Þjóðlíf - 01.06.1991, Page 57

Þjóðlíf - 01.06.1991, Page 57
Enginn mun öðlast eilífa æsku nema erfðafræðingum takist að breyta virknigenanna. Enn sem komið er erþað afar fjarlægur mögulciki enþar tilsá dagur rennur upp er unnt að gera ellina léttari með því að stunda heilbrigða hreyfingu og neyta hollrar fæðu. aðeins megi reyna yngingar- kúr með vaxtarhormóni á hraustum mönnum og menn geti alls ekki vænst þess að með þessum hætti megi ráða bót á sjúkdómum og heldur ekki að unnt sé að koma í veg fyrir hjarta- og æðasjúkdóma. Hvort sem vaxtarhormóna- kúr eða önnur meðul reynast geta haldið ellihrörnun í skefj- um eður ei hefur mönnum aldrei tekist að sýna fram á neitt það sem mælir gegn hinu forna spakmæli Rómverja sem lýtur að heilbrigðri sál í hraust- um líkama. Því sýnist nú enn um stundir rétt og heppilegt að nærast á hollri fæðu og iðka holla hreyfmgu svo lengi sem fært er og öndin í vitunum blaktir. Ef til vill er einnig hollt að velta því fyrir sér í lokin hvort heppilegt sé að reyna að grípa inn í ferli sem hingað til hefur verið talið fullkomlega eðlilegt þó að því sé ekki að leyna að leitin að æskubrunninum hafi ætíð fylgt manninum. Því er varpað fram hér hvort náttúr- an hafi ekki einhvern tilgang með því að láta lífverur eldast og hverfa á braut og rýma fyrir nýjum einstaklingum. Hvernig liti t.d. mannlífið út ef enn lifði það fólk sem uppi var fyrir 10 000 árum og engir nýir einstaklingar hefðu bæst í hópinn? Hefði mannlífið þróast á betri veg en raun varð á eða hefði ríkt stöðnun og lá- deyða? Lesandanum er látið eftir að svara þeirri spurningu.

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.