Þjóðlíf - 01.06.1991, Page 37

Þjóðlíf - 01.06.1991, Page 37
Kona við spilaborð. Þessi mynd var á Sturm sýningunni í Berlín árið 1925. lá leið flestra þeirra íslensku manna og örfáu kvenna sem á þeim árum vildu verða myndlistarmenn. Finnur vann fyrir sér með gullsmíði og sótti kennslu til undir- búnings þess að komast inn í Akademíið en þegar hann var að byrja sitt nám þar brá svo við að nemendur skólans gerðu verk- fall. Þeir vildu mótmæla því hve gamal- dags kennararnir væru og skólinn staðn- aður og kennslan féll niður í nokkra mán- uði. Þá var það að Finnur Jónsson lagði enn land undir fót. Með næmu nefí lista- mannsins þefaði hann upp hvar suðupott- urinn í listum lægi, hann hélt til Þýska- lands, fyrst til Berlín en síðan til Dresden. Dresden þessara ára, áranna um 1920, var eins konar miðpunktur listamanna sem vildu fara nýjar leiðir. Þjóðfélags- ástandið í Þýskalandi á árunum milli stríða gerði það að verkum að jarðvegur var afar frjór fyrir framúrstefnu í listum, andrúmsloftið ýtti undir og leyfði hluti sem menn hefðu ekki látið sér detta í hug annars staðar í heiminum. Finnur hitti fyrir í Dresden íslendinginn Emil Thor- oddsen tónskáld (1898-1944) sem þar lagði stund á tónlistarnám. En það var Listaakademíið í borginni sem dró piltinn að sér, þar var kennari hinn frægi austur- ríski listmálari Oskar Kokoschka (1886- ÞJÓÐLÍF 37

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.