Þjóðlíf - 01.06.1991, Síða 49

Þjóðlíf - 01.06.1991, Síða 49
Krístiina Björklund með Silju í fanginu, Snorrí og Einar Hjörleifsson ígarðinum hjá sér. Þar er mörg tungan töluð. landi sem ryðga í sínu móðurmáli en læra ekki íslensku almennilega og býður heim þeirri tilfinningu að maður eigi hvergi heima, tilheyri hvergi). Einar og Kristiina hafa ýmislegt um málið að segja, annað en það sem varðar þeirra eigin fjölskyldu. Þau tala um hvernig tungumálið hefur í aldanna rás verið eitt beittasta vopn mannsins til kúg- unar á öðrum þjóðum. Að svipta þjóðir máli sínu með valdbeitingu af einhverju tagi er ein fljótvirkasta leiðin til að útrýma þeim sem þjóðum því málið ákvarðar þjóðernisvitund. í Bretagne í Frakklandi hefur varðveist keltnesk menning og tungumál en það er ekki lengra síðan en á sjöunda áratugnum að Keltum var refsað ef þeir töluðu tungu- mál sitt, bretónsku. Þeir voru þá látnir ganga með tréskó um hálsinn sér til háð- ungar en hann var tákn fyrir sveita- mennsku þeirra. Kúrdum í Tyrklandi hefur til skamms tíma verið bannað að tala kúrdnesku og baskneska, þjóðtunga Baska var fyrst viðurkennd til jafns við spænsku árið 1979. Einar segir að fróðlegt væri að kynna sér ástand meðal þjóða Sov- étríkjanna hvað þetta snertir, þar hafí verið sagt í stjórnarskránni að þjóðtungur skyldu vera ræktaðar en því hafl ekki verið framfylgt í verki. Þau tala um hversu mikilvægt sé að börn fái sína fyrstu kennslu á sínu móður- máli. Þetta kann að hljóma sem sjálfsagð- ur hlutur en svo hefur langt í frá verið. Það er fremur stutt síðan samísk börn í Nor- egi, Svíþjóð og Finnlandi fóru að fá sína barnaskólakennslu á samísku og til skamms tíma voru danskir kennarar í grænlenskum barnaskólum sem enga grænlensku töluðu. Fyrsta reynsla barn- anna af skólanum var því sú að þau skildu alls ekki það mál sem þar var talað, auk þess sem þau lærðu að þeirra eigin tunga og menning væri ómerkilegri en mál herraþjóðarinnar. Allt þetta endaði með að börnin lærðu hvorugt málið almennilega. Við víkjum að málum innflytjenda og flóttamanna en þau mál verða sífellt mikilvægari í Evrópu nútímans. Einar talar um nauðsyn þess að því fólki sé gefinn kostur á að aðlagast nýju þjóðfélagi smám saman. Slík þróun verði að gerast hægt og rólega og einnig sé mikilvægt að svipta ekki einstaklinginn öllu því sem tilheyri hans uppruna. Af- leiðingar slíks geti orðið rótleysi sem síðan leiði til félagslegra vandamála og upplaus- nar. Við íslendingar höfum reyndar litla reynslu af slíkum málum, við höfum lítið þurft að kljást við spurningar eins og þá hvort og þá í hve miklum mæli börn inn- flytjenda eigi að fá kennslu á máli feðra sinna. En varðandi Víetnamana t.d. þá segir Einar að sér sýnist sú krafa gerð að þeir taki við öllu og aðlagi sig á alltof stutt- um tíma. Sú þjálfun og kennsla sem þeir hljóti hjá Rauða krossinum vari of stutt til að aðlögunin verði raunveruleg en ekki bara á yfirborðinu. Lokaorð Einars í samtalinu eru: „Ég vildi ekki upplifa það að missa móðurmál mitt. Ég held að það hljóti að vera eins og að missa hægri hendina". 0 ÞJÓÐLÍF 49

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.