver er ég, hver er uppruni minn? Ég held að ættarmót séu vinsæl núna vegna þess að kynslóðin sem er búin að vera á mölinni allt sitt líf er að vakna upp við það að samgangur og samskipti hafa minnkað og að jafnvel nátengdir ættingj- ar þekkjast ekki lengur. Og það sem knúði mig til að fara af stað var nákvæm- lega þetta, að halda tengslum við mitt fólk. Ég er núna farinn að hafa meiri samskipti við ýmsa ættingja mína sem ég þekkti varla áður. 0 ættfræði á þeim forsendum að hún sé not- uð til að upphefja fólk. En ég held að núna líti fólk á ættfræði sem hjálpargagn til sögulegrar skoðunar. Samtímis því sem ættfræði er skoðuð þá les maður mikla sögu sem hvergi er annars staðar að finna. Það er mjög merkilegt að rekja ættir leig- uliðans og vinnumannsins og skoða sögu manna sem kannski áttu 20 börn og öll dóu úr barnaveiki. Það er oft mikil ör- lagasaga genginna kynslóða sem við nú- tímafólk getum lesið með aðstoð ætt- fræðinnar. Ættfræðin er sérstaklega mik- ilvæg hjálpargrein við félagsfræðilegar rannsóknir og í erfðafræðinni getur hún hreinlega bjargað mannslífum. Erfðir geta bæði verið góðar og slæmar.“ Haraldur Ólafsson gerir hins vegar ekki mikið úr þeirri ættfræði sem notuð er hvunndags: „En talandi um þá ættfræði sem er stunduð hér á landi í blöðum og u'maritum þá er hún yfirleitt mjög frum- stæð. Hún er leikur að því að vita hverjir eru skyldir, rekja saman þekkt nöfn, presta og sýslumenn og annað fínt fólk en er engin ættfræði í raun og veru.“ n hvernig sem ættfræðin spilar inn í þá gegna ættarmótin hlutverki sem erfitt er að skýrgreina og lítt hefur verið kannað meðal fræðimanna. Það er e.t.v. hluti af tilvistarspurningunni, hver er ég, hvaðan kem ég? Fólk vill fara á ættarmót. Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræði- nemi er að fara á ættarmót núna í júlí. Þegar hann er spurður að því til hvers hann fari á mót til að hitta fólk sem hann hefur aldrei séð áður né talað við vegna þess eins að það er ættingjar hans segir hann að ættin sé sér mikilvæg til að stað- setja sig í lífinu, vita hver hann sé. „Mér finnst gaman að fara að hitta ættingja mína sem ég hef aldrei séð, tala við þá og sjá hvernig þeir líta út og það sem mér finnst merkilegt er í rauninni að ég skuli aldrei hafaséð þá áður.“ () ÞJÓÐLÍF 13

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.