Þjóðlíf - 01.07.1991, Blaðsíða 45

Þjóðlíf - 01.07.1991, Blaðsíða 45
SKEMMTILESTUR A SÍÐSUMRI Oft er mælt með léttum og skemmti- legum skáldsögum sem „tilvöldum í sumarleyfið“. Þótt sumri sé farið að halla eiga ef til vill einhverjir enn tómstundir afgangs til bóklestrar. Bækurnar sem hér verður fjallað um ættu að henta ýmsum þeim sem leita að góðri skemmtun. Hér er annars vegar um að ræða verðlaunabókina Possession eftir A.S.Byatt og hins vegar skemmtisögur Mary Wesley. Þekktustu bókmenntaverðlaun Bret- lands eru sennilega hin svokölluðu Book- erverðlaun. Árið 1990 voru þau veitt bók- inni Possession eftir A.S. Byatt. Þetta var fimmta skáldsaga höfundar sem hefur annars starfað sem háskólakennari í bók- menntum og er mjög virtur bókmennta- gagnrýnandi. A.S.Byatt hefur ritað mikið um Iris Murdoch og rómantísku skáldin Wordsworth og Coleridge. Einnig mágeta þess að hún er systir hins þekkta rithöf- undar Margaret Drabble. Fyrir lestrar- hesta sem hafa góðan tíma til að sökkva sér niður í skáldsögu má mæla eindregið með Possession. Hún er rúmlega 500 síður en ég held að hún sé bók af því tagi sem lesandinn vill helst að endist sem lengst. Sagan er unnin af hugkvæmni, þekk- ingu og listfengi. Söguþráðurinn virðist e.t.v. ekkert sérlega spennandi við fyrstu sýn en hann fjallar um ungan mann, Rol- and Michell, sem vinnur sem aðstoðar- maður þekkts prófessors við bókmennta- rannsóknir. Hann fær grun um að hið fræga skáld Randolph Henry Ash sem hann safnar upplýsingum um hafí átt í ástarsambandi við þekkta skáldkonu, Christabel LaMotte en um þetta hafði ekkert verið vitað. I viðleitni sinni að sannreyna tilgátur sínar leitar hann til há- skólakennarans og femínistans Maud Bai- ley sem hefur sérhæft sig í verkum La- Motte. I sameiningu leggja þau upp í mikla leit og reyna að grafa upp sem mest af upplýsingum um þessi tvö nítjándu ald- ar skáld. í lok sögunnar eru sönnunar- gögnin grafin upp í bókstaflegri merk- ingu! Saga og örlög þessara tveggja látnu skálda verða þeim Roland og Maud ástríða STEINUNN EINARSDÓTTIR og líf þeirra sjálfra tekur nýja og óvænta stefnu. Possession er mjög skemmtileg bók og margslungin. Óþreytandi leit persónanna að vísbendingum gerir frásögnina eins og spennandi leynilögreglusögu á köflum. Skáldið Randolph Henry Ash er auðvitað tilbúin persóna sem og Christabel LaMot- te. Hvað yrkisefni snertir minnir Ash á skáldið Browning og einnig William Morris. Líkt og Browning hefur hann áhuga á sálarlífí og tilveru einstaklinga og yrkir fyrir munn þeirra sem honum finn- ast athyglisverðir. Eins og Morris hefur hann ferðast um ísland og sækir sér yrkis- efni í fornar norrænar sögur. Christabel LaMotte á margt sameiginlegt með ýms- um skáldkonum nítjándu aldar og auð- vitað er hún rannsökuð af femínistum okkar tíma sem finna í ljóðum hennar margt merkilegt frá nútímasjónarmiði. ókin er skrifuð af mikilli þekkingu á bókmenntum nítjándu aldar sem kemur m.a. fram í því að lesandinn fær tækifæri til að lesa verk þeirra Ash og LaMotte. Byatt hefur skemmt sér við að yrkja kynstur af ljóðum fyrir þeirra hönd og gerir það af mikilli list. Ég hef séð þá gagnrýni að sleppa hefði mátt einhverju af þessum ljóðum úr bókinni, þau geri hana óþarflega langdregna. Víst er að óhætt er að lesa sum ljóðin lauslega eða hlaupa yfir þau og samt halda þræðinum í sögunni. Hins vegar gera þau bókina enn merki- legri og skemmtilegri að mínum dómi og mega alls ekki missa sig. Fyrir þá sem minni tíma hafa og vilja lesa eitthvað létt og skemmtilegt á góðum sumardegi má mæla með bókum Mary Wesley en hún hefur orðið mjög vinsæl meðal enskumælandi lesenda á síðustu ár- um. Mary Wesley fæddist árið 1912 og var orðin sjötug þegar fyrsta bókin hennar kom út en sú bók hét Jumping the Queue. Sumir kannast e.t.v. við sjónvarps „míni- seríu“ sem var gerð eftir þeirri sögu og sýnd í ríkissjónvarpinu síðastliðinn vetur. Þar segir frá konu nokkurri sem orðin er leið á lífinu og ákveður að binda enda á það -og gera það með glæsibrag, fá sér kampa- vín og kavíar og ganga svo í sjóinn. Margt hendir sem tefur hana í þessu ætlunar- verki sínu, margar persónur koma við sögu og ýmislegt er dregið fram í dagsljós- ið. ækur Wesley eru yfirleitt léttar og hressilegar, e.t.v. sú fyrsta einna al- varlegust! Einhver gagnrýnandi sagði um hana að hún væri eins og Jane Austen sem væri farin að vera dálítið djörf í orðavali. Þetta lýsir henni kannski ekki nógu vel. Persónur Jane Austen voru lítið fyrir að bjóða viðteknu siðferði byrginn en það víla menn ekki fyrir sér hjá Wesley. Auk þess vantar mikið upp á að Wesley sé snill- ingur á við Austen. Uppbygging sagnanna er stundum sundurlaus. Þar má t.d. nefna A sensible life sem byrjar sem mjög skemmtileg aldarfarslýsing frá millistríðs- árunum. Seinni hlutinn breytist hins veg- ar í hálfgerða upptalningu á tilbreytingar- litlum ástaræfintýrum aðalpersónunnar þegar tímar líða fram. Kvenhetjur Wes- ley, svo sem Flora í A sensible life, Hebeí Harnessing Peacocks og Poppy í The Vacillations ofPoppy Careweiga það sam- eiginlegt að hafa mikið aðdráttarafl fyrir hitt kynið og atburðarásin einkennist af því að þær þurfa að gera upp á milli elsk- huga. Þær eru allar eldhressar og hafa eins og höfundurinn Mary Wesley ýmislegt skemmtilegt að segja um lífið og tilveruna. Mary Wesley skrifar mjög skemmtilega og bækurnar renna ljúflega niður. E.t.v. er ekki ráðlegt að lesa of margar í einu en hver þeirra hæfir prýðilega sem dægradvöl á sumardegi. 0 ÞJÓÐLÍF 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.