Þjóðlíf - 01.06.1991, Blaðsíða 21

Þjóðlíf - 01.06.1991, Blaðsíða 21
helsti verndari stúlku er oft eldri bróðir hennar sem fylgist vandlega með ferðum hennar, jafnvel löngu eftir að hún giftist og flyst að heiman. Ef kona brýtur ein- hverjar reglur um siði og heiður fjölskyld- unnar réttlætir það oft barsmíðar á kon- unni og jafnvel morð. Frjósemi er mikil- væg og ef hjónabandið leiðir ekki til barnaláns þá er skuldinni venjulega skellt á konuna en ef kona er frjósöm og á marga syni nýtur hún virðingar og getur fengið umtalsverð völd á heimilinu með aldrin- um. Formlega séð gerir Islam ekki ráð fyrir valdstjórn af neinu tagi. Allah er hinn eini lögmæti valdhafi og samkvæmt kór- aninum er það óguðlegt að sækjast eftir valdi. Hinn sanni íslamski valdhafi á að vera drifinn áfram af þeim ásetningi að stöðva hið vonda og boða það sem gott er í anda trúarbragðanna. Hin íslömsku lög „sharia“ sem þýðir „hinn beini vegur“ eru víðtæk og varða flest svið mannlífsins. Að þessu leyti svipar Islam til Gyðingdóms. íslömsk trúarbrögð hafa enga formlega „kirkjulega“ yfirstjórn eins og mörg önn- ur trúarbrögð sem sjá um að skýra eða túlka „sharia" frá dögum Múhameðs spá- manns og hans kalífum þó margir hafi gert tilraunir til þess. Stjórnmálaleg og kirkju- leg yfirstjórn hefur venjulega verið í hönd- um yfirvalda í hverju landi sem sjá um að farið sé eftir lögmálum Islam, a.m.k. við- urkenndum túlkunum á þeim. Á lægstu stigum búa trúarleiðtogarnir meðal hins almenna múslima. Oft á tíðum hafa þeir enga formlega þjálfun eða menntun til starfans. Hjá Aröbum kallast hann „sheik“, hjá Tyrkjum kallast hann „hoca“ og í NV-Afríku kallast hann „marabout". Allir sjá um framkvæmd ýmissa helgi- siða, svo sem bænahald, umskurð, brúðkaup, skilnað, jarðarfarir og þess háttar. Opinberanir Múhameðs eru tíundaðar í Kóraninum og kallast,, (hadith)“. Mjög mismunandi er hvað múslimar viður- kenna af þeim og er um ólíkar túlkanir að ræða. Múslimar skiptast í marga undir- trúarhópa, allt eftir mismunandi túlkun- um. Flestir Arabar eru sunníta múslimar þó svo að t.d. í írak séu um helmingur shiar og í Líbanon eru um 20% múslima shiar. Næstum ein milljón Araba í Vestur- Sýrlandi og norður Líbanon eru af Alawi skólanum sem er afsprengi shía- skólans. Shiar og Alawi eru taldir fátækastir músl- ima, búa á hrjóstrugustu svæðunum og vinna lélegustu störfin í bæjum og borg- um. Útivist kvenna frá heimilum er takmörkuð og þeim ber að hylja líkama sinn og andlit. I' íslömskum ríkjum hefur það þróast þannig að hvert ríki hefur sitt valda- kerfi eða kerfi „sheika“ og hvert ríki hefur sína togstreitu milli hlutverks veraldlegra og trúarlegra laga. Allar hugmyndir um breytingar fá lítinn hljómgrunn og eru oft um leið taldar ógna trúarbrögðunum. Það þarf því mikið hugrekki til að boða breyt- ingar og málsvarar þeirra geta allteins átt von á því að verða drepnir. í Kóraninum segir eitthvað á þessa leið: „ Ef múslimi sér eitthvað ámælisvert í fari náungans ber honum trúarleg skylda til að tala um fyrir honum sem er lágmarks skylda. Ef það dugar ekki til verður að leiðrétta hið óæskilega athæfi með höndinni eða stafn- um.“ Til þess að tryggja guðsótta og góða siði er öflug trúarbragðalögregla starfandi í sumum íslömskum ríkjum þó skýrt sé kveðið á um það í Kóraninum að bannað sé að njósna um náungann. Þrátt fyrir olíuauð sem mörg íslömsk ríki státa af eru þau yfirleitt talin til þess sem við köllum þróunarlönd og hinn al- menni múslimi er fátækur. I sumum ís- lömskum samfélögum hefur skapast mik- ill efnahagslegur og félagslegur munur á milli dreifbýlis og þéttbýlis. Lífsmunstur fólks á landsbyggðinni hefur breyst ótrú- lega lítið í aldanna rás en borgarmúslim- inn er menntaðri og frjálslyndari að mörgu leyti, þrátt fyrir ýmsa íhaldssemi á siði og venjur í anda Islam. Orðið undirgefni annars vegar og stolt hins vegar skapar ótrúlegar mótsagnir í menningu Araba og gengur sem rauður þráður í gegnum allt mannlegt samfélag. Samkvæmt íslömskum rétttrúnaði er ósið- legt að taka vexti og spila fjárhættuspil og bannað er að neyta áfengis. Fólk í iðn- væddum stórborgum, jafnt karlar sem konur njóta meira frelsis. Með aukinni iðnvæðingu og þéttbýlisþróun í átt til stór- borgarlífs verða hin trúarlegu lög veikari og veraldlegt gildismat manna eykst. En veraldlegar venjur og trúarleg lög marka útlínur hegðunarmunsturs þar sem hið fyrrnefnda má ekki á nokkurn hátt stang- ast á við hið síðarnefnda. Þess vegna hefur verið bent á að íslömsk ríki séu langt frá því að verða frjálslynd og lýðræði eins og Vesturlandabúar þekkja það sé ekki í sjón- máli. Iðnvæðing þessara ríkja hefur ekki náð til smábænda sem ráða ekki við fjárfest- ingar sem þarf til nútíma landbúnaðar. Þeir sem þannig hafa orðið útundan og sjá stöðu fjölskyldunnar um leið veikjast hafa leitað skjóls í trúnni sem andsvari við inn- rás vestrænnar siðmenningar. Vestræn menning er oft eitur í beinum trúarleið- toga sem telja hana ógna íslamskri trú. Trúarleiðtogar hafa því yfirleitt eins og dæmin sanna á síðustu árum færst í átt til bókstafstrúar eða nýrétttrúnaðar, með lít- ilsháttar tilraunum til aðlögunar að breyttu þjóðfélagi en ekki frjálslyndis. Stuðst var við eftirtaldar bækur: Gardet, Louis; Les hommes de I islam Weekes, Richard V.; Muslim Peoples Minces, Juliette; The House of Obedience Ilyas Ba-Yunus and Farid Ahmad; Islamic Sociology. ÞJÓÐLÍF 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.