Þjóðlíf - 01.07.1991, Blaðsíða 21

Þjóðlíf - 01.07.1991, Blaðsíða 21
ir af útlistunum ráðamanna. Anthony Barnett lýsti hugmyndum íhaldsmanna sem „skemmdarverkastarfsemi til að dreifa athyglinni frá grundvallar- atriðunum í þegnskaparhugmyndinni. ... Hugmyndin um hinn virka þegn er ekki aðeins undansláttur ólýðræðislegra afla í samtímanum, hún er ögrun, tilraun til að hrifsa frumkvæðið um þegnskaparhug- myndina í því skyni að gera út af við hana“. Þeim íhaldsmönnum fer fjölgandi sem telja að atvinnuleysingjum beri að leggja fram einhvern skerf til samfélagsins gegn þeim réttindum sem þeir njóta. Þannig ættu atvinnuleysisbætur að vera skil- yrðum bundnar, t.d. mætti hugsa sér að bótaþegar inntu af hendi þegnskyldu- vinnu eða gengjust undir starfsþjálfun. Hægrimenn láta sér heldur ekki standa á sama um réttindi þegnanna. En í anda frjálshyggjunnar telja þeir að almannaheill sé komin undir því að einstaklingurinn fái ráðið sínum málum án afskipta ríkis- valdsins. Þeir vilja greina skýrt á milli frelsis einstaklingsins til athafna og getu hans til að framkvæma hlutina. Kröfur um jafnrétti á öllum sviðum samfélagsins bjóða þeirri hættu heim að frelsi einstakl- ingsins verði skert og of ríkuleg félagsleg réttindi skapi herskara af uppburðarlausu og jafnvel ósjálfbjarga fólki sem liflr á rík- inu og missir smám saman löngun til að bjarga sér sjálft. Því beri að setja ríkisvald- inu skorður en mjög er misjafnt hversu langt íhaldsmenn vilja ganga í þeim efn- um. Utan íhaldsflokksins eru skoðanir mjög skiptar hvort binda eigi félagsleg og efna- hagsleg réttindi skilyrðum. Sumir telja að fólk hafi gagnkvæmar skyldur. Þeir taka undir með þýska fræðimanninum Ralf Dahrendorf að einstaklingurinn hafi rétt til lágmarkstekna án nokkurra skilyrða. Þessi efnahagslegu réttindi séu jafn sjálf- sögð og borgaraleg og pólitísk réttindi sem lengi hafa verið löghelguð í vestrænum samfélögum. Þau rök hafa m.a.verið reifuð gegn rétt- indum af þessu tagi að þau geri tilkall til mikilla og ófyrirséðra fjárútláta, ólíkt póli- tískum og borgaralegum réttindum. Fylgjendur þeirra segja á hinn bóginn að hér sé aðeins bitamunur en ekki fjár og benda á allan þann kostnað sem sam- félagið hefur af því að halda uppi pólitísk- um og borgaralegum réttindum, svo sem löggæslu og dómstólum. Verkamannaflokkurinn hefur ekki tekið afdráttarlausa afstöðu til hug- myndarinnar um borgaralegar skyldur einstaklinganna. Þessi hugmynd er svo sem ekki ný fyrir þeim sósíalistum sem leggja áherslu á siðferðislega ábyrgð ein- staklingsins gagnvart heildinni og telja að einstaklingnum beri að hafa „almanna- heill“ að leiðarljósi í athöfnum sínum. Á að veita fullhraustum manni atvinnu- leysisbætur ef hann neitar að taka við vinnu eða takast á hendur starfsþjálfun? Margir telja svo vera og benda á Svía sem hafa sett skilyrði fyrir atvinnubótum ungs fólks. En það væri hræðilega óréttlátt að binda efnahagsleg réttindi skilyrðum eins og málin standa núna segja þeir vegna þess að tækifærin til atvinnu og verkþjálfunar eru ekki fyrir hendi fyrir milljónir manna. Öðru máli gegndi ef efnahagsástandið væri betra, fjölþætt starfsþjálfun væri í boði, ríkisstjórnin hefði fulla atvinnu að markmiði sínu svo og byggðastefnu sem miðaði að því að dreifa betur fjárfesting- um og atvinnutækifærum. Þá fyrst kæmi til greina að leggja ríkari áherslu á að rétt- indum þegnanna fylgdu líka skyldur.(> Kaupmannahöfn Flogið alla miðvikudaga og föstudaga. Fast verð án flugvallarskatts og forfallatryggingar. Tn samanburðar: Ódýrasta superpex á 33.750 kr. Þú sparar 14.000 kr. London Flogið alla miðvikudaga. Fast verð án flugvallarskatts og forfallatryggingar. Til samanburðar: Ódýrasta superpex á 31.940 kr. Þú sparar 13.040 kr. Frjálst val á hóteli og bílaleigu á 20-40% afsláttarverði. Fjölbreytt ferðaþjónusta f London og Kaupmannahöfn. Framhaldsferðir með dönskum og enskum ferðaskrifstofum, sumarhús og flugferðir hvert sem er um heimsbyggðina. — FLUGFERÐIR = SDLHRFLUD Vesturgata 12, Símar 620066, 22100 og 15331 ÁLASKA BÍLAVÖRUR í SÉRFLOKKI Heildsöludreyfing: PRbúðin hf. S: 64141P ÞJÓÐLÍF 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.